Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 33
Flateyjardalnum, Brettingsstöð-
um og Jökulsá.
Þetta eru æskustöðvar
Tryggva og föður míns en þeir
voru frændur, fóstbræður og
systkinabörn í báðar ættir.
Í nærri 50 ár hafa afkomendur
fyrrverandi ábúenda þessara
jarða dvalið ytra hluta úr sumri
og haldið við húsunum og notið
náttúrunnar. Til að komast út á
Dal þarf að fara yfir Flateyjar-
dalsheiðina sem er einungis fær
jeppum frá Dalsmynni. Tryggvi
frændi og Heiða konan hans fóru
þetta á hverju sumri og dvöldu
oft sumarlangt. Hann undi hag
sínum vel á bernskuslóðunum og
vildi hvergi annars staðar vera.
Það er ólýsanleg tilfinning að
koma út á Dal og dvelja í kyrrð
og ró og njóta þess að fara í fjall-
göngu, veiða í vatninu, tína
steina í fjörunni, tína ber eða
bara hlusta á kyrrðina. Ég skil
vel að þeir fóstbræður hafi viljað
vera þar í sumarfríum sínum.
Tryggvi frændi var meðal-
maður á hæð, þrekvaxinn, fas-
mikill, hárprúður með skarpar
augnabrúnir og dimma rödd.
Hann var félagslyndur en skap-
mikill, fróðleiksfús og ættfróður
maður. Hann var umhyggjusam-
ur frændi og ljúfur við okkur
krakkana. Hann hafði gaman af
að segja frá ýmsum fróðleik og
miðla um menn og málefni og
gat oft séð spaugilegar hliðar á
hlutunum.
Það voru ófáar stundir sem
við krakkarnir sátum með full-
orðna fólkinu í eldhúsinu á
Brettingsstöðum, Tryggvi
frændi í sínu horni með kaffiboll-
ann og kominn í frásagnargírinn.
Það var ógleymanlegt. Alltaf var
Heiða konan hans nálæg og leið-
rétti það sem þurfti og bætti við
það sem á vantaði í frásögnina.
Það er sjónarsviptir við fráfall
Tryggva frænda og á ég eftir að
sakna þess að sjá hann í hlaðinu
á Brettingsstöðum að taka á
móti gestum. Takk fyrir sam-
fylgdina, kæri frændi, og fyrir
allt sem þú kenndir mér. Ég
mun aldrei gleyma uppruna mín-
um eins og þú minntir mig á fyr-
ir mörgum árum, þegar þú varst
að kenna mér örnefnin á Daln-
um.
Kæra fjölskylda, Heiða, Þor-
gerður, Hulda, Gunnar Björn,
Emma, tengdabörn, barnabörn,
systkini og aðrir ættingjar. Ég,
fjölskylda mín, móðir mín og
systkini vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og biðjum góðan
Guð að veita ykkur styrk.
Megi sál þín ná áfangastað.
Gríma Huld Blængsdóttir.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 8.30-16.
Garðabær Opið í Jónshúsi, Strikinu 6, Garðabæ, kl. 9.30-16, alla
virka daga, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í s. 617-
1503, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl.14-16, opnar saumavinnu-
stofur alla virka daga, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45 á þriðjudög-
um, brids á miðvikudögum kl. 13, handavinnuhorn á fimmtudögum í
Jónshúsi.
Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Prjónakaffi kl. 10-12.
Leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30. Heitt á
könnunni.
Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist
kl. 20.
Gullsmári Vefnaður og tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10 og handavinnu-
stofan opin. Hádegisverður kl. 11.40.
Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30.
Litað með Ingibjörgu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Blöðin, taflið og
púslin liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu. Þrektækin og púttið
á sínum stað. Minnum á netið og spjaldtölvuna. Hádegisverður seld-
ur kl. 11.30-12.30. Slökun kl. 13. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30.
Norðurbrún 1 Í dag engin dagskrá.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl.
13.30.
Vesturgata 7 Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7 verður lokuð vegna
sumarleyfa starfsfólks frá og með mánudeginum 22. júní. Opnum
aftur mánudaginn 27. júlí. Hárgreiðslustofan og fótaaðgerðarstofan
verða opnar.
Smáauglýsingar
Bækur
Bókaveisla
Hin landsfræga og
margrómaða júlíútsala
stendur yfir.
50% afsláttur.
Við erum í Kolaportinu,
hafnarmegin í húsinu.
Opið um helgina kl. 11-17.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Íþróttir
Verðlaunagripir -
gjafavara -áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barm-
merki, póstkassaplötur, plötur á leiði,
gæludýramerki - starfsgreinastyttur
Fannar
Smiðjuvegi 6, Rauð gata
Kópavogi, sími 5516488
Til sölu
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
KRISTALSLJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristals-
ljósakrónum, veggljósum, matarstell-
um, kristals glösum til sölu.
BOHEMIA KRISTALL,
Grensásvegi 8,
Sími 7730273.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Bílar
Suzuki Grand Vitara Premium
2013 Til sölu Suzuki Grand Vitara
Premium árg. 2013. Ekinn 61.000 km.
Beinskiptur. Einn eigandi frá upphafi.
Litur dökk brúnn. Verð kr. 3.900.000.
Upplýsingar í símum 5616521 og
8921938
Jesseníus Faculty of Medicine,
Martin Slóvakíu - Læknisfræði
www.jfmed.uniba.sk
Palavcký University Olomouc,
Tékklandi – Tannlæknisfræði
www.medicineinolomouc.com
Veteriary Medicne Kosice
Slóvakíu - Dýralæknisfræði
www.vulf.sk
Upplýsingar um námið og inntöku-
próf í s. 5444333 og fs. 8201071
kaldasel@islandia.is
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
Mikið úrval
Útsalan
í fullum gangi
Póstsendum
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Elsku Bubba.
Þá er viðburða-
ríkri vakt þinni hér í
þessu lífi lokið. Eftir
stöndum við, klumsa yfir því að þú
hafir farið í slíkum hvelli. En
þannig varst þú. Óútreiknanleg og
ekki fyrir neins konar lognmollu
gefin. Þú vildir hrista upp í hlut-
unum, stundum algjörlega óháð
því hvort þess þurfti eða ekki.
Þú varst frábær frænka og
vildir alltaf allt fyrir okkur syst-
kinin gera. Ég minnist þess þegar
ég, óharðnaður unglingurinn, vildi
halda 17 ára afmælið mitt með til-
heyrandi ólátum og fjölölvun.
Auðvitað leitaði ég strax til þín og
að sjálfsögðu gafstu mér fúslega
leyfi til að bjóða fleiri tugum af
vinum og kunningjum inn á þitt
heimili. Þú skelltir þér bara til
Siggu frænku í heimsókn meðan á
gleðskapnum stóð og þegar allt
fór úr böndunum og húsið fylltist
af ókunnugum Grafarvogssudd-
um þá fannst þér það bara snið-
ugt, keyrðir heim í rólegheitun-
um, helltir upp á kaffi, fékkst þér
eina sígó, vísaðir öllum kurteis-
lega og hálfhlæjandi út og skutl-
aðir mér svo í bæinn.
Það var alltaf stutt í hláturinn
hjá þér, jafnvel þegar erfiðleikar
steðjuðu að þá gastu að lokum
fundið leið til að hlæja að hlutun-
um. Þessu fengum við systkinin
að kynnast mjög vel þegar þú
fluttir til okkar á Rauðalækinn
fyrir rétt tæpum tveimur árum.
Takk fyrir allt, elsku Bubba. Við
eigum eftir að sakna þín ótæpi-
lega, elsku Bubba, þú skilur eftir
tómarúm sem erfitt verður að
fylla.
Þín,
Kári og Véný.
Elsku hjartans Guðbjörg.
Ég bjóst aldrei við þeirri sorg
sem hellist yfir mig núna þegar þú
ert farin frá okkur og þessu jarð-
Guðbjörg
Gylfadóttir
✝ GuðbjörgGylfadóttir
fæddist í Reykjavík
25. maí 1954. Hún
lést 2. júlí 2015.
Útför Guðbjarg-
ar fór fram 16. júlí
2015.
neska lífi. Við kynnt-
umst á „hressingar-
hælinu okkar“ fyrir
nokkrum árum. Per-
sónuleiki þinn var
eins og segull, fólk
hreinlega hópaðist
að þér og vildi fá að
vera með. Við tvær
urðum fljótt góðar
vinkonur og studd-
um við bakið hvor á
annarri með því að
gera létt grín að aðstæðum og
ástæðum. Það fóru ófáir klukku-
tímarnir í málaralist og föndur.
Við tvær náðum að fela okkur
saman og dunda okkur til þess að
drepa tímann.
Þú varst gull af manni, hugs-
aðir meira um aðra en sjálfa þig –
jafnvel þegar tímarnir voru erfið-
ir. Þegar við kvöddumst eftir
dvölina á hressingarhælinu settir
þú blómvönd á borðið mitt og
gafst mér málverk sem þú hafðir
búið til. Aftan á málverkið hafðir
þú skrifað hvatningarorð til mín.
Ég hef aldrei kynnst annarri
eins góðmennsku og náungakær-
leik og frá þér, Gugga mín. Þú
varst ljósið í myrkrinu fyrir mig
og svo marga – og ég þakka þér
frá mínum dýpstu hjartarótum
fyrir að taka mig að þér og hlúa að
mér sem ég þurfti svo sannarlega
á að halda.
Seinna skrifaðirðu mér skila-
boð þar sem við ræddum einmitt
um þessa tíma okkar – hvað það
var gaman að „hanga“ saman og
spjalla. Okkur þótti svo vænt um
þessar stundir.
Þú varst sannkallað ljós í
myrkri – persónuleiki þinn var
svo vandaður.
Þú talaðir mikið um Eyrúnu,
Ásgeir og barnabörnin þín, sem
þér þótti svo afar vænt um. Þau
voru þitt stolt í lífinu.
Ég vildi að ég hefði fengið að
kveðja þig, en lífið býður ekki allt-
af upp á það sem maður óskar sér.
Ég vona að þér líði vel á himnum
hátt og þú lítir af og til niður á
okkur sem þykir svo endalaust
vænt um þig.
Elsku Guðbjörg – mér þykir
vænt um þig og ég mun sakna þín
og tíma okkar sárt.
Þín vinkona,
Lára Kristín Brynjólfsdóttir.
leysti hún óaðfinnanlega og oft
kom það sér vel að Anna gat á
svipstundu þýtt íslenska texta á
erlend tungumál án vandkvæða.
Ljúfmennska og hlýhugur
voru hennar einkunnarorð og sú
framkoma skapaði henni miklar
vinsældir í starfsmannahópnum.
Hennar var því sárt saknað þeg-
ar hún lét af störfum árið 2013.
Í dag er komið að kveðjustund.
Við þökkum Önnu ánægjulega
samfylgd og sendum fjölskyldu
hennar samúðarkveðjur.
Linda Kristmundsdóttir
og Guðrún Bryndís
Guðmundsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra sem áttuð
hina dásamlegu perlu að.
Vinátta og væntumþykja
sem aldrei gleymist.
Anna Jónsdóttir
og fjölskylda.
Elskulega
frænka mín, Guðný
María Hreiðars-
dóttir, er látin, 56
ára gömul. Guðný
María var alveg frábær kona,
alltaf jákvæð og elskuleg við alla.
Hún trúði á lífið til síðasta dags.
Vönduð og karftmikil og sinnti
sínu starfi til fyrirmyndar. Þau
skipti sem ég átti þess kosta að
mæta henni var hún alltaf ljóm-
Guðný María
Hreiðarsdóttir
✝ Guðný MaríaHreiðarsdóttir
fæddist 20. mars
1958. Hún lést 8.
júlí 2015.
Útför hennar fór
fram 16. júlí 2015.
andi af lífsgleði.
Hún söng í kór og
hafði áætlað ferð til
Stokkhólms í söng-
ferð. Hún trúði allt-
af að hún læknaðist
af þessum hræði-
lega krabba, sem
svo stöðvaði hennar
líf. Allt of oft er það
stókostlegt ungt fók
eins og Guðný
María með mikla líf-
gleði sem verður krabbanum að
að bráð. Guð veri með börnunum
þremur sem Guðný átti og Guð
hjálpi þeim í sorginni. Móðir og
faðir syrgja frábæra dóttur sem
var öllum til fyrirmyndar.
Árni Björn Guðjónsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar