Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 35
heimili mínu og ég byrjaði að spila
golf þegar ég var 12 ára og hef
haldið því áfram með hléum. Barn-
eignir settu svolítið strik í reikning-
inn með golfið og önnur áhugamál
en ég eignaðist þrjú börn á tæpum
tveimur árum. Ég stefni hins vegar
að því að dusta rykið af golfsettinu
fljótlega og taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið.“
Þorgerður lærði á þverflautu við
Tónlistarskólann á Húsavík: „Ég
stundaði þverflautunám í tíu ár og
var bara orðin nokkuð góð. Nú í
seinni tíð gríp ég einstaka sinnum í
flautuna og blæs í hana þegar aðrir
heyra ekki til.“
Þorgerður var í Barnaskóla
Húsavíkur, fór sem skiptinemi til
Ítalíu þegar hún var 16 ára, stund-
aði nám við Framhaldsskólann á
Húsavík og lauk þaðan stúdents-
prófi 1995.
Þorgerður var au pair í Madríd á
Spáni eftir stúdentspróf, hóf nám í
sálfræði við HÍ haustið 1996, lauk
BA-prófi í sálfræði árið 2000 og
Cand.Psych.-gráðu frá HÍ 2003.
Síðan hefur hún sótt ýmis starfs-
tengd námskeið og lauk m.a. PMD-
námi frá Opna Háskólanum árið
2013.
Þorgerður starfaði í eldhúsinu á
Sjúkrahúsinu á Húsavík á sumrin á
framhaldsskólaárunum og var sund-
þjálfari hjá sunddeild Völsungs.
Hún kenndi auk þess á þverflautu
við Tónlistarskólann á Húsavík.
Þorgerður var flugfreyja hjá Atl-
anta á sumrin með háskólanámi og
hefur auk þess starfað sem aðstoð-
armaður og stundakennari við sál-
fræðiskor HÍ og Endurmenntun
HÍ.
Hún starfaði við ráðgjöf hjá IBM
Consulting Services eftir útskrift úr
HÍ og tók síðan við starfi starfs-
mannastjóra Lyfju hf. í lok árs
2003. Árið 2009 færði hún sig um
set innan Lyfju hf. og varð for-
stöðumaður verslana- og markaðs-
sviðs til loka árs 2014. Hún var ráð-
in framkvæmdastjóri
Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli
í október 2014: „Í Fríhöfninni er úr-
vals starfsfólk sem gaman er að
vinna með. Þróun og breytingar á
áherslum er afar mikilvægur þáttur
í starfsemi verslunarinnar þar sem
erlendum ferðamönnum hefur fjölg-
að gífurlega á síðustu árum.“
Þorgerður hefur margt á sinni
könnu og segir mikilvægt að nýta
og skipuleggja tímann vel. Hún fer í
líkamsrækt klukkan sex á morgn-
ana meðan börnin sofa. Þegar hún
fer út að hlaupa fylgja börnin henni
eftir á hjólunum sínum: „Allar frí-
stundir með fjölskyldunni eru mér
kærkomnar og eru raunar afar
mikilvægar. Nú í vikunni vorum við
að koma úr tveggja vikna fríi frá
Bandaríkjunum þar sem við höfðum
húsaskipti við bandaríska fjöl-
skyldu. Við vorum í Hyannis á Cape
Code í Massachusetts en þar eyddi
Kennedy frístundunum á sínum
tíma. Við stefnum svo á að fara til
Húsavíkur seinna í sumar. Fjöl-
skyldunni finnst afar notalegt að
komast í rólegheitin fyrir norðan og
við förum þangað tvisvar til þrisvar
á ári.
Ég hef alltaf haft gaman af að
elda, fylgist vel með matarbloggum
á netinu og mér finnst spennandi að
prófa nýja rétti og bjóða góðum vin-
um í mat eða skella í eina góða
köku.“
Fjölskylda
Eiginmaður Þorgerðar er Ingvar
Jóhann Kristjánsson, f. 25.11. 1969,
viðskiptafræðingur. Hann er sonur
Kristjáns Jóhannssonar, f. 24.5.
1948, óperusöngvara og Áslaugar
Kristjánsdóttur, f. 3.2. 1948, sjúkra-
liða.
Börn Þorgerðar og Ingvars eru
Þórey, f. 31.8. 2007 og tvíburarnir
Kristján og Vala, f. 4.7. 2009.
Bræður Þorgerðar eru Jón Skúli
Fjeldsted, f. 20.4. 1982, kerfisfræð-
ingur hjá Svari, búsettur í Reykja-
vík, og Ásmundur Ýmir Þráinsson,
f. 11.8. 1988, verslunarmaður í
Reykjavík og á Húsavík.
Foreldrar Þorgerðar eru Þráinn
Guðni Gunnarsson, f. 4.12. 1950,
stöðvarstjóri á Húsavík og Ingi-
björg Jónsdóttir, f. 25.4. 1956,
verslunarmaður í Garðabæ.
Úr frændgarði Þorgerðar Þráinsdóttur
Þorgerður
Þráinsdóttir
Elínborg Hannesdóttir
húsfr. í Nípukoti í Víðidal
Ásmundur Jón Sveinsson
b. í Nípukoti í Víðidal
Soffía Jónsdóttir
húsfr. á Siglufirði
Jón Guðmundur Þórðarson
vitavörður á Siglunesi
Ingibjörg Jónsdóttir
verslunarm. í Garðabæ
Margrét Jónsdóttir
húsfr. á Siglunesi
Þórður Þórðarson
vitavörður á Reykjanesi og síðar á Siglunesi
Sturlaugur Lárusson Fjeldsted
verslunarm. í Rvík
Sigríður Gunnarsdóttir
húsfr. í Rvík
Gunnar Sturlaugsson Fjeldsted
sjóm. og kokkur í Rvík
Þorgerður Gunnarsdóttir
verkak. á Húsavík
Þráinn Guðni Gunnarsson
stöðvarstj. á Húsavík
Gunnar Guðnason
sjóm. í Flatey á Skjálfanda
Kristín Gísladóttir
húsfr. í Flatey á Skjálfanda
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
90 ára
Gunnlaugur Reimarsson
Jóhanna Arnórsdóttir
85 ára
Guðrún Erna
Sæmundsdóttir
80 ára
Fríða Klara
Guðmundsdóttir
Ragnhildur Ísaksdóttir
75 ára
Gréta Ágústsdóttir
Helene Marie Baatz
Jóna Kristín Sigurðardóttir
Leví Konráðsson
70 ára
Guðríður Stefánsdóttir
Jóna Sigurbjörg
Harðardóttir
Karl Magnús Karlsson
Kristín Björg Jónsdóttir
Nils Hafsteinn Zimsen
Sigþór Pálsson
Þorvaldur Valgarðsson
60 ára
Anna Jóhannsdóttir
Guðný Hrefna Einarsdóttir
Halla Hjartardóttir
Sigrún Eygló Sigurðardóttir
50 ára
Anna María Ásgrímsdóttir
Brynja Björk Gunnarsdóttir
Eiður Björn Ingólfsson
Hjörtur Haraldsson
Jerzy Andrzej Gorski
Maria Emma Ceniza Canete
Ragnar Hlöðversson
Ragnheiður Sverrisdóttir
Sigríður Halla Lýðsdóttir
Sunna Sturludóttir
40 ára
Ástmundur Sigmarsson
Bennie May Wright
Ernijus Baskys
Friðgeir Örn Gunnarsson
Gíslína Dögg Bjarkadóttir
Héðinn Rafn Rafnsson
Ingólfur Áki Þorleifsson
Jelena Suspanova
Lovísa Jónsdóttir
Margeir Aðalsteinn
Guðmundsson
Sigtryggur Arnar Árnason
Silja Huld Árnadóttir
Sólrún Óladóttir
Ægir Örn Leifsson
30 ára
Anna Margrét
Sigurðardóttir
Baldur Þórólfsson
Berglind Harpa
Ástþórsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Eldur Ólafsson
Haraldur Sigurðsson
Jóhann Davíð Barðason
Jónas Ingason
Kristín Eva Kristjánsdóttir
Sverrir Bergvin Kárason
Tinna Davíðsdóttir
Þóra Kristín Hauksdóttir
Þórður Andri McKinstry
Til hamingju með daginn
30 ára Rasmus ólst upp í
Nisiborg á Norður-Jót-
landi, lauk MSc-prófi í
tölvunarfræði við háskól-
ann í Álaborg og er nú
sérfræðingur hjá Plain
Vanilla.
Kærasta: María Björk
Guðbrandsdóttir, f. 1987,
nemi í stjórnmálafræði og
lögfræði við HÍ.
Foreldrar: Ella Kristen-
sen, fyrrv. matráður, og
Toni Kristensen, rafvirki
og lagningasérfræðingur.
Rasmus
Kristensen
30 ára Máni býr á Akra-
nesi, stundar nám í raf-
virkjun og starfar hjá VHE.
Maki: Unnur Snorradóttir,
f. 1985, nemi í hjúkr-
unarfræði við HÍ.
Synir: Björgvin Svan, f.
2008; Ragnar Már, f.
2010, og Patrekur Smári,
f. 2013.
Foreldrar: Ragnheiður
Sigurðardóttir, f. 1961,
starfar á Höfða, og Björg-
vin Þorvaldsson, f. 1959,
deildarstjóri hjá OR.
Máni
Björgvinsson
30 ára Margrét býr á
Sauðárkróki, lauk BA-
prófi í félagsráðgjöf og
stundar nám í náms- og
starfsráðgjöf.
Maki: Helgi Freyr Mar-
geirsson, f. 1982, við-
skiptastjóri fyrirtækja við
Landsbankann.
Börn: Hallur Atli, f. 2009,
og María Hrönn, f. 2012.
Foreldrar: Sigíður Svav-
arsdóttir, f. 1958, og Hall-
ur Sigurðsson, f. 1953, d.
2001.
Margrét Helga
Hallsdóttir
Björg Guðmundsdóttir hefur varið
doktorsritgerð sína í líffræði við Líf-
og umhverfisvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Heiti ritgerðarinnar er: Hlutverk
sinkfingurpróteinsins Pogz við blóð-
myndun í lifur músa á fósturstigi og
skilgreining á markgenum þess (The
Role of the Zinc Finger Protein Pogz in
Mouse Fetal Hematopoiesis and
Identification of Pogz Downstream
Target Genes).
Borin var saman genatjáning í blóð-
myndandi forverafrumum og dóttur-
frumum þeirra í leit að áður óþekktum
umritunarþáttum með hlutverk í blóð-
myndun. Niðurstöðurnar sýndu að
sinkfingurpróteinið POGZ (Pogo
transposable element with zinc finger
domain) er hátt tjáð í blóðmyndandi
stofn- og forverafrumum manna og
músa. Það gefur til kynna að POGZ
hafi hlutverki að gegna í þessum
frumum. Pogz genið var slegið út í
músamódeli og kom í ljós að próteinið
er nauðsynlegt fyrir eðlilegan fóstur-
þroska. Skortur á Pogz veldur fækkun
á blóðmyndandi forverafrumum og
röskun á sérhæfingu rauðfrumna og T-
frumna. Einnig var
tjáning á fóstur-
hemóglóbíni
hækkuð í Pogz-/-
fósturlifrum, að
hluta til vegna
áhrifa Pogz á tján-
ingu Bcl11a. Notuð
var bacterial one-
hybrid aðferð til
að sýna fram á, að sinkfingursvæði
Pogz binst sértækt ákveðinni DNA
röð. Þessi uppgötvun gerði það kleift
að skilgreina gen sem Pogz gæti haft
beina stjórn á. Samanburður á gena-
tjáningu í Pogz+/+ og Pogz-/- fóstur-
lifrarfrumum sýndi að u.þ.b. 82% af
þeim genum, sem sýndu breytingar í
tjáningu, voru hækkuð í Pogz-/- fóst-
urlifrarfrumum. Það gefur til kynna,
að Pogz sé fyrst og fremst umrit-
unarþáttur sem bælir genatjáningu.
Stjórnun Pogz á tjáningu fóstur-
hemóglóbín gena gerir Pogz hugs-
anlega að markgeni í meðferð á sigð-
frumusjúkdómi (Sickle cell disease)
og dvergkornablóðleysi (Thalas-
semia).
Björg Guðmundsdóttir
Björg Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún lauk BS gráðu í líf-
fræði frá Háskóla Íslands 1993 og MBA gráðu frá Heriot-Watt University í Ed-
inborg í Skotlandi 2004. Hún vann að doktorsverkefninu hjá dr. Jonathan R. Kell-
er hjá National Institute of Health (NIH) í Bandaríkjunum í samstarfi við
Guðmund H. Guðmundsson prófessor og Háskóla Íslands. Björg starfar nú hjá dr.
John F. Tisdale hjá NIH. Rannsóknir hennar hafa gengið út að skilgreina hlutverk
zinkfingurpróteinsins Pogz í blóðmyndun. Björg er gift dr. Kristbirni Orra Guð-
mundssyni og eiga þau þrjár dætur, Eddu Lind, Karen Ösp og Regínu Eik.
Doktor
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200
VERSLAÐU Á
WWW.GÁP.IS
SKOÐAÐUÚRVALIÐOGVERÐINÁGAP.ISEÐAKÍKTU ÍHEIMSÓKN ÍFAXAFEN7!
40%AFSLÁTTUR!
ÆFINGAFATNAÐUR & SKÓR
FRÁREEBOK