Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Rauðage rði 25 · 108 Rey kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali • Hillukælar • Tunnukælar • Kæli- & frystikistur • Afgreiðslukælar • Kæli- & frystiskápar • Hitaskápar ofl. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugmyndir þínar eru jafn frjóar og skemmtilegar og góður skemmtiþáttur. Við- brögðin sem þú færð eru tilfinningaríkari en endranær. 20. apríl - 20. maí  Naut Breyttu um mynstur í samskiptum við erfiðan ástvin. Reyndu að líta upp úr heimi smáatriðanna og fá yfirsýn yfir verkið í heild, þannig nærðu árangri. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert eins og persóna í teikni- myndasögu. Spenna hefur verið að byggjast upp innra með þér og hún þarf að fá útrás einhvers staðar. Vertu meðvitaður/meðvituð um það og haltu rónni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að taka daginn í dag til að klára þau verkefni sem liggja fyrir óleyst á borði þínu. Gættu þess bara að ganga ekki fram af sjálfum/sjálfri þér og gera ekki of miklar kröfur til annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst eins og þú sért alltaf að gera það sama aftur og aftur í frítíma þínum. Biðin er vel þess virði, mundu það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Enginn er fær um að lesa hug þinn svo þú verður að tjá þig um það sem er að vefjast fyrir þér. Reyndu að finna tíma til að vera ein/n með sjálfum/sjálfri þér í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert umvafin/n notalegu fólki núna. Varastu að gera vandann að þínum, þú getur ekki tekið allar heimsins áhyggjur á þínar eig- in herðar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Vertu viss um að þú vitir í hvað tekjur þínar fara. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú elskar að vera í sviðsljósinu en græðir mest á því þessa dagana að láta lítið á þér bera. Sýndu þolinmæði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allt hefur sinn tíma. Þig langar til að flýja á náðir dagdrauma. Mundu að allt er gott í hófi, stundum þarf maður bara að standa upp og takast á við hlutina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú lendir í einhverjum deilum heima fyrir og það er mikilvægt til sátta að þú dragir ekkert undan. Taktu engu sem sjálf- sögðum hlut og gaumgæfðu málin frá öllum hliðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að slaka á í frítíma þínum og varastu umfram allt að taka vinnuna með þér heim. Út er komin ljóðabók eftir dr.Sturlu Friðriksson, „Ljóð á langri ævi, leynifundir og afmæl- isbragir“. Eins og heitið ber með sér eru þetta tækifærisljóð og vís- ur. Bókin er skemmtileg og vel kveðin eins og við er að búast – efnistökin frumleg og óvænt eins og skáldið sjálft í sínum háttum. Áður hafa komið út átta ljóðabæk- ur eftir hann. Fyrsti kaflinn kallast afmæl- isbragir og lýkur með „SURTSEY 50 YEARS“ sem ávallt hefur verið ofarlega í huga líffræðingsins: The erupted island is cold all set with grasses and mold, with insects and worms and other lifeforms. We favor it 50 years old. Félagar í Lionsklúbbnum Baldri tóku upp á því að fara eitt sinn í hverjum vetrarmánuði á „leyni- fund“ sem felst í því að heimsækja söfn og ýmsa sýningarsali eða skoða heimili skálda. Sú ferð hófst með því að sigla á skipinu Faxa út á Faxaflóa og veiða þorsk og ýsu: Til veiða við fórum á Faxa. Það fært er í vísu. Þarna við þreyttum ei laxa aðeins þorska og ýsu. Hér kemur ein af fjórum limrum um Nesstofusafnið: Og þar má sjá brjósklos í beinum og banvæna ígerð í meinum. Og í öskjum er geymd næstum öll manna eymd. Og nóg er af nýrnasteinum. Vitaskuld voru Sturluhallir heim- sóttar: Þessi hús voru hönnuð með stöllum, háreistum kubbum og pöllum. Og bræður þar bjuggu við búskap með huggu í stórbrotnum Sturluhöllum. Á leynifundi að Laxá: Á sólbjörtum sumardegi menn sátu hjá árfarvegi og hlutu það hnoss að sjá freyðandi foss falla í einum teygi. Einn kaflinn kallast „Vísna- skotið“. Þar er „Á ferð um Ódáða- hraun“: Ofan úr Gjástykki gráu glóandi mökkurinn steig, en skrímslið sem andaði undir annaðhvort reis eða hneig. Úti í Ódáðahrauni álfadrottningin beið eftir að villtist ég aumur og öfuga þræddi leið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ljóð á langri ævi Í klípu „SVO ÉG SÉ SKÝR, ÞÁ ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ EINHVERJUM TIL AÐ SJÁ UM HLUTI SEM AÐ ER ÆTLAÐ AÐ GERAST EINHVERNTÍMANN“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER Í ANNAÐ SKIPTIÐ SEM ÞÚ SOFNAR Í BAÐKARINU MEÐ MUNNINN OPINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera til staðar til að þurrka í burtu tárin. VÁÁ.... ÞAÐ ER ALGJÖR GÚRKUTÍÐ. KATTA FRÉTT IR KATTA FRÉTT IR KATTA FRÉTT IR SJÁLFSAGT, ÉG SKAL FARA MEÐ KÖKUNA ÞÍNA TIL NÝJU NÁGRANNANNA. TRAUST- ÞRÖSKULDURINN ER ÓVENJU HÁR HJÁ HELGU Í DAG! Velkomin til Akraness stendur ástóru skilti við Faxabraut á mót- um Akursbrautar upp af höfninni á Akranesi. Orðsendingin fór ekki framhjá neinum manni þegar Akra- borgin sigldi á milli Akraness og Reykjavíkur og Víkverji á ekkert nema góða minningar frá Akranesi, en heimsóknum þangað hefur fækkað til muna eftir að Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun. x x x Víkverji vonar svo sannarlega aðaftur verði boðið upp á skipaferð- ir á milli Reykjavíkur og Akraness og rykið verði dustað af tillögum þess efnis að þjóðvegur 1 fari í gegnum Akranes og þaðan yfir Leirvoginn til Borgarness, eins og rætt var um á sín- um tíma. x x x Oft hefur verið sagt að einkennandifyrir Akranes séu k-in þrjú, fal- legar konur, góðar kartöflur og frá- bærir knattspyrnumenn. Skaginn hefur ekki verið með í Evrópukeppni undanfarin ár og þátttöku íslenskra liða á þeim vettvangi á þessu ári lauk í gærkvöldi. x x x Þegar Skagamenn voru nánastáskrifendur að Evrópukeppni fóru þeir í hvern leik með því hug- arfari að sigra og þegar það gekk ekki eftir bitu þeir á jaxlinn og einbeittu sér að næsta verkefni. x x x Ríkjandi Íslandsmeistarar ung-mennafélagsins Stjörnunnar, sem líkt hefur verið við Englands- meistara Chelsea og þjálfarinn nefnd- ur Mourinho Íslands eftir einum besta þjálfara heims, féllu á prófinu að þessu sinni. Í fyrradag var haft eftir þjálfaranum að það yrði vatnslaust í Garðabæ og því yrðu Skotlandsmeist- arar Celtic pirraðir á þurru grasinu. x x x Celtic slökkti á Stjörnunni og að leikloknum kvörtuðu Stjörnumenn yfir hroka gestanna og neikvæðum skrifum. Í stað þess að væla eins og smábörn væri þeim nær að líta í eigin barm. Hafi þeir ekki vökvað völlinn fyrir leik er það grafalavarlegt mál. víkverji@mbl.is Víkverji Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Orðskviðirnir 3:5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.