Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Reykholtshátíð hefst í kvöld með tónleikum Karlakórsins Heimis úr Skagafirði. Heimir hefur lengi ver- ið í fararbroddi íslenskra karlakóra og því sérstakt tilhlökkunarefni að bjóða hann velkominn á Reyk- holtshátíð. Á þessum tónleikum mun kórinn flytja úrval íslenskra og erlendra laga sem hafa fylgt kórnum í gegnum tíðina. Stjórn- andi kórsins er Stefán R. Gíslason en sérstakur gestur á tónleikunum verður Þóra Einarsdóttir sópran. Þóra Einarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí- anóleikari halda síðdegistónleika á laugardeginum undir yfirskriftinni „Báran“. Á þessum tónleikum verð- ur farið aftur til upphafs tónleika- hefðar á Íslandi um aldamótin 1900. Lágfiðlan verður í aðalhlutverki á laugardagskvöldið í Reykholti en sérstakur gestur hátíðarinnar í ár er finnski lágfiðluleikarinn Atte Kilpeläinen. Atte er einn af fremstu lágfiðluleikurum Finnlands og hef- ur víða komið fram. Fyrir hlé leikur Atte verk m.a. eftir Robert Schu- mann og Arvo Pärt en eftir hlé hljómar hið sjaldheyrða en stór- kostlega Divertimento í es-dúr fyr- ir strengjatríó eftir Mozart. Það kennir ýmissa grasa á fjöl- breyttum lokatónleikum Reyk- holtshátíðar. Fyrst hljóma útsetn- ingar Herberts Ágústssonar fyrir fiðlu og selló á íslenskum þjóð- lögum og þar á eftir fagnar Reyk- holtshátíð 150 ára afmæli Sibelius með flutningi á strengjatríói hans í g-moll. Reykholtshátíð heldur áfram samstarfi sínu við Þórð Magnússon tónskáld sem útsetur 3 íslensk dægurlög fyrir píanótríó og söngrödd. Tónleikunum lýkur svo á einni af perlum kammertón- bókmenntanna, píanókvartettinum í es-dúr, op. 47, eftir Schumann. Fagrir tónar á Reykholtshátíðinni  Lágfiðlan verður m.a. í aðalhlutverki Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíð Reykholtshátíðin er ein helsta tónlistarhátíð landsins. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þema plötunnar er að standa við loforðin sín, þurfa ekki að segja meira sorrí. Ég ákvað því að slá til og gefa út vínylinn,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann hefur nú gefið út plötu sína Sorrí á vínyl. Platan kom út hér á landi á geisla- diski og á netinu um mitt ár 2014 og hlaut góðar móttökur. Platan lenti í toppsæti á mörgum árs- listum og var val- in poppplata árs- ins á Íslensku tónlistarverðlaun- unum þar sem Svavar Pétur var jafnframt valinn lagahöfundur árs- ins. „Platan seldist þokkalega miðað við aðstæður á markaði. Ég fékk margar fyrirspurnir um vínylinn, hvort hann myndi ekki láta sjá sig. Ég lofaði því þá, að ef fólk myndi kaupa upp upplagið af geisla- disknum, þá myndi ég gefa út vínyl- inn,“ segir Svavar Pétur sem stóð svo sannarlega við loforðið. Skrattinn úr sauðarleggnum Vínylútgáfa Sorrí kemur nú einn- ig út í Evrópu og er það Morr Mus- ic í Berlín sem sér um dreifinguna. „Vínyllinn kom út á mánudaginn og kom út í Evrópu við sama tæki- færi. Það er Morr Music, það gríð- arfína þýska indí-„leibeil“, sem sér um að dreifa honum í helstu indí- búðir í Evrópu. Ég kannast ágæt- lega við Thomas Morr, sem er for- sprakki þeirrar útgáfu, og hann er hinn liðlegasti gaur. Þetta er engin megaútgáfa, hann tekur í raun bara slatta af eintökum og kemur í dreif- ingu. Það er samt bara í rauninni það sem þarf. Það er ekkert hægt að vera að hugsa þetta neitt stærra. Það er nóg til þess að stöku áhuga- menn um íslenska popp- og ný- bylgju geti nálgast eintak,“ segir Svavar Pétur. Þá má þess einnig geta að lagið „París norðursins“, tit- illag samnefndrar kvikmyndar sem kom út í fyrra, er aukalag á vín- ylnum. „Það lag hreyfði við mörgum og ég ákvað að leyfa því að flakka með þarna í lokin, hengja það við vínyl- inn. Það er reyndar ákveðið lokalag á plötunni og því kemur „París norðursins“ svolítið eins og skratt- inn úr sauðarleggnum þarna í lokin. Það verður bara að hafa það,“ segir hann og bætir við að Sorrí hafi ver- ið gefin út sem ákveðin heild á sín- um tíma. „París norðursins“ var valið lag ársins á tónlistar- verðlaunum 365. Von á nýju efni frá Prins Póló „Við erum að fara að spila á Bræðslunni núna um helgina og svo erum við aðeins farin að skoða túr í Þýskalandi. Þetta verður síðan bara frekar tilviljunarkennt. Það er eng- in vél sem fer í gang við þessa út- gáfu, sú vél hefur kannski aldrei verið til staðar. Við munum meira bara taka því sem að höndum ber, vinna þetta þannig,“ segir Svavar Pétur en sveitin sem kemur fram með honum hefur tekið þó nokkrum stakkaskiptum í gegnum tíðina. „Núna er það Berglind Häsler á hljómborð, Benedikt Hermann Her- mannsson á bassa og Kristján Freyr Halldórsson á trommur. Þetta er kjarninn. Þetta er þó alltaf breytingum háð, ég hef alveg verið að fara á svið með þeim sem eru í húsinu hverju sinni. Þetta er ekkert í of föstum skorðum þó svo þetta sé svona kjarnabandið,“ segir hann. Svavar Pétur bætir einnig við að verið sé að vinna að nokkrum lögum um þessar mundir. „Ég og Axel Árnason, pródúsent- inn okkar, byrjuðum að taka upp nokkur lög í vor. Það liggja nú fyrir nokkur lög til þess að vinna áfram en ég get ekki lofað því að það sé nein plata að koma í bráð. Það get- ur þó verið að fljótlega verði ein- hver lög gefin út, svona eitt og eitt í einu. Það er líka ágætt að vinna það þannig. Ég vann Sorrí-plötuna lag fyrir lag og hugsaði aldrei um heild- armyndina fyrr en í lokin. Ég held að ég geri það bara áfram – taki eitt lag í einu eins og ég tek einn dag í einu,“ segir Svavar Pétur að lokum. Eitt lag í einu, einn dagur í einu  Prins Póló gefur út Sorrí á vínyl með París norðursins, titillag samnefndrar kvikmyndar, sem viðauka  Prinsinn kemur til með að spila á Bræðslunni auk þess sem nokkur lög bíða þess að vera gefin út Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Vínyll Vínylútgáfa Sorrí fer einnig í dreifingu um indíbúðir Evrópu í gegnum þýska útgáfufyrirtækið Morr Music. Prins Póló mun jafnframt spila á Bræðslunni á Borgarfirði eystra um helgina auk þess sem nýtt efni er í vinnslu. Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Buxur 14.900,- stk. Buxur frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.