Feykir - 05.12.1984, Side 1
Leikfélag Sauðárkróks:
GALDRAKARLINN í OZ
Frumsýning sunnudag 9. des
kl. 16. Miðapantanir í síma
5654 mill kl. 14 og 16 frá og
með 6. des. Önnur sýning
laugardag 29. des. kl. 14,
þriðja sýning laugardag 29.
des. kl. 16.30, Ijórða sýning
sunnudag 30. des. kl. 16.30,
fimmta sýning sunnudag 30.
des. kl. 20.
Rykir
— fyrir Norðurland vestra
25/1984
Saumastofan
fékk frábærar
móttökur á
Skagaströnd
Leikklúbbur Skagastrandar frum-
sýndi Saumastofuna eftir Kjart-
an Ragnarsson föstudagskvöld-
ið 23. nóv. s.l. Leikstjóri var
Halldór E. Laxness. Undirtektir
leikhúsgesta voru mjög góðar og
fögnuðu þeir lengi í leikslok.
Leikritið hefur þegar verið
sýnt á Hvammstanga og verður
sýnt á Blönduósi laugardaginn
8. des. Síðan verður það aftur
tekið til sýninga á Skagaströnd
milli jóla og nýárs.
Fimm af saumakonunum sex
hafa ekki áður staðið á leiksviði.
Þóttu þær standa sig frábærlega
í sínum hlutverkum, en allar
sóttu þær námskeið hjá Einari
E. Laxness áður en æfingar á
Saumastofunni hófust.
Saumakonurnar leika Dagný
Sigmarsdóttir, Sigrún Jónsdótt-
ir, Hallbjörg Jónsdóttir, Guð-
björg Gylfadóttir, Árdís Indriða-
dóttir og Elín Njálsdóttir. Kalla
sníðamanna leikur Guðmundur
Haukur Sigurðsson, forstjórann
Lárus Ægir Guðmundsson og
mótorhjólagæjann Magnús
Blöndal.
Munu heilar sveitir
leggjast í auðn?
Á síðustu þrettán árum hefur íbúum í sveitum landsins fækkað um
15%. A sama tíma hefur íbúum í þéttbýli fjölgað um 22%. Síðustu
sex ár hefur gífurlegur samdráttur orðið í hefðbundinni
landbúnaðarframleiðslu. Samhliða því hefur afkoma einstakra
bænda versnað verulega og óttast margir að bændum í
hefðbundnum búskap muni fækka mjög á næstu árum. Verði
ekkert að gert mun íbúum sveitanna því enn fækka verulega,
jafnvel svo að heilar sveitir kunna að leggjast í auðn.
Ýmsum sýnist að hér verði að snúa vörn í sókn. Það þurfi að
treysta hinn heíðbundna búskap á ný. Hann er undirstaða
byggðarinnar. Þá þarf að koma upp nýjum atvinnutækifærum í
sveitum til þess að treysta þar búsetu.
Hér í blaðinu er vakin athygli á þessum málum í þeirri von að
það verði til þess að opna umræðu meðal íbúa á Norðurlandi
vestra.
Sjá nánar á bls. 5.
Galdrakarlsins nálgast
Fntmsýning
Á sunnudaginn kl. 16 frumsýnir
Leikfélag Sauðárkróks barna-
leikritið Galdrakarlinn í Oz.
Með helstu hlutverk í sýning-
unni fara þau Katrín Þorkels-
dóttir, Bára Jónsdóttir, Viðar
Sverrisson, Bragi Haraldsson,
Friðrikka Hermannsdóttir, Lára
Angantýsdóttir, Hávar Sigur-
jónsson og María Símonar-
dóttir. Auk þeirra kemur fram
hópur barna í ýmsum hlutverk-
um og gervum, svo og kór tólf
barna undir stjórn Hilmars
Sverrissonar tónlistarkennara.
Hljómsveitarstjórn og útsetn-
ingar eru allar í höndum
Hilmars, en honum til halds og
trausts blæs Haukur Þorsteins-
son í saxófóninn af mikilli list.
Af sérstökum ástæðum
verður ekki unnt að sýna
leikritið nema einu sinni fyrir
jól, en strax þann 29. desember
verða sýningar teknar upp að
nýju af fullum krafti og eru
fyrirhugaðar tvær sýningar
þann dag og tvær á sunnudaginn
30. des.
Heimir gefur út
nýja hljómplötu
Ut er komin ný hljómplata með
Karlakórnum Heimi í Skaga-
firði og ber hún heitið Kom
söngur. Stjórnandi kórsins er
tékkneski tónlistarmaðurinn Jirí
Hlvácek og undirleikari á píanó
er eiginkona hans, Stanislava
Hlaváckova.
Þorvaldur Óskarsson, for-
maður kórsins, sagði í stuttu
spjalli við Feyki að á plötunni
kenndi margra grasa
innlend og erlend sönglög, svo
óg kórlög úr ýmsum þekktum
óperum. Sagði Þorvaldur að
vafalaust mætti þakka hinum
fjölhæfu hjónum frá Tékkó-
slóvakíu það að kórinn hefði
ráðist í flutning og upptöku á
svo stórum verkefnum sem
óperukórlögin eru. Upptökum á
plötunni stjórnaði Sigurður
Rúnar Jónsson hjá Stúdíói
Stemmu og fóru þær fram í
Árgarði og kapellu Fossvogs-
kirkjugarðs vorin 1983 og 1984.
Misskihmgur frá árinu 1936
Lögsaga Sauðárkróks yfír Borgarmýrum staðfest
Skjöl frá 1936 imdirrituð af Haraldi Guðmundssyni ráðherra dregin fram í dagsljósið
Á fundi bæjarráðs Sauðárkróks
ásamt hreppsnefnd Skarðs-
hrepps þann 8. nóvember sl.
voru lögð fram gögn frá árinu
1936 er staðfesta endanlega
lögsagnarrétt Sauðárkróks yfir
eignarlandi úr Borgarmýrum úr
landi Sjávarborgar.
Forsaga málsins er sú að árið
1934 festi Sauðárkróksbær kaup
á umræddu landi og á
sameiginlegum fundi hrepps-
nefnda Skarðshrepps og Sauð-
árkrókshrepps 28. mars 1936
varð samkomulag um að
ofangreind landspilda yrði lögð
undir Sauðárkrókshrepp og
merkjum milli hreppanna breytt
samkvæmt því, en sem
endurgjald skyldi Sauðárkróks-
hreppur greiða Skarðshreppi
200 krónur. Þetta mál féll síðan í
geymsku og að sögn Þórðar
Þórðarsonar bæjarstjóra á
Sauðárkróki virðist sem menn
hafi álitið að þessar 200 krónur
hafi aldrei verið greiddar, né
heimild fengist frá þáverandi
atvinnu- og félagsmálaráðhena
til breytinga á hreppamörkun-
um. Þórður sagði að eftir að
farið hefði verið að kanna þetta
mál til hlítar í haust hefðu komið
í ljós færslur í reikningum
Sauðárkrókshrepps frá árinu
1936 er sýndu að 200 krónurnar
hefðu verið greiddar að fullu,
svo og hefði komið í ljós við
athugum á bréfabók atvinnu-
málaráðuneytisins frá 1936 bréf
frá Haraldi Guðmundssyni til
sýslumanns Skagafjarðarsýslu
er veitti heimild til breytingar
hreppamarkanna. Einnig hefði
fundist eiginhandarafrit ráð-
herrans af sama bréfi í
Þjóðskjalasafninu í Reykjavík.
Aðspurður um hverja þýð-
ingu það hefði fyrir Sauðár-
króksbæ að þetta lögsögumál
væri komið í höfn svaraði
Þórður:
„Þetta hefur ekki skipt miklu
máli gegnum tíðina þar eð engar
byggingar hafa verið á þessu
svæði. Lögsögurétturinn felst
m.a. í því að öll gjöld, s.s.
fasteignágjöld eru greidd til
viðkomandi sveitarfélags, í
þessu tilfelli Skarðshrepps. Þessi
fasteignagjöld hafa verið lítil
sem engin fram á síðustu ár en
nú nema þau u.þ.b. 30-40
þúsund krónum á ári. Og fara
vaxandi eftir því sem meira
verður byggt á þessu svæði. Við
viljum að sjálfsögðu að þeir
fjármunir renni til réttra aðila.
Einnig að hreppamörkin séu
skilmerkilega dregin”
1 framhaldi af þessu hefur svo
bæjarstjórn Sauðárkróks ritað
Félagsmálaráðherra bréf, þar
sem farið er fram á að
ráðuneytið staðfesti endanlega
úrskurð atvinnu- og félagsmála-
ráðherra frá 1936.
Ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun urtt það af hálfu
Sauðárkróksbæjar hvort Skarðs-
hreppur verður krafinn um
endurgreiðslu á öllum gjöldum
sem runnið hafa til hans vegna
þessa misskilnings allt frá árinu
1936.