Feykir


Feykir - 05.12.1984, Síða 4

Feykir - 05.12.1984, Síða 4
4 FEYKIR bókatíðindi Þjóðlegur fróðleikur frá Aldnir hafa orðið, 13. bindi Erlingur Davíðsson skráði. Þessir segja frá: Guðni Ingimundarson, Kópaskeri, Jó- hannes Jónsson, Húsavík, Jónína Steinþórsdóttir, Akur- eyri, Skarphéðinn Asgeirsson, Akureyri, Steinþór Eiríksson, Egilsstöðum, Sveinn Einarsson, Reykjavík og Sæmundur Stef- ánsson, Reykjavík. Göngur og réttir, 2. bindi. Arnes-, Borgarfjarðar og Mýra- sýsla. Bragi Sigurjónsson safnaði og skráði. Bókin er um 480 bls. með fjölda mynda. Aukin og endurbætt útgáfa. Með reistan makka, 4. bindi. Sögur um hesta. Erlingur Davíðsson skráði. Margir landskunnir hestamenn segja frá hestum sínum. Pálmi Jónsson, alþingismaður, ritar forpála. A varinhellunni. Bernsku- minningar frá Langanesströnd- um. Minningabrot Kristjáns frá Djúpalæk. Yfir allri frásögninni hvílir sú heiðríkja hugarfarsins, sú góðlátlega kímni og sá tærleiki máls og stils sem skáldinu er svo laginn. Læknabrandarar. Ólafur Hall- dórsson, læknir, safnaði og Óttar Einarsson bjó til prentunar. Yfir 60 læknar eiga þarna gamansögur og þá eru all margir ófeðraðir brandarar í bókinni. Skjaldborg Örlög og ævintýri, I. bindi. Höfundur Guðmundur L. Friðfinsson. í bókinni eru skráð munnmæli, minningabrot og fleira. Óvenjuleg bók og vönduð að efni með fjölmörgum myndum og teikningum af bæjum. Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna. Þriðja bindi ritsafns Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöll- um. í þessari bók er mikinn fróðleik að finna og fjöldi fólks kemur þar við sögu. Árni J. Haraidsson bjó til prentunar. Gott fólk. Viðtöl og frásagnir eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík, sem fyrir löngu er orðinn landskunnur fyrir bækur sínar. Þetta er skemmtileg og fróðleik bók með fjölda mynda. Bændur Fjárræktarfélög Eigum ennþá til örfáar Danvægt fjárvogir á gömlu verði. Breidd 50 sm (innanmál) Hljóðlátar Asfaltklæðning í botni. Tölvuvog kr. 22.750:- Reisluvog kr. 12.350:- Sími 95/5200-5874 JÓLAVÍDEO við allra hæfi Tryggið ykkur óskaspólurnar og tæki yfir jóladagana (allir vita hvernig sjónvarpið er). SÝNISHORN AF ÞEIM RÚMLEGA 250 TITLUM SEM A BOÐSTÓLUM ERU: 1. Mistrals Daughter l-lll. Mynd fyrir alla fjölskylduna. 2. Krull. Ævintýramynd sem gefur Stjörnustriöi ekkert eftir. 4. Midnight Express. Þessa þarf ekki að kynna. Ein mest umtalaða mynd slðari ára. 5. Englar reiðinnar. Fyrir þá sem vilja góða mótorhjóla- mynd. 6. Bláa þruman. Spennumynd í sérflokki. 7. Upp á lif og dauða. En ekki hvað? 8. Tootsie. Nú er hún komin með islenskum texta. Tryggið ykkur þessa. 9. The Warriors. Ef þú hefur ekki séð þessa þá áttu góða stund i vændum framan við tækið. Hreint frábær. 10. Nálaraugað. Michael Caine í einni sinni bestu mynd. 11. The Hunter. Stoppar ekki við á leigunni. 12. Sweeney l-ll. Höfumfengið þessar aftur á leiguna. 13. Absence of Malice. Paul Newman og Sally Field tryggja góða mynd. 14. California Suite. Gaman- mynd í sérflokki. Handrit eftir háöfuglinn Neil Simon. Teiknimyndir - barnamyndir, fjölskyldumyndir - gamanmyndir - löggumyndir - bófamyndir- kúrekamyndir geimmyndir - ævintýramyndir. ÞÚ FINNUR RÉTTU MYNDINA HJÁ OKKUR! ÁBÆR - SAUÐÁRKRÓKI - SÍMI 5371 ÞITT EIGIÐ ÆVINTÝRI TIMAHELLIRINN Þú ert söguhetjan í þínu eigin ævintýri Þú ert týndur i ókunnum, dimmum helli. Smám saman tekst þér að grilla í tvenn hliöargöng. önnur göngin liggja í bugðum niður á við til hægri. Hin liggja upp á við til vinstri. Það hvarflarað þér aö göngin niöur á við liggi til fortíðarinnar, en hin til framtíöarinnar. Ef þú velur göngin titvinstri, flettuaöbls. 20. Ef þú velur göngin til hægri, flettu að bls. 61. Hvað gerist næst í sögunni? Það veltur allt á því hvað þú vetur. Hvernig endar sagan? Þú einn ákveður það. Og það besta við allt saman: Þú getur lesið bókina aftur og aftur þangaö til þú hefur ekki aðeins einu sinni, heldur oft, lent í Sþennandi ævintýrum. „Þetta er stórkostleg bók, ég las hana niu sinnum sama kvöldið—og alltaf ný og ný saga. Frábært!” sagði Dóra 12 ára. Og kennararnir mæla líka meö bókinni: „Hún fær krakkana til að hugsa—og hafa gaman af því." Þú velur um 40 sögulok. Það gerist ekki skemmtilegra. tímahÖ:1:""- STJÖF JÆKUR Sicían Jónvícm RITSAFN I DjÚPDÆLA SAGA Tvær sögulegar Ritsafn Stefáns á Höskuldsstöðum -1. bindi Djúpdælasaga Hafin er útgáfa á ritsafni Stefáns Jónssonar fræðimanns frá Höskuldsstööum í Skagafirði. Hann stundaði ritstörf og fræði- mennsku í meiraen 7 áratugi, ogerDjúpdælasagahansstærsta verk. f Djúpdælasögu er bæði greint frá stórtíðindum og ýmsu smálegu. I heild sinni lýsirsagan mannlífi á 18. og 19. öld meðeinkar líflegum og greinargóöum hætti. Að stofni til er hún ættarsaga Djúpdæla frá því um 1700 til seinni hluta 19. aldar. Segir þar mest frá Eiríki Bjarnasyni (Mera-Eiríki) og afkomendum hans, en fjöldi manna er viöriðinn atburði sögunnar, margir þeirra landskunnir. Bókin er 263 síöur, prýdd um 40 myndum og fylgir nafnaskrá. Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg samdi inngangsorð um Stefán. Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 - II. bindi I 6. bók af Skagfirzkum æviskrám birtast alls 190 þættir um skagfirzka búendur frá tímabilinu 1850-1890, raktar eru ættir þeirra og getið barna. Auk þess er talinn æviferill, nefnd búseta og efnahagur og fjölmargar aörar uþplýsingar, eftir því sem heimildir greina. Bókin kemur inn á ættir víða utan Skagafjarðar, einkanlega úr Húnavatnssýslu og Eyjafirði. Hún er um 370 síður með itarlegri heimilda- og nafnaskrá. SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA Safnahúsinu - 550 Sauðárkróki - sími 95/5424.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.