Feykir


Feykir - 05.12.1984, Side 3

Feykir - 05.12.1984, Side 3
ÍEYKIR Miðvikudagur 5. desember 1984. bókatíðíndí Héraðsbókasafn Skagfirðinga 80 ára Héraðsbókasafn Skagfirðinga er 80 ára á þessu ári. Þess var minnst með samsæti á miðvikudaginn í síðustu viku og komu þar saman sýslunefndar- menn, bæjarstjómarmenn, starfs- menn safnsins og fleiri. Kári Jónsson, póstmeistari, er formaður bókasafnsstjórnar og bauð hann gesti velkomna með stuttu ávarpi. Hjalti Pálsson, bókavörður, flutti stutt erindi um bókasafnið og bækur yfirleitt. í upphafi rakti hann aðdraganda að stofnun safnsins og sagði þá m.a. að e.t.v. mætti rekja þann aðdraganda til þess að séra Zophonías Halldórsson í Viðvík skrifaði sýslunefnd bréf árið 1898 þar sem hann hvatti til stofnunar sýslubókasafns. Lagði hann til í þessu bréfi sínu að Landssjóður afnæmi styrk til Amtsbókasafnsins, sem hann sagði að hefði litla möguleika til að þjóna almenningi eða til eflingar almennrar menntunar í landinu vegna fjarlægðar. Erindi Viðvíkurklerksins fékk neikvæðar viðtökur í fyrstu og vildi sýslunefnd reyna til þrautar þjónustu Amtsbóka- safnsins. Hins vegar fór svo að sú þjónusta reyndist aldrei fullnægjandi, þannig að árið 1904 var ákveðið að stofna sýslubókasafn á Sauðárkróki. Voru kosnir þrír menn til að semja reglugerð safnsins og kaupa inn bækur. Arið eftir var reglugerðin samþykkt og kosin þriggja manna bókasafnsnefnd. Ekki er ljóst hvar safnið var til húsa fyrstu árin, en snemma tók Isleifur Gíslason, kaupmaður, við bókavörslu og var safnið lengi til húsa hjá honum að Aðalgötu 6. Arið 1937 eru vatnaskil í sögu safnsins, en þá flyst það í bókhlöðu við Suðurgötu 7 og um svipað leyti var séra Helgi Konráðsson ráðinn umsjónar- maður þess. Þegar séra Helgi tók við safninu var það lítið að vöxtum (tæp 1.100 bindi) og í slæmu ástandi, en hann tókst Safnahúsið við Faxatorg. þegar á hendur að skrá safnið og gerði vandaða tvöfalda spjald- skrá yfir allar bækur þess. Hann fékk og Stefán Magnússon bókbindara í lið með sér og eftir það sá Stefán um allt bókband fyrir safnið til dauðadags, í 43 ár. í tíð séra Helga óx safnið mjög mikið og var til þess tekið hve hann keypti vandaðar bækur. Auk þess áskotnuðust safninu stórar bókagjafir. Árið 1956 tók Björn Kári Jónsson og Hjalti Pálsson. Daníelsson, skólastjóri, við bókavörslu. Um 1960 er svo komið að þrengsli á bókasafn- inu koma í veg fyrir frekari stækkun þess og var þá farið að ræða um byggingu nýs safnahúss. Næstu fimm ár fóru í undirbúning, en í júní 1965 var hafist handa við byggingu Safnahússins við Faxatorg. Um jólaleytið 1969 var safnið flutt suður Suðurgötuna í hið nýja hús Björn Daníelsson lést vorið 1974 og um hausið 1975 var í fyrsta skipti ráðinn bókavörður í fullt starf, var það Eiríkur Rögnvaldsson, sem gengdi því um eins árs skeið, en þá tók Hjalti Pálsson við af honum og hefur gengt starfinu síðan. Elstu útlánatölur bókasafns- ins eru frá árinu 1957. Þá var bókaeign safnsins um 7.000 bindi og útlán 3.846. Árið 1980 er bókaeignin 16.800 bindi og útlánin 35.656. Hámarki náðu útlán árið 1982 þegar þau urðu 38.464 bindi. Nú mun bókaeignin vera orðin um 20.000 bindi. Útlánstölur safns- ins eru með þeim hæstu á hvern íbúa, miðað við önnur bókasafnsumdæmi á landinu. í erindi sínu mæltist Hjalta Pálssyni m.a. svo: „Það er sagt að bækur geymi allan fróðleik og þekkingu mannsins og bækurnar og bókasöfnin séu hinn eini sanni háskóli sem sé öllum opinn. Þetta er að miklu leyti rétt. Við þekkjum mörg dæmi um menn sem kallaðir eru sjálfmenntaðir, hafa lítt eða ekki setið á skólabekk en eru þó mun betur að sér en margur langskólageng- inn. Skólaganga, a.m.k. fram á háskólastig, gerir ekki annað en opna mönnum sýn, það er eins og að fá mönnum lykla að garði þekkingarinnar, en hann verður sjálfur að opna hliðið og bjarga sér áfram í þeim garði.” Nýtt bókaforlag Nýtt bókaforlag á Sauðárkróki, Stjörnubækur, hefur gefið út barna- og unglingabókina Tímahellinn eftir Edward Packard. Er það fyrsta bókin í bókaflokknum „Þitt eigið ævintýri”, en bækurnar í þeim bókaflokki eru sérstakar að því leyti, að lesandinn sjálfur er söguhetjan og ræður framvindu sögunnar. Bókaflokkur þessi hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Guðbrandur Magnússon hjá Stjörnubókum sagðist hafa náð samningum við bandaríska útgáfufyrirtækið um einkarétt á útgáfu bókanna hér á landi. Kvaðst hann vona að þessi útgáfa gæti orðið grundvöllur að frekari bóka- útgáfu. og ævintýri Örlög Út er komin ný bók eftir Guðmund L. Friðfinnsson á Egilsá í Skagafirði. Örlög og ævintýri heitir bókin og undirtitill er Æviþættir, munn- mæli, minningabrot og fleira og er þetta fyrra bindi sem nú kemur út. Káputeikning er eftir Kristinn G. Jóhannsson og útgefandi er Skjaldborg. Guðmundur L. Friðfinsson hefur fengist töluvert við ritstörf í gegnum tíðina og er það sem eftir hann liggur mjög fjölbreytt að efni og formi, unglingabæk- ur, skáldsögur, smásögur, ljóð, sagnaþættir og leikrit. „Ég þarf alltaf að finna mér eitthvert nýtt form að fást við, þó mér þyki ekki eins skemmtilegt að fást við nokkuð eins og leikritun. Ég hef geysilega gaman af því að spinna upp samtöl. Það hafa verið flutt eftir mig framhaldsleikrit í útvarp og eitt í sjónvarpinu. Það er hins vegar mjög erfitt að komast að í leikhúsunum með leikrit og ég skil reyndar mæta vel það sem þar liggur á bak við; það er fjárhagslegt happdrætti að veðja á nýja leikritahöf- unda.” Hvers konar efni er í nýju bókinni? „Þetta er bók um mannlíf og umhverfi. Ég held að óhætt sé að segja að þetta sé í hnotskurn aldarspegill kyrrstöðutímabils- ins, rétt áður en tæknin hélt innreið sína. Þó margir hafi á undan mér skrifað um ýmis konar þjóðlegan fróðleik, þá eru tilbrigðin svo mikil í mannlífinu að kynlegir kvistir koma ætíð fram. Það er sérstæður blær yfir þessu tímabili Islandssögunnar og fólkið á sér merka sögu sem mér finnst gaman að geta komið á framfæri í bókinni. Það er blandað saman þjóðsögum, munnmælum og gamanmálum. Inn á milli geri ég svo góðlátlegt grín af sjálfum mér. Þetta er ekki saga ákveðinnar ættar, afkomendur þess fólks sem fjallað er um er dreift um allt land og sumir búa jafnvel í Vesturheimi. I seinna bindinu verða merkilegar ættarskrár eftir Torfa Sveinsson á Klúkum í Eyjafirði frá 1832. Hann er talinn virtur og merkilegur ættfræðingur. Einnig eru í bókinni ættaskrár sem Stefán Jónsson á Höskulds- stöðum samdi og einnig eftir Eið Guðmundsson á Þúfnavöllum. Annars verður efnið í síðara bindinu mjög svipað því fyrra. í báðum bókunum er fjöldi mynda og í seinna bindinu verður heimildaskrá og nafna- skrá. Jón Hallsson, vinur minn og nágranni, aðstoðaði mig við nafnaskrána, en það er mikið og erfitt verk.” Var erfiít að setja þessa bók saman? „Ég hef aldrei áður skrifað svona bók og ég efast um að ég hefði lagt út í það hefði ég ímyndað mér hversu erfitt þetta yrði. Það er t.d. mjög bagalegt að hafa ekki bókasafn í nágrenninu sem hægt er að hlaupa til þegar maður þarf á upplýsingum að halda til að geta haldið áfram vinnunni. Það þýðir þó ekki annað en að skyrpa í lófana og halda áfram þegar maður er kominn út í þetta. Þetta er þó ekki eintóm fræðimennska, það er léttmeti innan um — munnmæli og draugasögur. Ég er hvorki ættfræðingur né fræðimaður og því kostar þetta allt meiri vinnu en ella við t.d. heimildaöflun. Það sem fyrst og fremst þarf til er þolinmæði og vinna. Margir góðir menn hafa aðstoðað mig í þessu, t.d. Ásgeir S. Björnsson frá Ytra-Hóli á Skagaströnd, kennari við Kennaraháskólann, Hjalti Pálsson, safnvörður á Sauðárkróki, Eiður Guðmunds- son á Þúfnavöllum og Indriði Indriðason ættfræðingur frá Fjalli.” Hvernig gekk þér að finna myndir frá þessu tímabili sem þú segir frá? „Það var talsverð fyrirhöfn. í bókinni eru auk ljósmynda teikningar afgömlum bæjum frá því um 1880 eða fyrr. Þá eru í bókinni ljósrit af merkilegum skjölum, t.d. lækningaleyfi Gríms Magnússonar græðara, dagsett í Nesi við Seltjörn í júlí 1791 og undirskrifað af Jóni Sveinssyni landlækni. Einnig er birt uppboðsskrá á hluta af dánarbúi Stefáns Tómassonar læknis á Egilsá—það er frá því um vorið 1865. Á þessu uppboði voru seldir ýmsir sérkennilegir munir og allt verðgildi skráð í gömlu myntinni. Þá ber að geta merkiiegrar verðskrár frá 1890- 1900 sem Björn í Bæ skráði eftir verslunarbókum föður síns og afa.” Hafðirðu gaman af að skrifa þessa bók? „Ég er nú alls ekki búinn enn, mikil vinna er eftir við seinna bindið. En gaman? Já, annars væri ég ekki að þessu. Ég hef aldrei skrifað á sumrin—bara á veturna. Ég er svo mikið náttúrubarn að ég vil geta sýslað úti á sumrin við t.d. skógræktina á Egilsá. Ég get ekki hugsað mér að sitja inni við skriftir í góðu veðri.”

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.