Feykir


Feykir - 05.12.1984, Síða 7

Feykir - 05.12.1984, Síða 7
byggðamál FEYKIR 7 Eðlileg þróun - eða alvarleg hætta? Á síðustu 15 árum hefuríbúum í sveitahreppum Austur- Húna- vatnssýslu fækkað úr 1132 í 943 eða um 17%. í tveimur hreppanna hefur íbúum fækkað um fjórðung á þessu tímabili. I Bólstaðarhlíðarhreppi voru 200 íbúar 1968 en voru í fyrra 154.1 Skagahreppi var 101 íbúi árið 1968 en 76 í fyrra. Aðeins hefur orðið fjölgun í einum af sveitahreppum A.- Hún. á þessu tímabili en það er í Svínavatnshreppi, þar fjölgaði íbúum úr 164 í 172. Á þessu tímabili hefur íbúum þéttbýlisstaða í hérðinu fjölgað nokkuð þannig að íbúafjöldinn í Austur-Húnavatnssýslu hefur vaxið úr 2304 í 2640 eða um 14%. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um 18% þannig að fólksfjölgun í A. Hún. á þessu tímabili nær ekki landsmeðaltali. Á síðustu 13 árum hefur íbúum í sveitarfélögum þarsem íbúar eru yfir 200, fjölgað um 22%. Á sama tíma hefur fækkað um 15% í sveitarfélögum með færri en 200 íbúa. Með þessar staðreyndir í huga ræddi blaðamaður Feykis við tvo Húnvetninga. Fyrst varð Árni S. Jóhannesson kaup- félagsstjóri fyrir svörum. Ný atvinnutækifæri í sveitimar „Verði ekki veruleg breyting á er hætt við að fólki fækki enn verulega í sveitum,” sagði Árni S. Jóhannesson kaupfélagsstjóri á Blönduósi þegar við hann var rætt um þessa miklu fólksfækk- un í sveitunum. „Hagur bænda hefur versnað mjög mikið hin síðari ár. Framleiðslan hefur dregist verulega saman. Sauð- fjárinnlegg er nú um fjórðungi minna en þegar það var mest hér í sýslu og mjólkurframleiðslan hefur dregist saman um 20%. Afkoman er öll á niðurleið og verði ekki snúið snarlega við, óttast ég að mjög margir bændur verði að hætta búskap,” sagði Árni. Hann sagði ennfremur að sér sýndist að við verðlagningu á landbúnaðarvörum hefði alls ekki verið tekið tillit til þessa mikla samdráttar í framleiðsl- unni. Því til viðbótar væri verðlagningin í verðlagsgrund- vellinum röng í einstökum atriðum þannig að hvorki bændur né vinnslustöðvar þeirra fá það verð sem þeim er í raun ætlað í verðlagsgrundvelli. — Hvað er til ráða? „Ef bændur taka sig ekki á sem stétt og snúa vörn í sókn er alvarleg_ hætta fyrir dyrum,” sagði Árni. „Menn verða að koma á fót nýjum atvinnutæki- færum í sveitunum og til þess á að ná því fjármagni, sem ríkisvaldið ætlar að setja í nýjar atvinnugreinar.” — Hvaða atvinnugreinar? „Þar getur margt komið til og fer nokkuð eftir aðstæðum á hverjum stað. Það má benda á loðdýrarækt, þó vissulega séu þar enn ýmsir byrjunarörðug- leikar. Það má benda á ýmiskonar smáiðnað, t.d. úrvinnslu á landbúnaðarvörum. Þegar eru komnar saumastofur í nokkrar sveitir sem skapa drjúga atvinnu. Sum staðar eru möguleikar á fiskirækt og víða er unnt að hafa tekjur af ferðamannaþjónstu. Möguleik- arnir eru því ýmsir. Meginmálið er að ná atvinnutækifærunum inn í sveitirnar þannig að fólksstraumurinn úr sveitunum haldi ekki áfram,” sagði Árni S. Jóhannsson að lokum. Hefðbundinn búskapur undirstaðan en fleira þarf til Þá ræddi blaðamaður við Jóhannes Torfason á Torfalæk, formann Búnaðarsambands Aust- ur Húnvetninga og spurði hann hvaða leiðir hann sæi til þess að snúa þessari alvarlegu þróun við. „I fyrsta lagi verður að bæta rekstrarstöðu hins hefðbundna búskapar. Hann er undirstaða þess að byggð haldist í sveitunum. Það þarf því að skapa rými til þess að þeir, sem eru við hefðbundinn búskap, geti haft af því starfi lífsviðurværi, jafnframt því sem þeir þurfa að ná því framleiðnimarkmiði, sem stefnt er að. í þessu sambandi er hvað mikilvægast að greitt verði allt umsamið verð þegar búvara er afhent á vinnslustöð. Á síðustu fimm til sex árum hefur hlutur launaliðar lækkað úr því að vera um helmingur af verði vörunnar í það að vera um þriðjungur. Þetta þýðir að útborgun á launum bónda og fjölskyldu hans er komin úr um 60% niður í um 40%. Með öðrum orðum: bóndinn þarf nú að bíða í um ár eftir því að fá um 60% af kaupi sínu og verður það til þess að stór hluti af einkaneyslu hans er fjármagnaður með lánsfé. Þá þarf að tengja saman innlenda fóðuröflun, kjarnfóð- urskömmtun og kjarnfóður- skatt. Það er nauðsynlegt tilþess að skapa grundvöll fyriraukinni fóðuröflun heima á búunum og þar með aukna atvinnu i sveitunum. Það hefur sýnt sigað notkun heyköggla er ein af þeim leiðum sem eru að því marki að auka heimaöflun fóðurs og spara með því útgjöld búanna og gjaldeyri. Þá má nefna nýjungar í votheysverkun sem leið að sama marki. í öðru lagi er mikilvægt að efla nýjar búgreinar í sveitum, t.d. loðdýrarækt. Einnig er mikil- vægt að nýta frekar en gert er ýmis hlunnindi og er ég þá sérstaklega með veiðihlunnindi í huga. í þriðja lagi er mikilvægt að ná inn í sveitirnar sem fjölbreytt- astri atvinnustarfsemi, sem á einn eða annan hátt tengist þeirri atvinnu sem þar er fyrir. 1 þessu sambandi má benda á ýmiskonar þjónustustörf, t.d. akstur í sambandi við land- búnaðinn, skólaakstur, kennslu- störf o.fl. í tengslum við allt það sem hér hefur verið sagt verður að gera þá kröfu til stjórnvalda aðstaðið verði við öll stóru orðin um nauðsyn þess að efia nýjar búgreinar. Það má benda á það, að nú vantar 70-80 milljónir króna á núverandi verðlagi til þess að staðið hafi verið við lög, sem sett voru í þessu sambandi árið 1979. Þá vantar ennþá 20 af 60 stöðugildum sem um var samið 1978 vegna forfallaþjónustu í sveitum, en bændur gáfu þá eftir 3% af búvöruverðshækkun og var lofað þessari forfallaþjón- ustu í staðinn.” Almenn óánægja með nýia sveífar; stjómanrumvarpið Miklar og líflegar umræður urðu á sameiginlegum fundi Sýslunefndar Skagafjarðar- sýslu og oddvita allra hreppa sýslunnar s.l. fimmtudag. Efni fundarins var nýtt frumvarp til sveitarstjórnar- laga og að sögn Halldórs Þ. Jónssonar, sýslumanns, kom fram mjög almenn óánægja með tvö atriði þessa nýja frumvarps. Er það annars vegar um að ræða lögþving- aða sameiningu hreppa er talið hafa 100 eða færri íbúa s.l. þrjú ár. Þótti mönnum sem þarna væri verið að seilast til yfirráða í málefni sem íbúar viðkomandi hreppa ættu að ákvarða sjálfir. Einnig kom fram mikil og almenn andstaða við hugmyndir í frumvarpinu um að leggja niður sýslu- nefndir og taka upp héraðsþing í þeirra stað. Halldór Þ. Jónsson sagði að á fundinum hefði verið kosin nefnd til að skila áliti um frumvarpið og mætti búast við því fljótlega upp úr áramótum. Sýslufundi var framhaldið á föstudag og voru þar lagðir fram reikningar hrepps- nefnda, þeir yfirfarnir og samþykktir. Sagði Halldór að þar hefði eiginlega verið um framhaldsaðalfund sýslu- nefndar að ræða frá því í vor. Þjóðlegt, Ijúffengt og ódýrt Laufabrauð Við fullyrðum að laufabrauðið okkar stenst þínar kröfur, og að þú getir hvergi keypt ódýrara laufabrauð. Þú getur annað hvort fengið það skorið eða óskorið. Pöntunum veitt móttaka fram til 20. desember. SPARIÐ YKKUR TÍMA OG ERFIÐI í desember verðum við með: Brúna og hvíta svamptertubotna, brúna og hvíta marensbotna, fransk- brauðsbotna, búttudeigsbotna, brauð- tertubrauð, rúllutertubrauð, tartalettur, rjómatertur, rjómahringi og síðast en ekki síst mikið úrval af Ijúffengum smákökum. Sauðárkróks- r B SÍMI 5127 Fisher Price leikföngin eru sígild og traust. Fást í Skagfirðingabúð. Kristjánsson hf.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.