Feykir - 05.12.1984, Qupperneq 5
FEYKIR 5
Ekki eðlilegt að
mismuna mjólkur-
framleiðendum
„Meginniðurstaða ráðstefnunn-
ar var sú, að ekki er á neinn hátt
eðlilegt að mismuna mjólkur-
framleiðendum eftir því hvar
þeir búa, enda er það nauðsyn
fyrir þjóðfélagið að mjólk sé
framleidd um allt land. Þá þarf
að tryggja bændum sömu tekjur
fyrir vinnu sína ogsambærilegar
stéttir í þjóðfélaginu hafa og það
þarf að tryggja öllum neytend-
um jafnan aðgang að fyrsta
flokks búvöru hvar sem er á
landinu,” sagði Þorsteinn H.
Gunnarsson, bóndi á Syðri-
Löngumýri í samtali við
blaðamann Feykis. Þorsteinn er
nýkominn af ráðstefnu mjólkur-
framleiðenda, forsvarsmanna
vinnslustöðvanna o.fl. hags-
munaaðila, sem haldin var í
Reykjavík.
Þetta er fyrsta ráðstefna
sinnar tegundar og töldu margir
rétt að halda slíkan fund, svo
mikil umræða sem nú fer fram í
þjóðfélaginu um stöðu mjólkur-
iðnaðarins og mjólkurfram-
leiðslu almennt.
í fyrra gerði Hagvangur hf.
samanburð á mismunandi
reksturskostnaði mjólkurbúa
utan 1. sölusvæðis. Þessi
könnun var gerð að frumkvæði
stjórnar Sölufélags Austur
Húnvetninga. Þegar niðurstöð-
ur Hagvangs hf. lágu fyrir
óskaði stjórn SAH eftir því við
Framleiðsluráð að sambærileg
könnun yrði gerð á 1. sölusvæði,
þ.e. á Suður- og Vesturlandi.
Ekki var talin ástæða til þess af
hendi Framleiðsluráðs. Eftir að
fulltrúar norðan Holtavörðu-
heiðar höfðu krafist þess á
ráðstefnunni, að yfirliti um
reksturskostnað mjólkursam-
laganna á 1. og 2. sölusvæði yrði
dreift meðal fundarmanna, var
orðið við þeirri ósk. Á þessu
yfirliti kemur fram að reksturs-
kostnaður mjólkurbúanna á 1.
sölusvæði var kr. 5,43 pr.
innveginn lítra árið 1983 en kr.
7,23 á 2. sölusvæði. Þama
munar 1,80 kr. pr. innveginn
lítra. Sé dæmið skoðað nánar
kemur í ljós að meginástæðan
fyrir þessum mun er miklu hærri
vaxtakostnaður af birgðum á 2.
sölusvæði heldur en á 1.
sölusvæði. Þessi munur er 1,55
kr. pr. lítra.
„I þessu sambandi er rétt að
vekja rækilega athygli á því,”
jtá oj&ánaðÍMtleild
NÖTOLACT orkugjafi fyrir kýr, til að
fyrirbyggja súrdoða og auka sykurmagn í
blóðinu. Einn pakki 21 kg. hæfilegur skammtur
fyrir eina kú, daglega fyrir og eftir burð (6
vikur).
NÖTACÉT (fljótandi) til að eyða súrdoða sem
þegar er fyrir hendi og hækka blóðsykur
magnið. Fljótvirkt og árangursríkt. Einn brúsi
1.8 lítrar hæfilegur skammtur fyrir eina kú.
GAMATOX baðduft, eyðir tilteknum
sníkjudýrum úr húð og hári húsdýra.
f ár er baðár, eigum baðduftið til í 500 g
pökkum og er það sérstaklega ætlað til
böðunar sauðfjár.
Einnig NUTRICHIP vítamín fyrir hesta og
saltsteinar, hvftir, rauðir og bláir.
Selt í kaupfélögunum um land allt og í verslun
okkar Ármúla 3.
Leiðbeiningar á íslensku fyrir öll þessi efni.
BÚNADARDEILD
sagði Þorsteinn, „að fjárbinding
samlaganna á Norðurlandi í
birgðum er 6-10 krónur á hvern
lítra af innveginni mjólk. Á
sama tíma er fjárbinding
samlaganna á Selfossi og í
Borgarnesi 2-3 krónur á lítra.
Munurinn liggur i því að
samlögin fyrir sunnan selja
meginhluta sinnar framleiðslu
beint á markað, en hin samlögin
sitja uppi með birgðir.”
Á ráðstefnunni voru menn
sammála um það megin
markmið að verðlagningu,
verðtilfærslu og verðmiðlun sé
þannig fyrir komið að öll
mjólkurbúin hafi jafna mögu-
leika til að greiða framleiðend-
um rétt verð fyrir mjólkina, að
því tilskyldu að þau uppfylli
sanngjarnar kröfur um hrá-
efnisnýtingu og hagkvæmni í
rekstri eiris og segir í ályktun
ráðstefnunnar.
Þá segir í ályktuninni:
„Ráðstefnan telur að framleið-
endur eigi framvegis sem hingað
til að reka mjólkurvinnslu-
stöðvarnar og vera eigendur
afurðanna í gegnum vinnslu og
heildsölu. Viðendurskoðunlaga
um framleiðslu og verðlagningu
búvara ber að taka mið af
þessum ásetningi bænda. Jafn-
framt er knýjandi að finna leiðir
til þess að gera vinnslustöðvun-
um kleift að greiða framleiðend-
um andvirði vörunnar að fullu
sem næst við móttöku.”
Utflutningsbætur komu til
umræðu á ráðstefnunni og töldu
menn alls ekki rétt eða
sanngjarnt að bændur gefi með
öllu eftir núverandi rétt sinn á
stuðningi ríkisvaldsins við
útflutning, eins og segir í
ályktuninni. Þá segir að komi til
þess að bændasamtökin taki
upp beina samninga við
ríkisvaldið um verðlagningu
búvara og önnur kjaramál
stéttarinnar er nauðsynlegt að í
þeim samningum felist ábyrgð
ríkisins á fullu verði á ákveðnu
magni af búvörum og þar með
talin einhver sala á erlendum
markaði.
Þorsteinn var beðinn að
segja álit sitt á því hvort
eitthvert gagn sé að svona
ráðstefnum og hvort vænlegt
væri fyrir t.d. sauðfjárbændur að
halda slíka ráðstefnu.
„Ég vona að þessi ráðstefna
mjólkurframleiðenda verði til
þess að bændur úr hinum ýmsu
héruðum landsins skilji nú betur
sjónarmið hvers annars og finni
nauðsyn þess að standa saman
um kjara- ogframleiðslumálsín.
Átök milli vinnslufyrirtækja
geta aldrei leitt til góðs fyrir
bændur. Kjaramál sín eiga
bændur fyrst og fremst að ræða
innan búnaðarfélaganna og á
Stéttarsambandsfundum. Ég
held þó að það sé mjög brýnt
fyrir sauðfjárbændur að ræða sín
mál, sérstaklega vegna breyttra
viðhorfa í landbúnaði.”
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
BÆNDUR
tókuð þið eftir?
Sláttuþyrla, með eða án knosara og tætlu. Þið
getið haft bæði knosarann og tætluna á
samtímis. Sláttuþyrla með tætlu sparar bæði fé
og tíma. örfáar vélar eftir á vetrarverði: Þyrlan á
kr. 38.810 — tætlan á kr. 8.560.
Með kveöju,
BOÐI S.F.
Skútahrauni 15
Hafnarfirði
Sími 91-54933
AXEL H. GÍSLASON
Miðdal
Skagafirði
Sími 95-6077