Feykir - 05.12.1984, Side 2
2
FEYKIR
umrseður
KULDASKÓR
SPARISKÓR
BARNASKÓR
SKÓR
aALLA FJÖLSKYLDUNA
TÖSKUR OG HANSKAR
OPNUNARTÍMI: laugardag 15. des til kl. 18
10-18 og fimmtudag 20. des til kl. 19
föstudag 7. des... til kl. 19 föstudag 21. des.. til kl. 22
laugardag 8. des . til kl. 18 laugardag 22. des til kl. 23
föstudag 14. des.. til kl. 20 mánudag 24. des . til kl. 13
Verslið í sérverslun
þar sem úrvalið er
SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS
AÐALGÖTU 10, SÍMI 5405
Jólatilboð Ábæjar
10% afsláttur af öllu konfekti. Gæöakonfekt frá Nóa,
Síríusi, Panda, Nestley, Anton Berg, Mclntosh,
Barnoie. ALLT MEÐ 10% AFSLÆTTI FYRIR JÓLIN!
Fyrir jólin veitum viö mikinn afslátt af öllum
gosdrykkjum og öli: Egils, Coca Cola, Pepsi, Sanitas.
Veitum góðan afslátt sé keypt í hálfum eða heilum
kössum.
Kynnið ykkur afsláttinn í Ábæ fyrir jólin.
ÞAÐ BORGAR SIG!
Feykir
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAOUR: Guðbrandur
Magnússon. ÚTGEFANDI: Feykir hf. PÓSTFANG:
Pósthólf 4, 550 Sauöárkrókur. SÍMI: 95/5757.
STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr.
Hjálmar' Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F.
Hjartarson, Sigurður Ágústsson. BLAÐAMENN:
Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson.
ÁSKRIFTARVERÐ: 23 kr. hvert tbl.; í lausasölu 25 kr.
GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 100 kr. hver
dálksentimetri. ÚTGÁFUTlÐNI: Annan hvern
miðvikudag. PRENTUN: Dagsprent hf. SETNING
OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon.
SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauöárkróki.
Yitgrannir vöðvar
í 24. tölublaði Feykis er grein
sem vakti athygli mína og ber
hún yfirskriftina „Vitið í
vöðvunum”.
Eftir að hafa lesið greinina
læddist að mér sá grunur að sá
sem undir hana ritar, Rúnar
Armannsson, hefði fengið
einhvern til að semja hana fyrir
sig, því greinin er nokkuð vel
sett saman. Eftir því sem þessi
Rúnar kemur mér fyrir sjónir þá
er það greinilegt að ekki er vitið
mikið ef það er í vöðvunum, því
af virðast nú frekar grannir og
ekki sýndist mér á þessari
umræddu skemmtun að hann
geymdi mikið af viti í höfðinu,
hvort sem heilinn í honum er
ferkantaður eða ávalur. Eg ætla
ekki að fara að rífast um þennan
bíl sem talað er um í greininni,
en mér hefur verið sagt að það
hafi vantað a.m.k. annað ef ekki
bæði númerin á bílinn þegar Rúnar
kom á honum á þessa
skemmtun.
Það er farið skakkt með í
upphafi umræddrar greinar að
þetta hafi verið árshátíð
frystihússins. Rétt er að
verkalýðsfélagið Arsæll hélt
þessa árshátíð og máttu aðeins
koma þar félagar í verkalýðs-
félaginu og gestir þeirra.
Það vildi nú þannig til að ég
sat við borð sem var við hliðina á
borði því sem þessir bræður tveir
frá Krók sátu við. Fljótlega á
skemmtuninni heyrði ég að þeir
bræður voru farnir að rífast við
fólk við borð þeirra um það hver
hefði boðið þeim á þessa
árshátíð. Ekki veit ég hvað varð
ofan á í þeim orðaskiptum, enda
kom mér það ekkert við. Ansi
mikið fannst mér fara fyrir
þessum Rúnari þegar leið á
ballið, var að flangsa utan í fólk
og gera sig breiðan. Eg býst við
að það hafi verið þess vegna sem
hann var ekki talinn æskilegur
skemmtikraftur á dansleiknum
og því settur út úr samkomu-
húsinu.
Þegar ég nefni hann
skemmtikraft er það vegna þess
að þeir bræður sýndu að þeir
kunnu vel að dansa, en það sem
vakti furðu mína og nokkra
kátínu, var að þeir bræður
dönsuðu yfirleitt saman. Þetta
hefi ég ekki séð áður—að tveir
karlmenn dansi saman—Jíetta
er kannski bara jafnrétti sem
allir eru að bjástra við núna, því
oft hefir maður séð tvær stúlkur
dansa saman.
Þetta er nú allt gott og blessað
og mér finnst nú að varla hefði
þurft að gera svona mikið veður
út af þessu af Rúnars hálfu, en
ég verð að játa að ég veit ekki
hvað þeim fór á milli honum og
dyraverðinum, enda er þaðekki
mitt mál.
Þetta er aðeins hugleiðing hjá
mér út frá þessari grein sem
Rúnar skrifaði undir í Feyki.
Vona ég að samkomulagið milli
Sauðárkróks og Hofsóss versni
ekki þó að austurblokkin á
Króknum hafi staðsett þar
meðaldræga eldflaug og beini
henni yfir fjörðinn.
Einar Jóhannsson
Hjúkrunar- og dvalarhcimilið
Vegna fréttar í síðasta
tölublaði Feykis um erfitt
ástand á Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga vegna þrengsla og
aðstöðuleysis, sneri blaðið sér til
Sæmundar Hermannssonar og
spurðist fyrir um framgang og
framkvæmdir við byggingu
hjúkrunar- og dvalarheimilis
fyrir aldraða við Sjúkrahúsið.
Sæmundur rakti fyrst bygg-
ingarsögu og aðdraganda
þessara framkvæmda og sagði
m.a. að upphafið mætti rekja til
þess er Skagafjarðarsýsla og
Sauðárkróksbær hefðu komið
sér saman um að reisa
hjúkrunar- og dvalarheimili
fyrir aldraða á Sauðárkróki, í
Hofsós og í Varmahlíð. Til þess
að sjá um þessa framkvæmd
hefði síðan verið skipuð 6 manna
nefnd, 3 tilnefndir af hvorum
aðila fyrir sig og tók sú nefnd til
starfa 1980. Byggingafram-
kvæmdir hófust síðan árið 1981
og hafa síðan haldið áfram jafnt
og þétt.
Staðan er núna þannig, að í
janúar n.k. verða byggingarnar
á Sauðárkróki tilbúnar undir
tréverk og vonir standa til að
hægt verði að taka helming
þeirra í notkun strax á miðju
næsta ári. íbúðir fyrir aldraða í
Hofsós verða einnig tilbúnar á
næsta ári en að sögn Sæmundar
hefur enn ekki verið hafist
handa við byggingu íbúða í
Varmahlíð. Stendur þar fyrst og
fremst á fjármagni til fram-
kvæmdanna.
í væntanlegri hjúkrunardeild
fullbúinni verða rúm fyrir 26
manns og því 13 rúm sem koma í
notkun á næsta ári. Sömu sögu
er að segja um íbúðir fyrir
aldraða, þar verða herbergi
tilbúin fyrir 11-12 einstaklinga
og er það helmingurinn af því
sem stendur til boða að
byggingunni fullbúinni.
Sæmundur sagði að með
þessu myndi álagið á deildum
Sjúkrahússins að sjálfsögðu
léttast til muna, en þó nægði
Sæmundur Hermannsson
þetta engan veginn til þess að
fullnægja þeirri eftirspurn sem
væri eftir vistun, bæði á
hjúkrunardeild og í íbúðunum.
„Jafnvel þótt hægt væri að
taka allt í notkun á næsta ári
yrði enn langur biðlisti. Það er
rétt að taka það fram að
ástandið á sjúkrahúsinu eins og
yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri
hafa lýst því, er síst ofsagt, en
þær leiðir sem þau hafa bent á til
úrbóta eru illframkvæmanlegar.
Þau vilja að frestað verði
byggingu íbúðanna og megin-
áherslan lögð á að ljúka við
hjúkrunardeildina alla; 26 pláss
í stað 13 á næsta ári. Vandinn er
sá að lánsfjárveiting úr
framkvæmdasjóði aldraðra sem
okkur var úthlutað er ætluð til
byggingar íbúðanna og því erfitt
um vik að fjármagna meira en
helming hjúkrunardeildarinnar
á næsta ári. Það væri ekki nema
eignaraðilar byggingarinnar,
Sauðárkróksbær og Skagafjarð-
arsýsh", legðu fram meira fé til
framkvæmda á næsta ári að
petta væri framkvæmanlegt.”
Byggingaframkvæmdir hafa
til þessa verið fjármagnaðar á
eftirfarandi hátt: Framkvæmda-
sjóður aldraðra hefur lánað 9,2
milljónir kr., Byggingasjóður
ríkisins 7 milljónir kr.,
eignaraðilar hafa lagt fram 4,8
milljónir kr. og framlög
einstaklinga og félaga hafa
numið samtals 1,5 millj. kr.
Einnig hafa verið tekin ýmis
smærri lán til skemmri tíma.
„Við reiknum með að
fjármagn sé fyrir hendi til að
ljúka þeim verkþætti sem nú er í
gangi, þ.e. að gera byggingarnar
tilbúnar undir tréverk og
bygginganefnd hefur sett sér það
takmark að taka helming
húsnæðisins í notkun á næsta
ári. Það veltur svo að sjálfsögðu
á því hvort fjármagn fæst til
þess. Við þurfum að fá verulegt
fjármagn til viðbótar úr
Framkvæmdasjóði aldraðra og
frá eignaraðilum; ætli það séu
ekki um 15 milljónir sem upp á
vantar hér á Sauðárkróki og um
3 milljónir í Hofsósi.
Við vonumst til að með
þessari viðbót verði hægt að
sinna meira þeim sem þurfa á
sjúkrahúsvist að halda til
skemmri tíma. Skoðanir, að-
gerðir og þess háttar verði
framkvæmanlegar hér, en ekki
verði að senda fólkið á önnur
sjúkrahús eins og nú er gert.
Vonandi verður hægt að taka
allar byggingarnar í notkun
fyrir árslok 1986.
Ég vil svo beina því til félaga
og einstaklinga og allra þeirra
velunnara hjúkrunar- og dval-
arheimilisins sem gefið hafa fé til
framkvæmdanna til þessa, að nú
vantar einungis lokaátakið.
Bygginganefnd heitir á alla sem
bera þetta hagsmunamál fyrir
brjósti að styðja við bakið á
þessari framkvæmd, nú þegar
sér fyrir endann á henni. A það
má minna að nefndin gaf út
skuldabréf sem eru til sölu í
Búnaðarbankanum og Sam-
vinnubankanum hér í héraðinu.
Síðast en ekki síst má svo beina
þeim tilmælum til eignaraðil-
anna að veita meira fé til
verksins en hingað til hefur verið
gert.”