Feykir


Feykir - 05.12.1984, Síða 8

Feykir - 05.12.1984, Síða 8
Miðvikudagur 5. desember 1984 Feykir 25. tölublað - 4. árgangur XLM* WmiuW-w Diskómeistarinn Helgina fyrir þá síðustu birtist óvenjulegur gestur á Sauðár- króki. Enginn annar en heimsmeistarinn í diskódansi 1984, Frankie Johnson jr. Eins og þeir muna sem sáu keppnina í sjónvarpinu á s.l. vetri þá varð íslenski þátttakandinn, Ástrós Gunnarsdóttir, í 4. sæti í þessari keppni. Heimsmeistarinn sýndi á Sauðárkróki fyrir alla aldurs- hópa, fyrst fyrir krakka 6-12ára og svo fyrir 12-17 ára og loks þegar liðið var á kvöldið fyrir þá sem eru eldri en 18 ára. Sýningin fór fram á Hótel Mælifelli og strax morguninn eftir hélt kappinn til Akureyrar þar sem hann átti að koma fram um Skagfirskar æviskrár Út er komið nýtt bindi af Skagfirskum æviskrám og er það annað bindi þess tímabils sem nær yfir árin 1850-1890. Á árunum 1964-1972 komu út fjögur bindi af æviskrám búenda í Skagafirði átímabilinu 1890-1910. Eru því bindin orðin sex af Skagfirskum æviskrám. í nýju bókinni eru 190 þættir um skagfirska búendur, raktar eru ættir þeirra og að nokkru getið barna. Auk þess er talinn æviferill, nefnd búseta og efnahagur og fjölmargar aðrar upplýsingar eftir því sem heimildir greina. Bókin er um 370 síður með ítarlegri nafna- og heimildaskrá. Útgefandi þessa bindis, sem hinna fyrri, er Sögufélag Skagfirðinga. Feykir Frá og með 1. janúar n.k. hækkar auglýsinga- og áskrifta- verð Feykis, en hvoru tveggja hækkaði ekkert á síðasta ári. Nú verður ekki lengur undan vikist og vonum við að verðið haldist álíka stöðugt næsta ár. Grunnverð auglýsinga mun verða 120 kr. Hvert tölublað mun kosta 28 kr. í áskrift. Ritstjóri. kvöldið. Sannarlega ekki gefin nein grið í þeim bransa og fyrsta spurningin var auðvitað: Er gaman að vera diskómeistari? — Það er mjög gaman, já. Ég hef ferðast mikið á þessu ári og hitt mikið af nýju og skemmtilegu fólki og séð nýja flugvelli. — Flugvelli? — Já, þetta eru alltafsvo stutt stopp á hverjum stað að ég sé yfirleitt ekki mikið annað en flugvellina og skemmtistaðina. — Hvernig finnst þér að vera á Islandi? — Mér finnst það gott. Fólkið er almennilegt og fallegt, sérstaklega stelpurnar, og svo geta flestir talað einhverja ensku svo tungumálið er ekki til hindrunar. Unga fólkið er mjög hresst og það eldra virðist ekki síður hresst, þó það sé ekki eins mikið á ferðinni þar sem ég sýni og kem fram. — Er einmanalegt að vera heimsmeistari í diskó? — Já, það getur verið það. Ég er að sýna þegar aðrir eru að skemmta sér og þó ég tali við fullt af fólki og hitti marga, þá kynnist maður ekki mörgum neitt að ráði og því auðvelt að verða mjög einmana. Ég verð að vísu ekki mjög einmana, en ég get ímyndað mér að svo sé það hjá mörgum í þessum bransa. — Einhver skilaboð að lokum til ungu kynslóðarinnar á íslandi? — Já, segðu þeim að fara varlega þegar þau eru aðbreika. Þessi snúningur á bakinu og höfðinu getur verið stórhættu- legur. Það hafa orðið mörg slys erlendis undanfarið vegna þessa og því fyllsta ástæða til að fara varlega. Best er að sleppa þessum haussnúningi alveg. Hryggurinn og hálsliðimir eru viðkæmir líkamshlutar. — Hvert ferðu héðan? — Heim til Englands til að taka upp þætti fyrir börn í breska sjónvarpinu. r Olafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga: Niðurfelling á flutningskostnaði lækkar vöruverð Nú nýverið var ákveðið á fundi hjá stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga að fella niður flutningskostnað á vörum sem Sambandið selur til kaupfélaga út um allt land og stuðla þannig að jöfnun vöruverðs milli landshluta. Feykir sneri sér til Ólafs Friðrikssonar, kaupfé- lagsstjóra Kaupfélags Skagfirð- inga og spurði hver áhrif þetta myndi hafa á vöruverð í verslunum KS. „Þetta hlýtur aðverðatilþess að vöruverð lækkar. Þarna er fyrst og fremst um mat- og nýlenduvörur að ræða og að meðaltali verður lækkunin um tvær krónur á hverju kílói. Ég get ekki nefnt hversu mikið einstakar vörutegundir muni lækka, en flutningskostnaður á mat- og nýlenduvörum er tvær krónur á kg að jafnaði. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta kemur til framkvæmda en ætti að öllum líkindum að verða í þessari viku. Sú breyting mun einnig eiga sér stað varðandi flutninga hingað til Sauðárkróks að Sambandið hyggst taka upp sjóflutninga á vörum, þar sem Ríkisskip hyggst fjölga ferðum sínum í eina á viku nú á næstunni í stað einnar á hálfs mánaðar fresti hingað til. Þetta gæti skapað einhveija erfiðleika hjá okkur um tíma, en Ríkisskip munu ætla að fjölga ferðum í tvær á viku eftir að Steinullarverksmiðjan er komin í gang og þá ættu þessi flutningamál að vera komin í örugga höfn. En niðurfelling flutningsgjalds mun valda beinni lækkun vöruverðs í verslunum okkar, eins og ég sagði í upphafi,” sagði Ólafur Friðriksson kaupfélagsstjóri. r í STJORNMAL STJORNMAL STJORNMAL STJORNMAL STJORNMAL ST Ungir framsóknarmenn álykta um atvinnumál Stjórn Félags ungra framsókn- armanna í A-Hún. hefurskorað á Alþingi og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir eflingu iðnfyrir- tækja í héraðinu og einnig að nú þegar verði hafnar rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa hér iðnfyrirtæki sem veitt geti 80- 150 manns atvinnu. Rannsókn- um þessum verði hraðað svo hægt verði að hefja byggingar- framkvæmdir strax og draga tekur úr framkvæmdum við virkjun Blöndu. I greinargerð, sem fylgir tillögunni segir m.a. að mikill fjöldi fólks muni á næstu árum starfa við virkjunarframkvæmd- ir í héraðinu, en þegar þurfi að fara að huga að framtíðarat- vinnu handa þessu fólki, bæði heimamönnum og eins þeim sem flytja í héraðið meðan á virkjunarframkvæmdum stend- ur og vilja vera hér áfram. Þá er bent á þá staðreynd að Norðurland vestra er eitt mesta láglaunasvæði landsins og því verði að gera hér átak í uppbyggingu atvinnulífs. I greinargerðinni er bent á svæðið milli Blönduóss og Skagastrandar sem heppilegan stað fyrir iðnfyrirtæki af þessari stærð. Með góðum vegi yfir Þverárfjall yrði iðjuverið aðeins í 30 km fjarlægðfrá Sauðárkróki. Þá er einnig bent á það að með bættum samgöngum í Húna- vatnssýslum báðum má fara að líta á allt þetta svæði sem eitt atvinnusvæði. I lok greinargerðarinnar segir að það sé krafa þess unga fólks, sem nú er að vaxa úr grasi, að vel verði að þessum máium staðið og Alþingi hafi þar frumkvæði. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra var haldinn á Siglufirði 5. og 6. október s.l. Fundinn sátu 35 fulltrúar og einnig alþingis- mennirnir Pálmi Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, mætti á fundinn og ræddi hann ýtarlega um stjómmálavið- horfið. Miklar umræður fóru fram á fundinum um ýmis lands- og héraðsmál og kom fram í máli flestra ræðumanna gagnrýni á það fjármagnsstreymi frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins sem nú ætti sér stað. Stjórn kjördæmisráðsins sem kosin var á fundinum er þannig skipuð: Ólafur B. Óskarsson, Víðidalstungu, for- maður; Jón Gunnarsson, Barkarstöðum; Sigurður Ey- mundsson, Blönduósi; Eggert J. Levý, Húnavöllum og Páll Dagbjartsson, Varmahlíð. Fundurinn var í alla staðið hinn ánægjulegasti og sjálf- stæðisfólki á Siglufirði, sem sá um framkvæmd hans, til mikils sóma. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: Alyktun um menntamál Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, haldinn á Siglufirði 5.-6. október 1984, telur eitt brýnasta úrlausnar- efni í skólamálum landsmanna að stemma stigu við vaxandi flótta úr kennarastétt, sem hlýtur að leiða til versnandi kennslu og lélegra skólastarfs. Lögverndun starfsins ásamt hærri launum er algjör forsenda þess að snúa þessari þróun við. Fundurinn ítrekar ályktun 25. landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, þar sem segir: „Tryggja verður að allir fái notið menntunar óháð búsetu, tjárhag eða fötlun.” Bent er á að betri stjórnun menntamála fæst með því að færa vald og ákvarðanatöku nær þeim sem eiga að njóta. Fræðsluumdæmin ættu að verða sem sjálfstæðust hvað varðar framkvæmd grunn- menntunar. Fundurinn varar við mis- notkun á frelsi einstakra kennara og skóla í vali námsefnis. Námsefni og námskröfur á sama skólastigi verði samræmdar sem mest. Fundurinn ítrekar fyrri samþykktir um stofnun Fiskvinnsluskóla á Siglufirði. Ályktun um byggða- og atvinnumáJ Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra 1984, telur að aðgerðir stjórnvalda í peningamálum síðustu mán- uði hafi valdið því að atvinnulíf landsbyggðarinnar sé að stöðvast vegna rekstrar- fjárskorts á sama tíma og næg verkefni eru fyrir hendi. Bankastofnanir úti á landi eru fjárvana, laun almennings duga vart fyrir nauðþurftum á sama tíma og auðvelt virðist að fá fyrirgreiðslu á Reykjavíkur- svæðinu til þjónustustarfsemi og laun þar komin langt út fyrir þann ramma sem kjarasamningar hafa sett. Þetta, ásamt fleiru svo sem aðstöðumunur til menntunar og annara þátta er að leiða af sér búseturöskun sem ekki er séð fyrir endann á. Fundurinn lýsir áhyggjum sínum vegna fjárhagsafkomu bænda í kjördæminu, en fagnar framkomnum tillögum í verkefnalista ríkisstjórnar- innar um fullt verð til bænda fyrir framleiðslu ársins. Jafn- framt fagnar fundurinn á- formum um aðskilnað milli framleiðslu og vinnslu land- búnaðarvara. Fundurinn bendir á mjög alvarlega stöðu í útgerð og fiskvinnslu, og alvarlegar afleiðingar þess fyrir byggðar- lög sem byggja afkomu sína að mestu leyti á fyrirtækjum í sjávarútvegi, ef þau verða að hætta starfsemi sinni. Aðalfundurinn fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með byggingu Steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, en leggur áherslu á áframhald uppbygg- ingar á iðnaði í kjördæminu. Þá vekur fundurinn einnig athygli stjórnvalda og staðar- valsnefndar á, að möguleikar á uppsetningu stóriðjufyrirtækis eru einnig á Norðurlandi vestra eins og í öðrum landshlutum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.