Feykir


Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 2

Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 2
2 FEYKIR feYKIR RITSTJÓRI OG ÁBYRGOARMAÐUR: Guðbrandur Magnússon. ÚTGEFANDI: Feykir hf. PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur. SlMI: 95/5757. STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson. BLAÐAMENN: Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson. ÁSKRIFTARVERÐ: 23 kr. hvert tbl.; i lausasölu 25 kr. GRUNNVERO AUGLÝSINGA: 100 kr. hver dálksentimetri. ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern miðvikudag. PRENTUN: Dagsprent hf. SETNING OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon. SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Er trú aðeins fyrir kjána? Ef við leiðum hugann einhvern tíma að trúmálum gerum við það helst um jólin. Islcndingar telja sig flestir trúaða að einhverju marki, en í nýlegri skoðanakönnun kom i Ijós að við segjumst mörg láta okkur nægja barnatrú. Trú vex ekki af sjálfu sér. Hún þarfnast næringar eigi hún að vaxa og þroskast. Hvað mynduð þið kalla manneskju sem yxi upp og fullorðnaðist, nema hvað hendurnar yrðu eftir í þroska og þannig hefði maðurinn barnshendur, en fullþroskaðan likama að öðru leyti? Auðvitað yrði slíkur maður kallaður vanskapaður? En hvað þá um mann sem vex upp og fullorðnast, en trúarlífið verður eftir á þroskastigi barns? lim þessar mundir er rekinn lúmskuráróður fyrir því að trú sé aðeins fyrir fávísa kjána, að þeir sem vilji vera álitnir upplýstir og menntaðir skuli ekki láta bendla sig við trú og kirkjulegt starf. Það þykir fínna að trúa á mátt sinn og megin. Það er jafnvel leitað langt aftur í miðaldir til að reyna að sanna að trú sé andstæð þckkingu og vísindum. I störfum okkar viljum við standa okkur vel og ná árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Oft fer okkur þó svo, að ætla okkur meiri en við erum í rauninni. Við kæfum guðsneistann í okkur og álítum að við getum vaðið áfram og orðið mikil af sjálfum okkur. Slíkt lífsferðalag er oftast dæmt til að verða gleðisnautt og samferðamönnum til ama, því maður sem hcldur sig mikinn af sjálfum sér er lítill og á ekkert að gefa. Kristin trú hefur lýst upp hugi íslcndinga um aldir. Hún hefur sannað gildi sitt svo ekki verður hrakið með rökum. í þess stað er reynt að benda á galla og mistök kirkjunnar og alhæft út frá því. Slík gagnrýni er ákaflega léttvæg og yfirleitt fram sett til þess eins að afsaka eigið áhugaleysi fyrir trúmálum — áhugaleysi fyrir innihaldi nær allra trúariegra hátíðisdaga ársins og áhugaleysi fyrir raunverulegum tilgangi lífsins. I þessu blaði eru margar jólakveðjur frá fyrirtækjum og einstaklingum. Ennfrcmur fáum við sendar slíkar óskir þessa dagana frá vinum og vandamönnum. En hvað felst í orðunum „gleðileg jól”? Hvers konar gleði er verið að óska okkur? An þess að svara þeim spurningum beint vill Feykir í síðasta leiðara þessa árs svara því til að jólagleðin verður hvorki borinn inn á heimilin í innkaupapokum eða innbyrt við jólaborðið. I baráttu fyrir bættum lífskjörum má ekki gleyma lífinu sjáll'u. Bætt lífskjör geta aldrei orðið takmark okkar, hcldur fagurt mannlíf. Fjölmiðlanámstefna kvenna Dagana 23., 24. og 25. nóvember s.l. bauð Kvenfélaga- samband Islands fulltrúum frá öllum kvenfélagasamböndum á landinu til fjölmiðlaráðstefnu á Hallveigarstöðum í Reykjavík. Um 40 konur voru mættar víðs vegar af landinu. Fulltrúar af Norðurlandi vestra voru Elín á Torfalæk í Húnavatnssýslu, Elísabet formaður Kvenfélaga- sambands Húnavatnssýslu, Mar- grét J. Gunnarsdóttir, Sauðár- króki og Ashildur M. Ofjörð á Sólgörðum í Fljótum. Konurnar fóru til hinna ýmsu fjölmiðla undir leiðsögn sr. Bernharðs Guðmundssonar. A Morgunblaðinu leiðbeindi Elín Pálmadóttir, blaðamaður, hóp- num um hina ýmsu vinnslustaði blaðsins og sagði nemendum margt fróðlegt um blaða- mennskuna. Þarna fengum við að sjá hvernig blaðið er unnið þar til það fer í prentun og var tekin mynd af hópnum þar sem konurnar voru að skoða og spyrja starfsfólkið umstörf þess. Annan daginn var farið í Ríkisútvarpið og tók útvarps- stjóri á móti fulltrúum og kennara þeirra, hann ræddi við og sýndi þeim vistarverur útvarpsstjóra og árnaði þeim síðan allrar blessunar í starfi þeirra. Þá var Ragnheiður Asta Pétursdóttir í fylgd okkar, en hún kom til okkar að Hallveigarstöðum og fræddi okkur um þularstarfið, en hún er öllum landsmönnum að góðu kunn fyrir langt þularstarf. Þarna vorum við kynntar fyrir Pétri Péturssyni, útvarpsþuln- um góðkunna, og auðvitað Jóni Múla, þeim fjölhæfa útvarps- rnanni. Þeir Jón og Pétur sögðu konunum margt skemmtilegt frá fyrri dögum útvarpsins. Hljómplötusafnið var skoðað og ýmsar tæknilegar upplýsingar voru konum veittar í hinum margvíslegu salarkynnum, en þröngt er að starfsfólki búið þarna, en samkomulag er víst gott. Næst var haldið í Sjónvarpið og það er nú lexía út af fyrir sig, t.d. sjónvarpssalurinn, þessi mikli geimur, þarsem hægt erað koma fyrir heilli stórri íbúð, en lágt er undir loft þar sem allt er þakið af ljóskösturum. Skag- firsku fulltrúarnir voru settir i þularsætið, svo var horft á í sjónvarpsskermum, en ekki fengu þær að tala, þó þær þættust vera fullboðlegir frétta- þulir og langaði jafnvel að spá í veðurkortið. Máske verðurþetta einn þáttur í áramótaskaupi, hver veit? Öll þessi flóknu tæki í sjónvarpssal og hinum ýmsu vistarverum sjónvarpsins voru eins og latína fyrir byrjendur. Þegar þessum lærdómsríku heiinsóknum lauk var gengið upp í nýja hjúkrunarskólann og haldið áfram að vinna úr upplýsingum sem fengnar voru á þessum fjölmiðlum. Ennfrem- ur var tekið fyrir blaðið Húsfreyjan sem er blað kvenfélagasambanda í landinu og á erindi inn á hvert heimili landsins, eða eins og forseti okkar, Vigdís Finnbogadóttir, sagði: „Húsfreyjan inn á hvert heimili, ekkert heimili án húsfreyju”. Til mikillar ánægju nám- stefnukvenna kom frú Sigríður Thorlacius í heimsókn og heilsaði upp á hópinn. Þriðja daginn mættu konur í Félagsheimili Langholtskirkju en þar var fyrirhugað að ljúka námstefnunni. Þar var konum skipt niður í uniræðuhópa sem dreifðu sér um hið stóra og vistlega safnaðarhús. Mjög góður félagsandi var alla dagana meðal þessa nemendahóps og kynntust konur af öllu landinu og skiptust á skoðunum um ýmis málefni. Námstefnunni lauk svo með því að konurnar voru við messu hjá sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni í hinni stóru og velbúnu Langholtskirkju. Þessir veittu námstefnukon- um mikinn fróðleik sem vonandi nýtist þeim heima í héraði. Kvenfélagasambandi Islands færum við norðankonur fyllstu þakkir fyrir hið góða boð og frábært skipulag námstefn- unnar. Áshildur M. ÖQörð Mikils virði að hið rétta er komið í ljós í síðasta tölublaði var greint frá „nýjum” upplýsingum varðandi lögsögumál Skarðshrepps og Sauðárkróks. Missagt var þarað færslur í reikningum Sauðár- krókshrepps frá árinu 1936 hefðu leitt hið sanna í ljós. Rétt er að færslurnar voru í reikning- um Skarðshrepps. Þær upplýs- ingar og önnur gögn viðkom- andi málinu fann Sveinn Guð- mundsson, formaður hesta- mannafélagsins Léttfeta, á Hér- aðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Þá kom fyrst í ljós að greiðslan fyrir landið í Borgarmýri hafði verið reidd af hendi á sínum tíma og lögsagan staðfest af ráðherra. Þórður Þórðarson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, sagði í samtali við Feyki, að 18. október s.l. hefði Sveinn mætt á fund bæjarráðs og lagt fram gögnin. Þórður vildi taka fram að bæjaryfirvöld hefðu í mörg ár átt í samningaviðræðum við Skarðshrepp um að fá lögsögu yfir þessu umrædda landi i Borgarmýrum, en þeim hafi lítt miðað. Það færi því ekki á milli mála hve mikils virði það væri fyrir bæjarfélagið að hið rétta skuli vera komið í ljós. Vildi bæjarstjóri koma á framfæri þökkum bæjaryfirvalda til Sveins fyrir þetta framtak hans. Það er ek/d sama hvort skólamir heita memtaskólar eða jjölbrautaskólar! Skólar á silfurfati firá ríkinu Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga í haust var samþykkt ályktun þess efnis að greiðslu- byrði sveitarfélaga vegna upp- byggingar framhaldsskóla, sér- staklega fjölbrautaskóla, verði jöfnuð og samræmi komið á. Samkvæmt núverandi fyrir- komulagi taka sveitarfélögin, sem í hlut eiga, þátt í kostnaði við uppbyggingu fjölbrauta- skóla að tveimur fimmtu hlutum, en þar sem um menntaskóla er að ræða, er byggingarkostnaður þeirra og rekstur á vegum ríkisins. Rekstur fjölbrautaskóla skiptist síðan jafnt milli ríkis og bæjar. Tillaga Fjórðungssambandsins gengur í þá átt að rétta þennan ójöfnuð og í þá veru að fjölbrautaskólar verði fjár- magnaðir á sama hátt og menntaskólar. Uppbygging Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki hefur verið á herðum Sauðárkróksbæjar að tveimur fimmtu hlutum. Til samanburðar má svo nefna menntaskólana á ísafirði og Egilsstöðum, þar sem ríkið hefur séð um uppbyggingu þeirra. Upphæðir þær sem um er að ræða hlaupa á tugum milljóna og er augljóst að slíkt er þungur baggi á herðum tiltölulega fámenns sveitar- félags. Bygging heimavistar er þó eingöngu á vegum ríkisins. Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, er núverandi formað- ur Fjórðungssambands Norð- lendinga og Feykir spurði hann hvort þessari tillögu hefði verið fylgt eftir við yfirvöld síðan hún var samþykkt í haust. — Hún hefur verið kynnt þingmönnum Norðurlands og þeim gerð grein fyrir henni. Hinsvegar mætti gjarnan spyrja hvort ekki væri jafn eðlilegt að menntaskólarnir yrðu kostaðirá sama hátt og fjölbrautaskólar, en ekki öfugt. Ég er almennt fylgjandi þeirri stefnu að sveitarfélögin taki meiri þátt í kostnaði á móti ríkinu. Þessi tillaga gengur í þá átt að koma fjölbrautaskólunum alfarið yfir á ríkið. — En þegar um tilvik eins og Isafjörð og Egilsstaði er að ræða? Samanborið við t.d. Sauðárkrók hafa þessi bæjar- félög fengið sinn framhalds- skóla allt að því ókeypis? Sérstaklega núna þegar uppi eru hugmyndir um að þessir skólar verði gerðir að íjölbrautaskól- um. — Jú það er rétt. En það mætti vel hugsa sér að sveitarfélögin keyptu sig inn í stofnanirnar, greiddu ríkinu einhvern hluta byggingarkostn- aðar gegn eignaraðild, sagði Helgi Bergs. Jón Hjartarson, skólameist- ari Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki, sagði í samtali við Feyki að hann sæi ekki hvaðan sveitarfélögum á borð við ísafjörð og Egilstaði ætti að koma frumkvæði til að kaupa sig inn í stofnanir á borð við fjölbrautaskóla þegar ríkið hefði rétt þeim skólana á silfurfati. — Hér er um grundvallar- réttlætismál að ræða. Sveitar- félag á borð við Sauðárkrók hefur fest milljónir í Fjölbrauta- skólanum og því hlutfallslega varið meiri fjármunum til skólamála en flest önnur sveitarfélög á landinu. Ég er hræddur um að það kæmi annað hljóð í strokkinn ef t.d. Akureyrarbær hefði lagt jafn- mikið af tekjum sínum til Menntaskólans þar. Ég lít svo á að fjölbrautaskólar eigi að sitja við sama borð og menntaskólar í þessu tilliti og vonast til að tillögu Fjórðungsþingsins verði fylgt fastar eftir við þingmenn en verið hefur til þessa. Feykir snéri sér næst til Stefáns Guðmundssonar al- þingismanns og spurðist fyrir um framgang þessa máls í sölum Alþingis. — Þetta mál var kynnt þingmönnum beggja Norður- landskjördæmanna á fundi með sveitarstjórnarmönnum svæðis- ins er þeir voru í Reykjavík á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Það þarf ekki að spyrja mig hvort ég sé með þessu eða móti; mér Finnst þetta svo sjálfsagt réttlætismál, að þarna verði komið á jöfnuði. Þetta mál hefur ekki komið inn á þing, en hins vegar veit ég að það er verið að vinna að þessu máli í Menntamálaráðuneytinu og reynt að finna lausnir til að jafna þann mismun sem ríkir í þessum efnum. Ég held að viðleitnin sé að jafna mismuninnokkur í hag, þ.e. að fyrirkomulagið við uppbyggingu fjölbrautaskóla verði svipað og viðhaft er við menntaskóla, sagði Stefán Guðmundsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.