Feykir


Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 9

Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 9
FEYKIR 9 „Mér er iDa \ið að stjóma með með tilskipunum” í haust var Eiríkur Jónsson settur skólastjóri við Grunn- skóla Blönduóss. Hann er fæddur og uppalinn í Reykholti í Borgarfirði, sonur Jóns Þóris- sonar kennara þar og konu hans, Halldóru Þorvaldsdóttur. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1972. Síðan kenndi hann tvö ár í Grindavík og eitt ár í Stykkishólmi. Síðustu níu árin kenndi hann við skólann á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Hann er kvæntur Maríu Ingadóttur og eiga þau tvö börn. Blaðamaður Feykis tók Eirík tali og spurði fyrst hvort það væri mikill munur á að kenna við skóla eins og er á Blönduósi eða heimaakstursskóla í sveit eins og er á Kleppjárnsreykjum. „Já, það er vissulega nokkuð mikill munur. Þaðeraðvísulítill munur á nemendunum, en það er verulegur munur á stærð skólanna. Hér er skóli af mjög heppilegri stærð, þannig að hér eru hvorki of margir né of fáir í bekk. Nú stefnir hins vegar í það að hér verði svo fjölmennir árgangar að skipta þurfi bekkjum. Þannig virðist mér fimm ára árgangurinn vera það stór að það þuríi að skipta honum þegar að skólagöngu kemur. Annað er það, að í heimaakstursskóla verður að taka mjög mikið tillit til akstursins þegar kennslan er skipulögð. Loks má nefna félagslíf nemendanna. Það verður mun minna þar sem nemendur búa fjarri skól- anum.” Hvernig er félagsiífið hér? „Það er all gott. Þó mætti auka það fremur en hitt. Hér eru bekkjarkvöld öðru hvoru þar sem nemendur koma saman með umsjónarkennurum sínum. Einnig eru „opin hús” á hálfs mánaðar fresti fyrir nemendur fimmta bekkjar og eldri. Þá er diskótek í einni stofu og í öðrum er spilað, teflt eða leikinn borðtennis. Nemendur níunda bekkjar sjá um bekkjarkvöldin og er það liður í fjáröflun þeirra vegna væntanlegs skólaferða- lags. Þá má nefna það að frjálsir tímar eru i íþróttasal undir eftirliti kennara. Annað félagslíf er lítið í skólanum enn sem komið er, en mun vaxa þegar líður á og farið verður að undirbúa árshátíð.” Ætlar þú að beita þér fyrir einhverjum nýjungum í skóla- starfinu hér? „Mér er illa við aðstjórna með tilskipunum. Ég vil eiga gott samstarf við alla sem ég vinn með. Þannig næst bestur árangur í starfi. Hér er mjög góð samvinna meðal kennara og virkilega góður andi. Ég var vissulega búinn að velta ýmsum málum fyrir mér áður en ég kom hingað, en hvort um einhverjar nýjungar verður að ræða getur reynslan ein leitt í ljós. Um það er of snemmt að fjalla á þessu stigi.” Hvernig finnst þér að koma til Blönduóss og hefja hér störf? Rætt við Eirík Jónsson skólastjóra á Blönduósi „Mér fannst mjög þægilegt að koma hingað og fólk tekur mér mjög vel. Ég hef að vísu ekki kynnst mjög mörgum ennþá en kunningjahópurinn stækkar stöð- ugt og mér líkar vel.” Er ekki erfitt að ákveða að flytja með fjölskylduna á stað þar sem maður þekkir engan? „Jú, það var erfið ákvörðun. Það er einnig erfitt að rífa fjölskylduna upp úr því umhverfi sem maður gjör- þekkir. Flytja úr sínu húsi ogfrá sínum kunningjum. Hins vegar tel ég að ákveðin hreyfing innan skólakerfisins sé mjög til bóta. Það er gott að kynnast nýju fólki og nýjum hugmyndum. Ef maður er alltaf á sama stað er hætt við að maður staðni. Mig langaði líka til að prófa að stjórna. Ég er mjög vel settur að byrja sem skólastjóri við ekki þó stærri skóla en er hér á Blönduósi. Þá er það ekki lítið atriði að hafa sér við hlið yfirkennara sem er gamalgróinn skólamaður og hefur verið bæði skólastjóri og fræðslustjóri, en það er Sveinn Kjartansson. Þetta var því, þegar á allt er litið, ekki mjög erfið ákvörðun. Nú, svo á ég mitt hús suður við Kleppjárnsreyki, en ég hef til að byrja með ársleyfi frá störfum þar. Þangað get ég því snúið ef mér líkar ekki hér þegar veturinn er liðinn.” Að lokum Eiríkur, segðu mér aðeins frá þínum áhugamálum öðrum en skólamálum. „Ég er fæddur inn í ungmennafélagshreyfinguna og hef alltaf reynt að vera virkur þar. í fyrstu starfaði ég í ungmennafélaginu í minni sveit, en síðar var ég kosinn í stjórn UMSB. Þar sat ég í þrjú ár, fyrst sem gjaldkeri og síðar sem formaður. Þá hef ég starfað mikið í kennarafélaginu og taka öll þessi félagsstörf mikinn tíma. Áður fyrr stundaði ég íþróttir nokkuð og keppti í frjálsum iþróttum og körfubolta. Á síðari árum hef ég látið nægja að æfa til þess að halda mér í góðri líkamlegri þjálfun. Loks má geta þess að stundum gríp ég í spil og spila þá aðallega bridge.” Feykir þakkar viðtalið og óskar Eiríki og fjölskyldu hans alls hins besta. Goðdalakirkja í Vesturdal 80 ára Goðdalakirkja. Goðdalakirkja í Skagafirði er 80 ára á þessu ári. Kirkjan varreist árið 1904, en árið áður hafði kirkja sú, er fyrir var, fokið af grunni í sunnanhvassviðri. Yfirsmiður við kirkjubygg- inguna var Þorsteinn Sigurðs- son á Sauðárkróki, en hann reisti sem kunnugt er margar kirkjur í Skagafirði og Húnavatnssýslu. Goðdalakirkja, sem nú stendur, er hið fegursta guðshús og vel við haldið af söfnuðinum. í Goðdalasókn eru nú 19 bæir. Formaður sóknarnefndar er Þórey Helgadóttir, Tunguhálsi. Af merkum gripum, sem kirkjan á, má sérstaklega nefna altarisklæði frá 1736, listilega útsaumað, sem enn er í notkun. Altaristaflan er dönsk, máluð eftir hinni frægu kvöldmál- tíðarmynd Leonardo da Vinci og setur hún sterkan svip á kirkjuna. Síðastliðið sumar fóru fram talsverðar endurbætur á kirkj- unni. Skipt var um járn á þaki og það einangrað, einnig gerðar lagfæringar á turni. Var framkvæmd þessi orðin mjög aðkallandi. Áttatíu ára afmælis Goðdala- kirkju var minnst með hátíðarmessu í kirkjunni sunnu- daginn 18. nóvember s.l. Þar predikaði prófasturinn, sr. Hjálmar Jónsson, en sóknar- prestur þjónaði fyrir altari. Kirkjukór Mælifellsprestakalls söng við undirleik Heiðmars Jónssonar og flutti kórinn m.a. sálm eftir sr. Tryggva Kvaran, sem eitt sinn þjónaði söfnuð- inunr. Góðir gestir sóttu kirkjuna heim í tilefni afmælisins, m.a. sr. Bjartmar Kristjánsson á Lauga- landi, fyrrverandi sóknar- prestur á Mælifelli og sr. Gunnar Gíslason, fyrrverandi prófastur í Skagafirði. Að lokinni messu flutti Björn Egilsson frá Sveinsstöðum erindi um Goðdalakirkju og Goðdalapresta. Kom hann víða við í erindi sínu, rakti fyrst sögu kirkjunnar, en fjallaði síðan um presta þá sem setið hafa Goðdali. Goðdalir voru lengst af prestssetur og var annexía Ábær í Austurdal. Síðasti prestursem í Goðdölum sat var sr. Sveinn Guðmundsson, faðir hinna þjóðkunnu lækna, Jónasar og Kristjáns, en hann fékk Iausn frá embætti 19. júlí 1904, og var prestakallið síðan lagt niður og sameinað Mælifellsprestakalli árið 1907. Erindi Björns var bæði fróðlegt og blandið gamni, og fylgir hér með að lokurn vísa eða bæn, sem talin er vera ort af sr. Sveini Pálssyni, er prestur var í Goðdölum 1736-1757, og hljóðar svo: Ó, Drotinn, miskunna þú aumum iýð einkum á Hofi og Bjarnastaðahlíð, Bakkakoti og Bústöðum, Breiðagerði og Anastöðum, komdu seinast að Sveinsstöðum. Ólafur Þ. Hallgrímsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.