Feykir


Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 4

Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 4
4 FEYKIR bókatíðindi Fjölbreytt bókaútgáfa hjá Skjaldborg Þýddar bækur: Andi. Höfundar: Kai Hermann, höfundur metsölubókarinnar Dýragarðsbörnin, og Heiko Gebhardt. Saga Andis er gífurlega áhrifamikil og lætur engan ósnortinn er hana les. Fjöldi mynda er i bókinni. Kyneðli og kynmök. Um G- blettinn og aðrar nýjungar uppgötvanir varðandi mannlegt kyneðli. Algjör metsölubók í Bandaríkjunum. Höfundar: Alice Kahn Ladas, Beverly Whipple, John Delbert Perry. Formáli Brynleifur H. Steingrímsson, læknir. r Islenskar skáldsögur: Súrt regn. Höfundur: Vigfús Björnsson, höfundur bókarinn- ar Skógarkofinn. Ótrúlega áhrifamikil og stórbrotin saga um ástir, ómengaða íslenska náttúru, súrt regn og dapurlegar framtíðarhorfur heimsbyggðar. Háski á Hveravöllum eftir Birgittu H. Halldórsdóttur, höfund bókarinnar Ingu, sem kom út s.l. ár. Hörkuspennandi saga sem enginn leggur frá sér fyrr en að lestri loknum. Sumar r Síldarfirði Sumar á Síldarfirði eftir Eyjólf Kárason.sem erdulnefni. Þetta er bráðskemmtileg saga og lýsir vel lífinu í sjávarplássum á Norðurlandi á síldarárunum gömlu og góðu. Villt af vegi. Þetta er 6. bók Aðalheiðar Karlsdóttur frá Garði. Vart þarf að taka fram að þessi bók Aðalheiðar er mjög spennandi sem hinar fyrri. Sigrún. Höfundur: ísól Karlsdóttir, höfundur bókar- innar Forlagaflækja, sem kom út á síðasta ári. Mjög spennandi lífsreynslusaga ungrar stúlku. Barnabækur: Flækings-Jói eftir lndriða Úlfsson, sem fékk bókmennta- verðlaun Fræðsluráðs Reykja- víkur fyrir bók sína Óli og Geiri, sem kom út á síðasta ári. Indriði er einn vinsælasti höfundur ungu kynslóðarinnar á íslandi um þessar mundir. Strákarnir sem struku til Skotlands eftir Marinó L. Stefánsson, höfund bókarinnar Manni litli í Sólhlíð, sem kom út 1982 og varð mjög vinsæl um allt land. Binni vill eignast hund og Binni fer út í rigningu. Tvær nýjar litmyndabækur. Tvær fyrstu bækurnar í þessum geysilega vinsæla bókaflokki komu út í fyrra: Lína og Lalli geta ekki sofnað og Lína og Lalli fara í afmæli. r Fleira fólk frá Jónasi Arnasyni Á síðustu tveimur áratugum hefur Jónas Árnason sent frá sér mörg ný leikrit - en enga nýja bók. En þær bækur eftir hann sem áður voru komnar út, hlutu með eindæmum góðar viðtökur. Munu því eflaust margir fagna því að fá nú aftur í hendur nýja bók eftir Jónas. Dagsetningar í þessari nýju bók segja til um það, hvenær frumdrög þáttanna urðu til. Stundum var um að ræða stutta dagblaðapistla, stundum dagbókarpunkta, stund- um upprifjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum saman, og mörg þeirra vann hann fljótlega upp, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þættina rak hann í sumarheima hjá sér á Kópareykjum í Reykholtsdal. Hér er sagt frá raunverulegum atburðum og raunverulegu fólki, - og ekki síst frá höfundinum sjálfum, sem alltaf kemur meira og minna við sögu, - en lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst í þeirri mynd, sem það birtist hér. Fyrsta bók Jónasar Árnasonar hlaut nafnið Fólk. Þegar til þess kom að velja nafn á þessa nýju bók hans, sem kemur eftir tveggja áratuga hlé, þótti vel við hæfi að hafa það Fleira fólk. Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur, sagði m.a. um Fólk, fyrstu bók Jónasar: „Jónas Árnason hefur hlotið í tannfé eina góða gjöf: óvenjulega kennd fyrir íslensku máli. Hann beitir þessari arfsgjöf sinni með sívaxandi leikni, fegurð hinnarlifandi íslensku birtistmanni á hverri blaðsíðu þessarar bókar... Látleysi í orðavali og framsetningu er aðall hans, svo að eyru þeirra, sem vanist hafa orðhákshættinum, skynja stundum ekki þetta hóf- stillta, kliðmjúka mál... Svonagetur enginn skrifað nema mikill og margvís höfundur. Með svo ágætt vopn getur hann óhræddur lagst í víking. Það er sannfæring mín, að sigling hans verði mikil og fræg áður en líkur.” Símon Pétur eftir Martin Næs, sem er Færeyingur búsettur á Akureyri. Hann hlaut barna- bókaverðlaun bæjarstjómar Þórs- hafnar 1981 fyrir bókina Per og ég- ODDVmNN: „Hún er hátt á lofti sólin miðað við árstíma.” Mínir menn Vertíðarsagan „Mínir menn” eftir Stefán Jónsson hefur verið gefin út að nýju eftir að hafa verið ófáanleg í mörg ár. Bókina samdi Stefán á þeim árum er hann var þekktur og vinsæll fráttamaður. Bókin er skrifuð í þeim góðglettna dúr sem Stefáni er laginn og er frábær lýsing á lífi og starfi í sjávarplássum. Útgefandi er Reykjaforlagið. Sveínvson Hrossinfrá KIRKJtm - Þáttur í sögu íslenska hestsius. Myndband og bók gefin út samhliða Nýstofnað félag, sem starfar að útgáfu og fjölmiðlun, Sjón og saga hf. í Reykjavík, hefur sent frá sér fyrstu bók sína ásamt myndsnældu. Að baki Sjónarog sögu stendur fólk sem starfar við auglýsingagerð og kvikmynda- gerð. Framkvæmdastjóri er Gísli B. Björnsson. Markmið Sjónar og sögu er fjölþætt útgáfa í myndum og máli með áherslu á vandaða gerð, jafnt hvað varðar innihald sem útlit. Fyrsta verkið sem Sjón og saga sendir frá sér er bókin „Hrossin frá Kirkjubæ” og myndsnælda sama efnis. Það er í fyrsta sinn sem efni er gefið út samhliða í bók og á myndsnældu hér á landi. r Sjávarútvegur Islendínga í bók Út er komin bók eftir Sigfús Jónsson, sveitarstjóra á Skagaströnd, sem nefnist Sjávarútvegur íslendinga á tuttugustu öld. í ritinu er fjallað um helstu áhrifaþætti og megineinkenni í þróun sjávarútvegs hér á landi á tuttugustu öld. Augljóst er að bók Sigfúsar er stórvirki og hefur ekkert hliðstætt rit veriðgefið út áður um íslenskan sjávarútveg. Auk almenns fræðslugildis ætti bókin að koma að notum í skólum og á námskeiðum. Sigfús Jónsson er land- fræðingur að mennt og lauk doktorsprófi í þeirri grein í Englandi árið 1980. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Bókin er 307 siður og í henni er fjöldi skýringarmynda. Nánar verður greint frá bókinni í Feyki eftiráramót. Fólk í Hveragerði Út er kominn hjá Reykjafor- laginu „Mannlíf undir Kömb- um” eftir Guðmund Jakobsson, en hann hefur áður skrifað nokkrar bækur. í þessari bók tekur hann tali fólk í blóma- bænum Hveragerði. Fólkið sem segir frá í bókinni reynist kunna á fleiru skil en garðrækt, það á rætur víðs vegar og verður tíðrætt um æskustöðvarnar og lífshætti fyrri tíma. Auk þess að fræðast um mannlíf í Hveragerði finnur lesandi því æðaslátt liðns tíma.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.