Feykir


Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 12

Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 19. desember 1984 Feykir 26. tölublað - 4. árgangur <' . •••* :,v . Súnaviðtal við veðurathugimarfólk á HveravöUum Utverðir húnvetnskrar byggðar — Við höfum það gott hér og við erum þegar farin að hlakka til jólanna. Við erum búin að baka nokkuð af smákökum og erum að skrifa á jólakortin. Þyrla er væntanleg hingað fyrir jólin og munum við koma kortunum með henni til byggða. Bráðlega setjum við upp jólaljós og við eigum von á að fá grenigreinar með þyrlunni. Jóla- tré munum við hins vegar ekki fá fyrir þessi jól. í heild reynum við síðan að halda jólin sem líkust því sem við höfurn gert undan- farin ár. Helsta breytingin verður sú að nú fáum við enga vini eða ættingja í heimsókn, en við munum hugsa til þeirra ájólum. Þetta var meðal þess, sem Guðný Lára Petersen veðurat- hugunarmaður á Hveravöllum hafði að segja, þegar blaðamað- ur hringdi þangað fyrir nokkru. Guðný og maður hennar, Þórð- ur Ragnarsson, tóku við starfi veðurathugunarfólks á Hvera- völlum á síðasta sumri. En hvernig hefur ykkur líkað dvölin það sem af er? — Við erum mjög ánægð og hér líður okkur mjög vel, sagði Guðný. Veðurfar hefur verið einstaklega gott og raunar að- eins komið 3 eða 4 virkilegir óveðursdagar. Upp á síðkastið hefur þó snjóað allnokkuð og er nú um 40 sm meðalsnjódýpt samkvæmt mælistikum, sem hér eru. Hvað hefur komið ykkur mest á óvart? — Ég átti ekki von á jafn mikilli umferð hér og var fram eftir öllu hausti. Þá var líka mjög gott veður og því auðvelt að komast hingað. Én síðan 3. nóvember hefur enginn komið í heimsókn. Svo er það veðrið. Ég átti von á mikið verra veðri hér en verið hefur í vetur, en það getur vissulega átt eftir að breytast. Hvað gerið þið í tómstundum? — Við lesum rnikið og ég dunda svolítið við handavinnu. Þórður tekur mikið af myndum og framkallar hér sér til gamans. Þá förum við nokkuð á göngu- skíði og hlustum mikið á útvarp. Eruð þið með hund? — Já, við erum hér með Labradorhund, sem við vorum búin að eignast meðan við vorum í bænum. Og mikið af okkar tómstundum fer í að þjálfa hann til þess að leita að fólki, sem hefur grafist í snjó- flóð. Astæðan fyrir þessu tóm- Þann 20. nóvember var stofnað Ferðamálafélag Húnvetninga. Tilgangur félagsins er að efla ferðaþjónustu í sýslunum og bæta þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn. Stofnfund- inn, sem haldinn var á Hótel Blönduós, sátu nær sextíu manns úr báðum sýslunum. Gestur fundarins var Kolbeinn Sigurbjörnsson, sem er formað- ur Ferðamálasamtaka Norður- lands. Það hefur nokkuð lengi verið rætt um það innan héraðs að nauðsyn væri að efla ferða- mannaþjónustu og auka tekjur af ferðamönnum. Vorið 1983 stundagamni er sú að við erum bæði félagar í Björgunarhunda- sveit íslands. Félagar í þeirri sveit eiga hunda, sem þeir þjálfa til þess að leita að fólki. Við högum þjálfuninni þannig að við stingum upp snjóskafl þann- ig að hann líkist því að fallið hafi snjóflóð. Síðan gröfum við ann- að hvort okkar í skaflinn. Þá er hundinum hleypt út og hann gekkst J.C. Húnabyggð fyrir borgarafundi um ferðamál og var þar m.a. skorað á sýslunefnd A.-Hún. að beita sér fyrir því að ferðamannaþjónusta yrði efld. Sýslunefnd kaus þriggja manna ferðamálaráð. Það gekkst fyrir fundi þar sem ákveðið var að vinna að stofnun ferðamála- félags fyrir Austur- og Vestur Húnavatnssýslu. Þar var kosin undirbúningsnefnd sem boðaði svo til stofnfundarins. Formaður Ferðamálafélags Húnvetninga var kjörinn Ás- gerður Pálsdóttir á Geitaskarði. Hún sagði að tilgangi sínum hyggðist félagið fyrst og fremst látinn leita. Og það er merkileg! hvað hann er alltaf fljótur að finna okkur og byrjar þá að grafa alveg brjálaður. Þá hleyp- ur það okkar sem uppi er til og hjálpar honum að grafa ogsíðan fær seppi einhver verðlaun fyrir. Það sem okkur vantar nú er að fá einhverja aðra til þess að grafa og láta hundinn leita að. Það er ekki nógu mikil æfing að ná með því að auka samvinnu milli þeirra, sem vinna að ferðamálum í héraðinu. Fyrsta verk félagsins verður að gefa út kynningarbækling um sýslurnar. Eggert Levy skóla- stjóri á Húnavöllum var fyrir nokkru ráðinn til þess að vinna að því verki og er þess vænst að bæklingurinn komi út síðar í vetur. Þá mun félagið beita sér fyrir því að skoðunarverðir staðir í héraðinu verði merktir og það mun leita nýrra leiða til þess að laða ferðamenn inn í héraðið. „Hér eru miklir möguleikar ónotaðir”, sagði Ásgerður. hann leiti alltaf að þeim sömu. Því er aldrei að vita nema við förum fram á það við þá, sem hingað kunna að rekast í vetur að fá að grafa þá í fönn. Já, þú mættir gjarnan geta þess að við hefðum sérstaka ánægju af að fá hingað gesti, sem væru til í þetta. Hvemig finnst ykkur útvarps- dagskráin? — Okkur finnst útvarpsdag- skráin mjög góð sérstaklega á kvöldin. Við höfum raunar aldrei hlustað á útvarp fyrr og fer fátt af töluðu orði fram hjá okkur. Þegar sígildir tónleikar eru á rás eitt hlustum við þó frekar á rás tvö, sem hér heyrist mjög vel. Sjónvarp sjáum við hins vegar ekki, en á staðnum er videótæki, sem veðurstofan á. Galli er hins vegar þar á að við höfum fáar spólur. Það gerir þó ekki svo mikið til, því jafnvel þær spólur sem við erum með, horfum við fremur lítið á. Að þessum orðum töluðum þökkuðum við Guðnýju fyrir spjallið, og vonum að þessir útverðir húnvetnskrar byggðar í suðri eigi gleðileg jól og góðan vetur á Hveravöllum. „Málið er hvort þeir aðilar, sem hér hafa hagsmuna að gæta, eru tilbúnir að gera það sem þarf til þess að auka ferðamanna- strauminn”. Auk Ásgerðar voru kjörin í stjórn Ferðamálafélags Hún- vetninga: Flemming Jenssen Hvammsstanga, Halldór Jó- hannesson Víðigerði, Hallbjörn Hjartarson Skagaströnd, og Ingvi Þór Guðjónsson Blöndu- ósi. Þeir sem vilja geta gerst stofnfélagar, en þurfa að tilkynna það stjórn félagsins fyrir febrúarlok. Félagið hefur gerst aðili að Ferðamálasam- tökum Norðurlands. □ □ Feykir óskar lesendum sínum þess að þeir eigi hamingjurík og friðsœl jól Kœrar þakkir fyrir samskiptin á árinu. □ □ Ferðamálafélag Húnvetninga stofnað Hlutafé Dögunar stóraukið Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarið á rekstri og eignaraðild að rækjuvinnslunni Dögun hf. á Sauðárkróki. Garðar Sveinn Árnason fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar sagði í samtali við Feyki að nýverið hefði hlutafé fyrir- tækisins verið aukið úr 2 í 5 milljónir króna og hluthöfum fjölgað til muna. Hlutafjársöfn- un væri nú lokið og mætti nefna að útgerðir bátanna Blátinds og Týs frá Sauðárkróki væru nú báðar hluthafar að rækjuvinnsl- unni svo og útgerð báts frá Hvammstanga er gerir út á djúprækju. Sú breyting yrði samfara þessu að rækjuvinnslan myndi ekki lengur gera rækjubátana út sjálf heldur eigendur bátanna og myndu þeir landa hjá vinnslunni; útgerð og vinnsla yrðu aðskilin. Garðar sagðist vona að þetta yrði báðum aðilum til aukinna hagsbóta. Islenska útflutningsmiðstöðin hefur einnig gerst hluthafi að fyrirtækinu og mun hún sjá um útflutning og sölu á megninu af þeirri rækju sem unnin er hjá fyrirtækinu. Nú í haust hafa 3 bátar lagt upp hjá rækjuvinnsl- unni, Blátindur og Týr frá Sauðárkróki, og Hafborgin frá Hofsósi. Aflinn frá ágústlokurn af rækju uppúr sjó nemur um 182 tonnum en það gerir um 46 tonn af fullunninni rækju. Af því sagði Garðar að þegar væru farin frá þeim um 38 tonn. „Fjárhagsvandi fyrirtækisins hefur fyrst og fremst stafað af því, að mjög erfiðlega hefur gengið að fá greitt fyrir þá rækju sem seld hefur verið. Frá upphafi erum við búnir að selja um 64 tonn en aðeins hefur verið greitt fyrir 10 tonn,” sagði Garðar Sveinn. Undanfarið hefur verið unnið við uppsetningu nýrra tækja í vinnslunni og nefndi Garðar þar helst forhreinsibúnað sem hreins- ar óhreinindi úr rækjunni áður en hún færi í pillunarvél. „Slíkur útbúnaður margborgar sig,” sagði Garðar, „þar sem með honum sparast nær fjórfaldur viðhaldskostnaður á pillunar- vélinni. Auk þessa, er verið að koma fyrir blásara sem hreinsar rækjuna áður en hún fer á færibandið. Þegar sá búnaður hefur verið tekinn í gagnið munum við taka upp bónuskerfi hjá starfsfólkinu. Hér starfa nú um 15 manns og í allt haust hefur verið unnið 6 daga í viku og 10 tíma á dag. Við greiðum álag ofan á tímakaupið núna en um áramótin verður breytt yfir í bónusinn.” Garðar sagði enn- fremur að með þessum nýja búnaði verði rækjuvinnslan jafn vel búin tækjum og aðrar slíkar verksmiðjur hér á landi. Um þessar mundir er lítil starfsemi hjá Dögun og flestu fólki verið sagt upp störfum, en upp úr mánaðamótum janúar- febrúar hefst vinnslan að nýju. Bátarnir þrír sem lagt hafa upp hjá rækjuvinnslunni hafa nú skipt yfir í hörpudiskveiðar og leggja upp í Hofsós. „Þetta verður nokkuð erfiður vetur fyrir fyrirtækið, en við ætlum okkur að koma blómstrandi undan honum í vor,” sagði Garðar Sveinn að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.