Feykir


Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 7

Feykir - 19.12.1984, Blaðsíða 7
FEYKIR 7 Tröllaskagi Framhald af 5. síou. Vikið, og samkvæmt mælingum okkar mun hann hafa verið um það bil 1300 metra hár. Hæðartölur eru fáar á kortum yfir þetta svæði, enda urðum við varir við, að varlega ber að treysta kortunum, því nákvæmni þeirra er ekki sem best verður á kosið þarna. Ofan af hnjúknum sáum við of heima alla líkt og Óðinn úr Hliðskjálf forðum. Við sáum ofan í fram-Svarfaðardal, ofan í Ólafsfjörð, ofan í Fljót og Skagafjörð. Til suðurs gnæfðu tindar Tröllaskagans, risavaxin steintröll og risar, sem gera nafngiftina skiljanlega hverjum sem það lítur. Dvöldum við þarna nokkra stund, snæddum nesti og biðum þess hvort til Fljótamanna sæist. Þar eð nokkuð tók að líða á dag, og við vildum hafa bjart til byggða aftur, var haldið aftur af stað, þegar örvænt þótti um komu Fljótamanna. Fréttum við enda síðar, að minna hafði orðið úr för þeirra en til stóð. Var ákveðið, að til þess að þurfa ekki að fara sömu leið aftur og kanna nýjar, að halda ofan af Unadalsjökli og út Unadal allt til Hofsóss, en við höfðum svo ýmsa útvegi tilbúna til þess að komast heim þaðan. Fram til þessa, hafði Sigurþór haft forystuna á hendi eins og mun jafnan vera í ferðum þeirra félaga, en nú tók Ingólfur við því hlutverki. Ingólfur hafði útbúið úr álplötu litla snjóþotu til að hafa aftan í sleða sínum, og flutti hann þar varaforða af bensíni. Nú var tekið að draga upp á suðurlofið blikutrefjar, og farið að kula nokkuð af suðri. Tók þá fljótlega að skafa, og spilltist skyggni nokkuð hið næsta okkur þegar neðar dró á jökulinn. Ingólfur ók fremstur, sem fyrr segir, og síðan hinir á eftir, tveir og tveir samhliða. Þar eð Ingólfur var nokkuð á undan, sáum við, sem voru aftastir hann ekki alltaf jafnvel í kófinu. En við urðum varir við, að félagar okkar stöðvuðu sleða sína skyndilega því Ingólfur hafði gefið hættumerki með hendinni, ogsíðan horfiðsjónum þeirra, eins og jökullinn hefði gleypt hann. Það fyrsta, sem okkur datt í hug var að sjálfsögðu jökulsprunga, en rétt í því vetfangi svifaði kófinu frá, og sáum við þá, að við vorum staddir ofanvert við krappa hvilft í jökulinn, líklega myndaða af stöðugum vindsveip, og var brúnarhengja efst í hvilftinni. Langt, langt fyrir neðan sáum við Ingólf gefa merki með höndunum, og benda okkur að aka til suðurs. Við vorum að sjálfsögðu fegnir að sjá, að Ingólfur var ómeiddur, og í ljós kom, að litlu sunnar mátti komast með góðu móti utan með hvilft á skafli. Líklega hefði þó verið erfitt að komast þar upp á þessum gömlu sleðum. Þegar niður kom, var Ingólfur spurður spjörum úr um þessa flugferð sína, því flugferð hafði þetta greinilega verið. Sleðinn hafði ekki snert snjóinn á 60-70 metra kafla, en snjóþotan góða, sem var aftan í sleðanum, hafði lafað niður á fluginu, og lækkað þyngdarpunkt sleðans nægilega til þess að hann snaraðist ekki, og Ingólfur gat því setið hann eins og ekkert hefði í skorist. Þótti okkur öllum, sem við hefðum hann úr Helju heimtan. Þegar þarna niður var komið, hafði dregið mjög úr skafrenningi og vindi, og hélst það niður af jöklinum og niður á dal. Neðan við jökulinn tók við krappt gil, og leist okkur illa á að komast það og niður á dalinn. Mun á renna þarna undan jöklinum, efstu drög Unadalsár. Greinilegt var, að foss var þarna í gilinu, en ís og hjarn huldi hann Tóku menn þann kostinn, að láta sleðana fara mannlausa þarna niður af fossbrúninni, en klifra sjálfir niður á öðrum stað. Tókst þetta vonum framar, en Friðrik lét sig hafa það að sitja sleðann niður, enda ýmsu vanur í þeim efnum. Héldum við síðan niður dalinn. Þótti okkur Unadalur allmiklu lengri en við töldum hann vera, því neðan frá að minnsta kosti lítur hann út fyrir að vera örstuttur, en raunin er önnur. Var degi tekið mjög að halla er við komum niður undir þjóðveginn. Snjó var tekið að leysa, því þíðviðri var komið og sunnan þeyr. Tókum við þó þann kost að reyna að aka á sleðunum eftir vegarskurðum inn Höfðaströnd og Oslandshlíð allt til Smiðsgerðis, þar sem jeppar og kerrur biðu okkar. Var þetta allsukksamt ferðalag, því víða var orðið blautt yfirferðar. Tókst þetta þó að lokum og var orðið myrkt er við komum inn að Smiðsgerði. Voru menn heldur handfljótir að koma sleðunum á kerrurnar og var síðan haldið heim á leið og gekk heimferðin vel. Þetta ferðalag verður þeim sem þátt tóku í því minnistætt, þótt skrásetjara verði það trúlega minnisstæðara en öðrum, vegna þess að hann eróvanur slíkum ferðum, svo sem fyrr greinir. Ekki skal því látið hjá líða, að þakka þeim félögum fyrir tillitssemi og þolinmæði við óvaninginn, því ekki þarf að fara mörgum orðum um það, að slíkir tefja oft illa fyrir hinum þjálfaðri. Sú þekking og kunnátta á landslagi þarna mun og síðar hafa komið þeim félögum aðgagni, er þeir tóku að sér að koma skála ferðafélaganna Hörgs og Svarfdæla upp á Tungnahrygg síðar. Var það mikið afrek og þarf að tíunda síðar, að koma skálanum upp snarbratta fjallshlíð og jökul upp í rúmlega tólf hundruð metra hæð, þar sem hann stendur. En hér verður látið staðar numið í bili. Séra Róbert Jack kominn úr sinni árlegu Skotlandsferð — Já, ég er nýkominn heim úr þriggja vikna ferð til Skotlands, Englands og Wales, sagði séra Róbert Jack prófastur á Tjörn á Vatnsnesi í stuttu símtali við blaðamenn eitt kvöldið nýlega. í þeirri ferð kvaðsthann hafa horft á marga knattspyrnuleiki og hittvini og kunningja þar ytra. Séra Róbert er heiðursfélagi Glasgow Celtic og hefur verið það frá 1961. Hann fer árlega utan en er venjulega ekki svo lengi sem nú. — Ég er alltaf jafn mikill áhugamaður um knattspyrnuna, sagði séra Róbert. — En breytingar eru miklar í þessari íþróttagrein. Nú er orðinn miklu meiri hraði en var á mínum tíma og nú eru flestir leikmannanna bundnir því að leika samkvæmt ákveðnu kerfi. Einstaklingarnir fá því ekki að njóta sín jafn mikið og fyrrum, meira er lagt upp úr samspilinu. í ferðinni talaði séra Róbert á bændaklúbbsfundi í dalnum Rhonda í Wales. Sagði hann frá íslenskum landbúnaði og var hugur í bændum þar að koma í kynnisferð til íslands næsta sumar. Séra Róbert sagði að mikið annríki yrði hjá sér um hátíðarnar. Nú þjónar hann á fjórum kirkjum og messartvisvar, bæði ájóladag og á annan í jólum. Sendum félagsmönnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Verkamannafélagið FRAM Sæmundargötu 7a, Sauðárkróki. Jólahangikjötið Á föstudaginn kynnum við jólahangikjötið og þá fáið þið að bragða á kjötinu og um gæði þess. Hangiframpartur ............... 171 Úrbeinaður hangiframpartur......304 Hangilæri ...................... 314 Úrbeinað hangilæri...............472 London lamb, læri................475 London lamb, frampartur..........404 Hamborgarhryggur................271 50 ihdtjfi/ðintjmi) Þú þarft ekki annað! munu koma við í Skagfirðingabúð á föstudag og laugardag kl. 16. Þeir vita hvar hagkvæmast er að versla. Ekta jól Amerísku Delicius jólaeplin á sérstöku jólatilboðsverði: 18 kg í kassa á aðeins 950:- 53:- Þetta tilboð gildir til jóla. pr. kg

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.