Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 =N FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími 456 4011, fax 456 5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma 456 3223 (ísprent). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, hs. 456 4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 3223. LEIÐARI Bns og okkur einum er lagið Mikið fjári eru okkur íslendingum mislagðar hendur þegar lokka á erlenda ferðamenn til landsins og efla með því þann vaxtarbrodd sem vænlegastur þykir um þessar mundir. Ekki skortir neitt á góða sölumennsku, frá- bærar ferðaskrifstofur, flugfélög, skipafélög, rútubíla og einstæða náttúru. Enginn efast um ágæti landsins, Bláa lónsins, tign vestfirsku fjallanna og gestrisni landans. Fáirefast meira að segja lengur um réttmæti þess að flytja inn ferðafólk og stuðla að aukinni ferðamennsku, helst allt árið um kring. Það er aðeins einn hængur á. Sjálf kunnum við ekki að tala saman. Við getum ekki rætt einföldustu hluti án þess að stofna öllu upp- byggingarstarfi í landinu í voða. Tjáskipti virðast vera með þvílíkum tormerkjum að ekki má einu sinni minnast á umræður um kaup og kjör án þess að allt þurfi vitlaust að verða. Áhrifin láta ekki á sér standa. Erlendir ferðamenn hætta við st'nar ferðir. Erlend fyrir- tæki forðast að hugsa um fjárfestingar hér á landi vegna óstöðugleika á vinnumarkaði. Meira að segja umræða íslenskra pólitíkusa um sölu á djúpferjunni Fagranesi í vetur hefur haft þau áhrif að Þjóðverjar telja víst að búið sé að leggja niður hinar vinsælu Horn- strandaferðir. Nú á svo að bæta enn einni rós í hnappa- gatið. Samningum um póstflug innan Vest- fjarða hefur verið sagt upp. Fóstflug sem auglýst hefur verið upp í tengslum við út- sýnisflug með ferðafólk. Bara fréttin um slíka uppsögn getur haft meiri áhrif en marga grunar. Ef við setjum okkur augnablik í spor ferðamannsins sem fréttir af þessari uppsögn, þá er meira en líklegt að hann segi sem svo: Ekkert póstflug, er þá útsýnisfluginu hætt líka? Þar með er hann búinn að afgreiða málið, flettir upp á næsta ferðamöguleika og varla til íslands, ef það er eins víst að hann verði strandaglópur vegna innbyrðis deilna hjá ís- lendingum. Ef þetta heitir ekki að skjóta undan sér lappirnar - ja, hvað er það þá? Hörður Kristjánsson. ISAFJARÐARLEID VÖRUFLUTNINGAR Aöalstræti 7 • ísafirði S 94-4107 S 985-31830 S 985-25342 Miðvikudagur 28.júní 1995 ----- --------------------- \ FRÉTTAB LAÐIÐ Vel heppnuö Jónsmessuferð með Fagganum - rúmlega 150 farþegan sigldu með skipinu Síðastliðið laugardags- kvöld fór Djúpbáturinn Fagranes í Jónsmessuferð, svokallaða „Draumaferð á Jónsmessu“. Siglt varfrá Isafirði norður í Jökulfjörður og síðan út með Grœnuhlíð ogfyrirRit uns vel sást inn í Aðalvíkina. Snorri Grímsson var leið- sögumaður íferðinni, lýsti því sem fyrir augu bar og sagði sögur úrýmsum áttum. Var gerður góður rómur að leiðsögn hans. A bakaleiðinni var hins vegar sungið og dansað við harmonikkuleik þeirra Asgeirs Sigurðssonar og Haraldar Magnússonar. Var mikið fjör á þilfarinu alla heimleiðina og oft þröngt setinn bekkurinn. Var sungið alveg uns lagst var bryggju á Isafirði. Veður var ágœtt, nokkuð svalt í veðri, en Jónsmessu- sólin lét ekki sjá sig. Það kom þó ekki að sök, fólk klœddi af sér kultlann eða söng sér til hita og allir voru með sól í sinni. Greinilegt er aðfólk kann að meta ferðir af þessu tagi, því rúmlega 150 manns voru íferðinni og eins og áður sagði mikið fjör. Þá mœtti bjóða upp á svona ferðir oftar yfir sumarið. Að lokum má geta þess, að laugardaginn ó.júlífer Fagranesið ífjölskylduferð til Hesteyrar og er vissulega ástœða til að hvetjafólk til að mœta. I fyrra urðu 60 manns af Hesteyrarferð vegna þess að það lét ekki skrá sig í hana tímanlega heldur mœtti á bryggjuna við brottfór. Þá var skipið orðiðfullt en hafði leyfi til að flytja 250 manns iþá ferð. Fararstjóri og leiðsögumaður verður Gísli Hjartarson. - Hjördís. Rúmlega 150 manns fóru í Jónsmessuferðina með Fagranesinu JJfllP Dansað og sungið á heimleiðinni Harmonikuleikurinn. Asgeir Sigurðsson og Haraldur Magnússon sáu um hljóöfæraleikinn Fimmtugsafmæli Fimmtug verður mánudaginn 3. júlí Kristín Gísladóttir, Bakkavegi 15, Flnífsdal. Hún og eiginmaður hennar, Kristján S. Kristjánsson, taka á móti gestum á heimili sínu efiir kl. 19.00 á afmalisdaginn. Hvítasunnukirkjan Salem í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar verðum við með tjald- samkomur á Eyrartúni (við gamla sjúkra- húsið) frá fimmtudegi til sunnudags kl. 20.30 öll kvöld.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.