Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Side 8
VESTFIRSKA 8 Árleg sumardvalarferö eldrí borgara á Vestfjörðum: Dvalið á Eiðum að þessu sinni Hin árlega sumardvalarferð eldri borgara á Vest- fjörðum á vegum Rauða kross íslands verður farin í ágúst, nánar tiltekið 17.-23. ágúst, og verður dvalið á Eiðum á Fljótsdalshéraði. Undanfarin 12 ár hefur verið farin samskonar ferð og dvalið á mismunandi stöðum á landinu. Allmörg ár eru síðan farið var austur á Hérað og má segja að kominn sé tími til að Vestfirðingar heimsæki Héraðs- búa á ný. Sigrún G. Gísladóttir á Flateyri hefur verið skipu- leggjandi og fararstjóri í flestum ferðunum. Sigrún dvelst nú erlendis fram á haust. Hefur Helga Jónas- dóttir á Tálknafirði tekið við af henni og mun hún á- samt Sigrúnu Magnúsdóttur á Flateyri sjá um ferðina í ár. Sigrún og Helga taka niður pantanir og veita upp- lýsingar um ferðina nk. sunnudag, 1. júlí, milli kl. 18 og 20, og næstu daga á eftir, á meðan enn eru laus sæti. Hringið í Sigrúnu í síma 456 7759 eða Helgu í síma 456 2606 til að bóka í ferðina. Golfkennari kennirungling- um á ísafirði - frí nýliðakennsla öll mánudagskvöld Hörður Arnarsson golfkennari verður á ísafirði dag- ana 4. og 5. júlí. Hann mun eingöngu verða með kennslu fyrir unglinga og verður kennt báða dagana á golfvellinum í Tungudal. Þessari kennslu verður svo fylgt eftir með unglinganámskeiðum sem meðlimir golfklúbbsins sjá um. Nánari upplýsingar og tímapantarir eru í golfskál- anum, bæði á staðnum og í síma 456 5081. Einnig vill Golfklúbbur (safjarðar minna á fría ný- liðakennslu sem fer fram á golfvellinum öll mánu- dagskvöld kl. 20. Árneshreppur: Túnin handónýt og djöfuls ástand „Ég var að byrja að bera á túnin í dag“, sagði Guðmundur á Munaðarnesi í samtali á mánudaginn. „Það er nokkuð seint maður. Djöfuls ástand. Snjórinn fór svo seint að við erum að byrja að bera á karlarnir hérna í hreppnum. Túnin eru lengi að þornasvo hægt sé að fara um þau með vélar. Að vísu eru túnin handónýt. Það er óhemju kal og á sumum bæjum eru túnin handónýt, held ég, má ég segja. Annars er þetta mjög misjafnt eftir því hvar það er. Það er ekkí mjög mikið kal hjá mér, en töluvert. Það er mikið í Norður- firði, á Melum og í Víkinni. Þetta er djöfuls ástand.“ -GHj. Miðvikudagur 28.júní 1995 | FRÉTTABLAÐIÐ Samhugur í verki: Úthlutun söfn- unarfjár lokið - Greinargerð sjóðstjórnar Hér fer á eftir greinargerð sjóðstjórnar söfnunarinnar Samhugur í verki vegna snjó- flóðanna í Súðavík í vetur: Sjóðsstjórn söfnunarinnar Samhugur í verki hefur nú lok- ið úthlutun söfnunarfjár vegna snjóflóðanna í Súðavík í janúar sl. Söfnunarfé nam um 290 milljónum króna, en þar af eru rúmar 25 milljónir króna frá Færeyingum, sem verður að þeirra ósk varið til þess að reisa nýjan ieikskóla í Súðavík. Sjóðstjórnin telur, að öllum þeim, sem hlut gátu átt að máli, hafi verið gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Hún hefur afgreitt allar umsóknir um framlög úr sjóðnum og aðeins í örfáum tilvikum talið sig þurfa að synja beiðni. Sjóðstjómin hefur út- hlutað um það bil 189 milljón- um króna til einstaklinga og fjölskyldna og tæpum þremur milljónum króna til samfélags- legra verkefna, en ekki hefur verið greitt vegna tjóns at- vinnurekstrar í Súðavík eða sveitarsjóðs. I framangreindri úthlutun eru framlög til nokk- urra aðila utan Súðavíkur, sem urðu fyrir tjóni af völdum nátt- úruhamfara vegna veðurlags um það leyti, sem snjóflóðin féllu í Súðavík. Nánari reikn- ingsskil sjóðstjórnar, sem Ólafur Nilsson löggiltur endur- skoðandi hefur unnið, munu verða birt í Lögbirtingablaði. Sjóðstjórnin hefur að undan- förnu haft til sérstakrar athug- unar ráðstöfun eftirstöðva söfnunarfjár, þegar úthlutun neyðaraðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna er lokið. Hún hefur fengið formlegt erindi frá hreppsnefnd Súðavíkurhrepps um að úthluta „húseigendum í Súðavík ákveðinni upphæð til greiðslu á gatnagerðarkostnaði í „nýrri Súðavík“. Upphæð út- hlutunar fyrirhvern húseiganda taki mið af stærð og tegund húseignar. Úthlutun verði lögð inn á reikning Súðavíkur- hrepps við Sparisjóð Súðavík- ur, sveitarstjórn til ráðstöfunar til gatnagerðar...“ Þessi tillaga var kynnt á borgarafundi í Súðavík 23. maí sl. sem al- mennur vilji Súðvíkinga og sætti hún ekki andmælum. Þá hafa og verið til umfjöllunar í sjóðstjórninni hugmyndir um stofnun sérstaks sjóðs, er veitt gæti styrki og bætur vegna tjóns og röskunar af völdum náttúruhamfara á ókominni tíð. Af hálfu sjóðstjórnar hefur verið rætt um ráðstöfun eftir- stöðvanna við hreppsnefnd Súðavíkurhrepps, stjórnir Rauða kross Islands og Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og for- svarsmenn þeirra aðila, sem stóðu fyrir hinni upphaflegu söfnun. Þá hefur forsætisráð- herra verið kynnt staða máls- ins. Að vandlega athuguðu máli hefur sjóðstjómin ákveðið að verja eftirstöðvum söfnunar- fjárins, um 73 milljónum króna, til þess að styrkja þá einstaklinga, sem bjuggu í Súðavík fyrir snjóflóðin og þurfa að koma sér upp þaki yfir höfuðið í hinni fyrirhuguðu nýju íbúðabyggð í kauptúninu. Sjóðstjórnin telur rétt, að byggingarstyrkir til Súðvíkinga verði inntir af hendi í upphafi byggingarframkvæmda, og verði greiðslur jafnar og óháðar stærð fyrirhugaðra fasteigna. Gert er ráð fyrir því, að fjárhæð byggingarstyrksins verði á- kveðin, þegar fyrir liggur, hversu margir einstaklingar hyggjast hefja byggingarfram- kvæmdir. Sjóðstjórnin telur þessa ráðstöfun til þess fallna að styrkja endurreisn í Súða- vík, sem ákvörðun hefur þegar verið tekin um, enda er hún í samræmi við tilgang hinnar al- mennu tjársöfnunar vegna snjóflóðanna í janúar, sem skóku grundvöll samfélagsins í kauptúninu með svo afdrifa- ríkum hætti. Er þá til þess að líta, að einstaklingar og fjöl- skyldur hafa nú þegar að mati sjóðstjórnar fengið þau fram- lög af söfnunarfé, sem frekast er unnt að fella undir hugtakið neyðaraðstoð. Með þessari ráðstöfun er komið til móts við óskir hreppsnefndar og vilja Súðvíkinga sjálfra og enn frekar stuðlað að uppbyggingu samfélagsins í Súðavík. Sjóðstjómin vill á þessum tímamótum þakka þá miklu velvild og skilning, sem hún hefur notið í störfum sínum. Hún vill jafnframt koma því á framfæri, að hún hefur skynjað glögglega það djúpstæða þakklæti, sem Súðvíkingar bera í brjósti til allra gefenda fyrir þann einstæða samhug, sem þeim hefur verið sýndur í verki. ingibjörg Jónsdóttir myndlistarmaður frá Dynjanda í Arnarfirði: Heldur sína fyrstu einka- sýningu 81 árs að aldri í gistihúsinu Ársölum í Vík í Mýrdal stendur nú í sumar yfir myndlistarsýning vestfirsku listakonunnar Ingibjargar Jóns- dóttur, sem heldur nú sína fyrstu einkasýningu, liðlega áttræð að aldri. Ingibjörg fæddist á Dynj- anda í Arnarfirði árið 1914. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Guðmunda Guð- mundsdóttir, sem bjuggu á Dynjanda frá aldamótum og fram til 1942, að þau brugðu búi og fluttust til sonar síns, Jóns heitins Jónssonar hrepp- stjóra á Bíldudal, sem margir Vestfirðingar kannast við. Nú er Ingibjörg eftir ein á lífi tíu systkina og heldur sína fyrstu einkasýningu 81 árs gömul. Hún hefur alla tíð iðkað list í einhverri mynd. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur stundaði hún saumaskap, og víst er að margar flíkurnar sem hún saumaði voru listaverk. Á síðari árum hefur myndlistin átt í henni æ sterkari ítök og óhætt er að segja að bæði efniviður og myndefni séu fjölbreytt og sköpunargleðin ráði þar ríkjum. Á sýningunni getur að líta bæði olíu- og vatnslitamyndir, myndir unnar úr ull og silki, einnig blómum, grjóti og fjörugróðri. Glöggt má sjá hin sterku ítök náttúrunnar í lista- manninum, sem sækir gjarnan bæði efnivið og innblástur til íslenskrar náttúru. Það er reyndar ekki að undra, þar sem Ingibjörg sleit barnsskónum í stórbrotinni fegurð Vestfjarða, þar sem lífsbaráttan var háð í nánu samspili við náttúruna. Sýning Ingibjargar í Ársöl- um í Vík verður opin til loka ágústmánaðar. Um þrjátíu verk eru á sýningunni. Ingibjörg Jónsdóttir frá Dynjanda í Arnarfiröi ásamt nokkrum verka sinna. HJA OKM FÆRÐU NYJUSTU MYNDBONDIN 350 Videoúrval Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 3339

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.