Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Síða 12

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Síða 12
NýjiZ vegázhttnclbókirr er komin — Verð kr. 2.980.— BOKHLAflAN sími 456 3123 | FRÉTTABLAÐIÐ | RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 Flugfélagiö Ernir 25 ára: | Opið hús á sunnudaginn - kaffi og kökur og flugvélarnar til sýnis Flugfélagið Emir hf. á ísafírði er 25 ára um þessar mundir. Af því tilefni verður opið hús hjá félaginu inni á Isafjarðar- flugvelli á sunnudaginn (2. júlí) frá kl. 13 til 18. Gestum verður boðið upp á kaffi og kökur og flugvélamar verða til sýnis. Sjóstanga- veiðimót á ísafirði - haldið um næstu helgi Sjóstangaveiðímót Sjóstangaveiðifélags ísfirðinga (SJÓIS) verður haldið um næstu helgi eða dagana 30. júní og 1. júlí. Mótið er hluti af íslandsmótinu í sjóstangaveiði með þátttak- endum frá ísafirði, Bolungarvík, Akureyri, Snæfellsbæ, Siglu- firði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Mótið verður sett á morgun, fimmtudaginn 29. júní kl. 21.00 í Frábæ, þar sem keppendum verður raðað niður á báta. Róið verður frá Bolungarvík á fimm til sex bátum, allt 10-30 rúmlesta traustum trébátum með þaulvönum skipstjórum sem gjörþekkja veiðislóðina. Veitt verður í 7 til 8 klukkustundir hvorn daginn og látið úr höfn kl. 7 á föstudags- og laugardagsmorg- un. Enn er möguleiki fyrir Vestfirðinga að láta skrá sig í síma 456 4044 (Sigrún), 456 3298 (Þórir), 456 4145 (Sigríður) og 456 7547 (Ragnheiður). Þátttökugjald er kr. 10.000 og er innifalið m.a. akstur milli ísafjarðar og Bolungarvíkur, beita, nesti veiðidagana svo og veislumáltíð og dansleikur á lokahófi seinni daginn. Sjóstangaveiði er einstök upplifun fyrir alla sem reyna, jafnt landkrabba sem og þaulvana sjómenn, í skemmtilegum fé- lagsskap og spennandi keppni. (Frá stjórn SJÓÍS). Hjarta- og fjölskylduganga nk. laugardag Efnt verður til hjarta- og fjölskyldugöngu um land allt á laugardaginn, 1. júlí. Gengnir verða 4-5 km eða skemmri vegalengd, allt eftir getu hvers og eins. Ganga þessi er fyrir alla, unga sem aldna. Fólk á þéttbýlisstöðum Vestfjarða er beðið um að kynna sér götuauglýsingar um brottfararstaði og tíma. Á ísafirði verður lagt af stað frá Sjúkrahúsinu kl. 14.00 og í Bolungarvík frá Sundlauginni kl. 14.00. Allir með út að ganga sér til heilsubótar! Strandin: Vestfirska hefur heyrt... ...að buddan hjá ísfirsk- um húsmæðrum og hús- feðrum komi til með að létt- ast mun hraðar á næstunni en verið hefur. Nú er nefni- lega verið að skrúfa fyrir grautinn og þykku matar- miklu súpuna sem veitt hefur verið í hvert hús á ísafirði lengur en elstu menn muna. í staðinn hella bæjaryfirvöld hreinu blávatni í leiðslurnar, algjörlega næringarlausum fjanda... ...að ættarmót séu nú haldin á hverri þúfu á íslandi helgi eftir helgi. Varla eru hjón fyrr búin að koma barni á legg en búið er að hóa saman á ættarmót. Sum eru þó ættar- mótin sem standa undir nafni og þannig munu Gromsarar, afkomendur Hálfdáns Örn- ólfssonar hreppstjóra í Vík- inni, fjölmenna svo hundr- uðum skiptir í Sælingsdal í Dalasýslu um helgina. Heyrst hefur að þar verði skálað í kaffi... ...að hörgull sé nú á göml- um bílum á Isafirði. Flest er nú uppselt sem einhverntíma hefur talist til bíla og orðið vel ryðgað og illa til haft. Skýringin er sú að rússneskur togari kom í höfn á ísafirði í síðustu viku... ...að tíu ára gamlar Lödur Sport séu nú metnar á fimm hundruð dollara og tvær flöskur af vodka. Spurningin mun bara snúast um það undir hvaða lið eigi að setja söluna á skattframtalinu... Addi á Öldunni kominn í lestina, tilbúinn aö landa. Utafkeyrsla í Steingrímsfirði Bifreið ók út af þjóðveginum í Steingrfmsfirði á laugardags- kvöldið, við Hvalvík rétt sunn- an við Kirkjuból, milli Kirkju- bóls og Heydalsár. Bfllinn valt ekki, heldur stakkst inn í barð. Gísli Jón Kristjánsson frá Armúla, á Öldunni IS 47, hefur verið að gera það gott á dragnótinni síðan um mánaða- mótin maí-júní sl. Blaðið hafði samband við Gísla á mánudag- inn þar sem hann var að láta dragnótina fara um 10 sjóm. út af Ryt. „Það er suðvestan gola og sólskin", sagði Gísli. „Vestanáttin sem hefur verið undanfarið er að ganga niður. Þetta hefur gengið ágætlega hj á okkur og ég er mjög ánægður. Við höfum verið að koma inn og landa ágætis afla af kola eftir tvo og þrjá daga. Við höf- um verið að fá kolann á 10 mflunum út af Rytnum. Þetta er allt koli. Við fengum talsvert af steinbít út af Hnífsdalnum, út af gömlu sorpbrennslunni, fyrstu dagana. Það er búið núna. Við verðum á snurvoðinni í sumar. Við erum þrír á, Arn- aldur Sævarsson, Hjörtur Strákarnir á Óldunni komu inn í gær (þriöjudag) meö 6 tonn af kola. Hér eru þeir aö undirbúa löndun, f.v. Gísli Jón, Hjörtur og Arnaldur. Waltersson og ég. Ég er að kasta út af Rytnum í glaðasól- skini og strákamir eru syngj- andi glaðir á dekkinu. Þeir fengu ekkert helgarfn núna greyin, enda eru þeir óvenju sprækir í dag“, sagði Gísli frá Armúla á Öldunni IS 47 í sam- tali við blaðið. -GHj. Sjórinn oy fiskiríið: Þeir gera það gott á Öldunni ÍS 47 Hátt er þama út af veginum. Nóg að gera hjá púkunum Púkarnir í unglingavinn- unni á Isafirði eru þessa dag- ana í óða önn við að merkja götur kaupstaðarins og vinna ýmis önnur þörf störf fyrir samfélagið. í gær, þegar blm. átti leið um bæinn, voru fimm þeirra að mála gangstéttarbrún við Hafnarstræti í gulum lit sem táknar að þarna sé bannað að leggja bifreiðum. Ymislegt annað hefur verið málað í leiðinni, t.d. má sjá stóra málningarklessu á öxl þess sem næstur er á myndinni. Einnigeru buxurnar í skraut- legra lagi. Fimm manns voru í bflnum og þurfti að flytja tvær stúlkur með sjúkraflugi til Reykjavík- ur. Reyndust þær ekki vera mikið slasaðar. Aðrir í bifreið- inni sluppu með skrámur. Enginn var með öryggisbelti nema ökumaðurinn. Bifreiðin er mikið skemmd eða ónýt. -GHj. Það er auma þynnkan sem kemur úr krananum núna. Engír ormar, enginn mosi, bara vatn! -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.