Feykir


Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 2

Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 7/1986 Óháð fréttablað ^ fyrir Norðurland vestra Eeykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón Gauti Jónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Hermann Sæmunds- son, Magnús Ólafsson, Skúli Þórðarson ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 45 krónur hvert tölublað; í lausasölu 50 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 140 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern mið- vikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf„ Sauðárkróki. -----------------------------leiðari — Sæluvika Skagfirðinga Sæluvika Skagfirðinga gengur brátt í garð. Heimildir benda til að hún sé orðin aldargamalt menningar- fyrirbæri í Skagafirði. Upphaflega var hún nefnd Sýslufundarvika og var haldin í tengslum við árlegan sýslufund. Á þeim tímum var valdssvið sýsiunefnda með öðrum hætti en nú, og algengt var að fólk fylgdist með því sem fram fór á fundunum. Var því ekki óeðlilegt að menn nýttu sér kaupstaðarferðina og léttu sér lund á ýmsan hátt í leiðinni. Frá og með 1885 var farið að halda sýslunefndarfundina á Sauðárkróki, og þrátt fyrir það að ekki sé ljóst með öllu um form sýslunefndarfunda á árunum kringum 1880, bendir flest til að fólk hafi gert sér dagamun á þessum árstíma. Heimildir benda til að leiksýningar og dansskemmtanir hafi einna fyrst komið til, en á síðasta áratug síðustu aldar hafi málfundir, kappræður og söngur, þ.á m. kórsöngur, verið einnig mjög í hávegum haft. Þá geta heimildir einnig um, að ávallt hafi fjölmenni sótt þessar sæluvikur, jafnvel að samkomugestir hafi orðið fast að einu þúsundi og var það á þeim tíma um þreföldun á tölu bæjarbúa. Er ekki að efa, að þá hefur oft verið glatt á hjalla, ekki síst þegar það er haft í huga, að á þeim tímum var þessi skemmtun nánast eina upplyfting fólks og hún þurfti að lifa í endurminningu þess til þeirrar næstu að ári. Fólk flykktist víða að, allt frá Siglufirði og vestan úr Húnavatnssýslu, og tæplega þarf að taka fram, að það voru eingöngu heimamenn sem stóðu að öllum undirbúningi og sáu um skemmtiatriði. Því er þetta rifjað upp núna, að þegar dagskrá komandi sæluviku er skoðuð, þá er þar margt furðulíkt og var fyrir um tæpri öld. Sem fyrr eru leiksýningar, dansleikjahald og söngur aðaluppistaðan í dagskránni. Þá verður endurvakin sú skemmtan að hafa mælskukeppni, þar sem í hlut eiga Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki og Menntaskólinn á Akureyri. Er það ánægjulegt til þess að vita, að þessi forna íþrótt á sér nú vaxandi fylgjendur. Eðlilega er dagskráin fjölbreyttari nú en fyrrum, en það sem einkennir hana auk þess sem hér að framan greinir er að enn eru það heimamenn og brottfluttir Skagfirðingar, sem að mestu leyti standa undir dagskráratriðum. Á undanförnum árum hafa þær raddir gerst æ háværari að landsmenn, og þó einkum þéttbýlisbúarséu hættir að geta skemmt sér sjálfir, allt þurfi að vera aðfengið og þá sem mest frá langskólagengnum sérfræðingum í alþjóða skemmtanaiðnaði. Fólk er jafnvel farið aðgefa sér það fyrirfram að hið heimagerða sé ávallt ómerkilegt. Ekki er tekið undir þetta hér, þó vissulega sé öllum hollt að kynnast því sem er að gerast, í þessum efnum sem öðrum, fyrir utan þeirra nánasta umhverfi. Það stendur þó eftir og er hluti af menningu okkar að geta skemmt okkur sjálf, haft ofan af fyrir sjálfum okkur. Því er komandi sæluvika ánægjulegur vottur þess, að við eigum hér enn áhugafólk sem getur og vill leggja fram sinn skerf til þeirra menningar, og einnig því að viðhalda með nýju ívafi, gamalli hefð. sitt úr huerri áttinni — Eitt þeirra mála, sem ríkissljórnin leggur áherslu á að afgreiða fyrir þinglausnir, er frumvarp um lögverndun á starfsheiti kennara. Sjálfsagt er enginn vafi á nauðsyn þessa frumvarps því auðvitað gengur ekki, að hver sem er geti notað svo eftirsóttan titil. En þó að Ijóst sé að setja verði skilyrði um það hverjir megi kalla sig og vera kennarar - þá er það langt frá því að vera Ijóst, hver skilyrðin eigi að vera. Samt hefur verið undar/ega lítið fjallað um þá hlið málsins enda sýnist mér stefna í ónauðsynleg og heimskuleg mistök. Enginn er sem betur fer svo vitlaus að hann sjái ekki nauðsyn þess að gera miklar kröfur hvað snertir góða og nœgilega menntun til kennara- starfsins, - en það verður auðvitað að vera vit íþví hverjar kröfurnar eru, og á það vantar stórlega í frumvarpinu. Þar er m.a. gerð sú krafa að allir framhaldsskóla kemarar landsins sku/i hafa próf í svo kölluðum uppeldis- og kenns/ufræðum ásamt háskólaprófi í kennslu- grein sinni. / Jljótu bragði virðist þetta ef til vill skynsamleg og sanngjörn krafa. Það er þó ekki svo. í Ijós kemur, að flestir - og nœstum allir, kennarar í framhaldsskólum landsins voru ekki nœgilega menntaðir þangað til fyrir um tuttugu árum að einn og einn fór að fullnœgja þeim kröfum, sem gerðar eru í hinu nýja frumvarpi. Það var nefnilega um það leyti sem hin hávísindalega og ópólitíska félagsvísindadeild Háskóla Islands fór að unga út ,,sérfrœðingum” I uppeldis- og kennslufrœðum - svo kölluðum. Skyldi það vera œtlun Sverris Hermannssonar, menntamála- ráðherra, sem þekktur er aðþví að taka heilbrigða og sjálfstœða afstöðu til mála - og oft í andstöðu við ..sérfrœðingana”, að keyra í gegn á Alþingi frumvarp, semgerirflestabestu og menntuðustu menn þjóðar- innar vanhœfa til kennslu - og það á grundvelli þess að þeir hafi ekki nœga menntun? Því á ég erfitt með að trúa. Er þá menntamálaráðherra og þing- mönnum ekki Ijóst að nái frumvarpið samþykki eru t.d. festir prófessorar við Háskóla íslands vanhœfir nl kennslu í framhaldsskólum /andsins - á grundvelli menntunarskorts, því fæstir hafa þeir lagt stund á eins vetrar nám ífélagsvísindadeild? Er þessum ágætu mönnum Ijóst, að Sigurður Nordal hefði ekki verið nógu ,,menntaður” til að vera kennari í íslensku við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki, og sonur hans ágætur Dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri og fremsti hagfræðingur þjóðarinnar um skeið gæti þar hvorki kennt bókhald né hagsögu vegna ónógrar menntunar til starfans. Hann yrði a.m.k. að vera á undanþágu, yrði ekki skipaður I starfið og varla settur - og mætti ekki kalla sig kennara. Tja, mátulegt á Jóhannes kann einhver að hugsa. En hvað segja menn við því að flestir, næstum allir ágætustu skólamem þjóðarinnar t.d Þórarinn Bjömsson, Sigurður Guðmundsson, Pálmi Hamesson - og næstum allir hinir höfðu ekki félagsvísindadeildar stimpilinn I uppeldis- og kennslufræðum, og því ekki nógu ..menntaðir" til að vera kennarar og kalla sig það, þrátt fyrir langt og merkilegt háskólanám. Hvemig væri að memtamála- ráðherra léti félagsvísindadeild gera svo sem eina fræga könnun á því hversu margir af frábærustu (og líka miðlungs) fræði- og vísindamönnum þjóðar- innar teldust hæfir til að kalla sig kennara? Eg set fram þá tilgátu að þeir séu ekki margir - ég leyfi mér meira að segja þau ,,óvísindalegu” vinnubrögð að vita að þeir eru ekki margir. KRÓKSI Rökkurkorinn Laugardaginn 15. mars sl. hélt Rökkurkórinn úr Skagafirði söngskemmtun í Siglufjarðar- kirkju. Rökkurkórinn er blandaður kór, skipaður fólki úr fram Skagafirði, úr Akra-, Seylu- og Lýtingsstaðahreppi, og sem gefur að skilja eru þetta bændur og bændakonur og búandlið, samtals um 40 manns. Á söngskrá voru hátt í 20 lög, útlend og innlend. Ekki skal hér lagður listrænn kvarði á söng kórsins, en í mínum leikmanns- eyrum hljómaði söngur hans vel. Hann sýndi bæði styrk og mýkt og góðan samhljóm, og hlýddi. vel stjórnanda sínum, sem virtist hafa sterk tök á kórnum. Þrír kórfélagar sungu einsöng og fengu góðar undir- tektir urðu að endurtaka lögin. Þau, sem einsöng sungu með kórnum voru þau Sigurlaug Guðmundsdóttir, Sigfús Péturs- son og Pétur Stefánsson. Undirtektir þeirra fáu, sem á kórinn hlýddu voru ágætar og varð hann að syngja aukalög. Undirleik með kórnum léku þau Inga Rún Pálmadóttir og Rögnvaldur Valbergsson. Söng- stjóri kórsins var Stefán Gísla- son, en formaður kórsins er Hjálmar Guðjónsson, Tungu- hálsi, Lýtingsstaðahreppi. Mig langar að þakka Rökkur- kórnum þessa ánægjulegu stund hugsa til þess hvað margir Siglfirðingar fóru á mis við að hlusta á þennan ágæta söng, því alltof fáir komu, - þá gladdi það mig svo sannarlega líka, að verða vitni að því, hvað margt fólk í dreifðri byggð nær góðum árangri og samstillingu með elju og dugnaði við þær erfiðu aðstæður, sem það býr við. Nú, á þessari sjónvarps- og videoöld, þegar allir geta fengið snillinga á hvaða sviði sem er, inn í stofuna til sín, þá finnst mér það virðingar- og hrósvert að fólk skuli ekki láta erfiðar aðstæður aftra sér frá að njóta tjáningar og sköpunargleðinnar, ánægjunnar að gera eitthvað sjálft til að miðla öðrum. Mér finnst að mötun fjöl- miðlanna á fullkomleikanum, t.d. í tónlist og leiklist, skapi minnimáttarkend hjá alltof mörgum, sem annars hafa dulda Framhald bls. 10

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.