Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 12
2. apríl 1986
Feykir
7. tbl. - 6. árg.
Sæluvikugestir
Boröapantanir í síma 5265
HÓTEL MÆLIFELL
Skagafiörður:
Hert
verðlagseftirlit
Á almennum fundi í Verka-
mannafélaginu FRAM á Sauðár-
króki þann 6. mars sl. var m.a.
samþykkt að leita eftir sam-
vinnu við önnur verkalýðsfélög
á svæðinu um skipun sameigin-
legrar nefndar til að hafa með
höndum hert verðlagseftirlit í
Skagafirði. En eins og oftlega
hefur komið fram byggir
árangur síðustu kjarasamninga
að talsverðu leyti á því, hvernig
til tekst með lækkun á verði vöru og
þjónustu.
í framhaldi af þessari sam-
þykkt var haft samband við Jón
Karlsson formann Vmf. FRAM.
I máli hans kom fram að þann
25. mars sl. var mynduð nefnd
stéttarfélaga á svæðinu. Mun
hún þegar vera farin að koma út
ýmsum gögnum s.s. vegg-
spjöldum, en fljótlega eftir
páska mun nefndin fara að
vinna eftir ákveðnu kerfi að
verðkönnun í samráði við
Verðlagsstofnun. /;ej\
Frá tónleikum Karlakórsins Heimis í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Sauðárkrókur:
Vígslukonsert í íþróttahúsinu
Laugardaginn 29. mars sl.
hélt Karlakórinn Heimir söng-
skemmtun í hinu nýja íþrótta-
húsi á Sauðárkróki. Er þetta í
fyrsta skipti sem húsið er notað
til slíks. Kórinn söng bæði
innlend og erlend lög undir
stjórn og við undirleik þeirra
Rögnvalds Valbergssonar og
Stefáns Gíslasonar.
Að sögn Rögnvaldar var að
mörgu leyti gott að syngja í
húsinu þó svo að hljómurinn
hefði nokkuð horfið út í loftið.
„Það hefði hins vegar minnkað
að mun fyrir fullu húsi”. Þrátt
fyrir það að svo hafi ekki verið
að þessu sinni sagði Rögnvaldur
að móttökur hefðu verið mjög
góðar „enda er ávallt gott að
syngja fyrir Skagfirðinga” sagði
Rögnvaldur að lokum í stuttu
spjalli við Feyki af þessu tilefni.
Cígj)
N attúrugripasafn
SkagaQarðar
I febrúar sl. barst bæjarstjórn
Sauðárkróks bréffrá sýslunefnd
Skagafjarðar þar sem óskað var
eftir samstarfi um að koma upp
náttúrugripasafni í Varmahlíð
fyrir allan Skagafjörð.
Eins og áður hefur komið
fram í Feyki (3. tbl. 1986) er nú
þegar vísir að slíku safni í
Varmahlíð, en það var stofnað
að frumkvæði aðildarhreppa að
Varmahlíðarskóla. Gætir þar
margra góðra muna, s.s. gott
grasasafn, steinasafn, uppstoppaðir
fuglar, egg og von er á dýrmætu
skeljasafni.
I samtali, er tíðindamaður
Feykis átti við Magnús Sigurjóns-
son forseta bæjarstjórnar, kom
fram að bæjarráð sendi bréf
sýslunefndar til skólanefndar og
eftir mjög jákvæða afstöðu
hennar samþykkti bæjarstjórn
að taka upp samstarf við
sýslunefnd um að byggja upp
náttúrugripasafn Skagafjarðar í
Varmahlíð. „Ég geri ráð fyrir að
kosin verði sameiginleg nefnd til
að þoka þessu máli áfram, en
ljóst er að þetta gerist ekki í einu
vetfangi.
Ég er hins vegar mjög
ánægður með þessa ákvörðum
og vona að þarna eigi eftir að
rísa myndarlegt náttúrugripa-
safn, sem við Sauðkrækingar
sem og aðrir eigum eftir að njóta
góðs af í framtíðinni” sagði
Magnús Sigurjónsson þegar
hann var inntur um eigin
skoðun á þessu máli.
(jgj)
Sauðburður um hávetur
Ær bar tveimur lömbum á
bænum Norðurhaga í Sveins-
staðahreppi fyrir nokkru. Sauð-
burður er fremur fátíður á
þessum árstíma, þó að alltaf sé
eitthvað um slíkt. Börn á
bæjum kunna yfirleitt vel að
meta þcgar lömb fæðast svo
snemma.
Nú um páskana er vitað um
okkrar ær, sem borið hafa á
bæjum hér og þar í Húnaþingi.
Meira af Hinu norðlenzka
útgerðarfélagi
Frétt sem birtist í síðasta
tölublaði Feykis, þar sem sagt
var frá stofnun útgerðarfélags;
Hinu norðlenzka útgerðar-
félagi, hefur vakið talsverða
athygli. Var hún m.a. lesin upp
í útvarpi á rás 2. Hafa menn
ekki vitað hvort hér væri um
grín eða alvöru að ræða.
Feykir hefur það nú eftir
áreiðanlegum heimildum að
full alvara hafi legjð að baki
stofnun félagsins. Það mun
hins vegar haft fyrir satt að
bátur sá sem útgerðarfélagið
hefur fjárfest í sé rúmlega eins
tonna opin trilla (með mótor).
Árshátíð í skólum
Skólastarfi í Öllum grunn-
skólum í A-Hún. fyrir páska
Húnaþing:
Verðlagskönnun
Iðnsveinafélag Húnvetninga í strönd 626 og hjá Kaupfélagi V-
samvinnu við Verkalýðsfélögin
á Hvammstanga og Skaga-
strönd gerði verðkönnun í fimm
verslunum á Skagaströnd, Blöndu-
ósi og Hvammstanga á laugar-
dag fyrir páska. Athugað var
verð á 19 vörutegundum og
borið saman við algeng verð á
sömu vörutegundum í stór-
mörkuðum og kjörbúðum á
höfuðborgarsvæðinu.
Af þessum 19 tegundum voru
11 til í öllum verslununum
fimm. Lægst reyndust verð
þessara 11 vörutegunda vera í
versluninni Vísi á Blönduósi, kr.
603, en hæst í verslun Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga
kr. 722. Hjá Kaupfélagi Hún-
vetninga á Blönduósi kostuðu
þessar vörur 623 kr., hjá
Kaupfélagi Húnvetninga á Skaga-
Húnvetninga á Hvammstanga
631 kr. Algengt verð í kjör-
búðum á höfuðborgarsvæðinu
var kr. 621 á þessum 11
vörutegundum og kr. 572 í
stórmörkuðum þar syðra.
Verulegur verðmunur var á
einstökum vörutegundum milli
verslana t.d. kostuðu ýsuflök frá
159 kr. kg í 244 kr. og laukur
kostaði frá 31 kr. kg og í 57 kr.
kg. Allar verslanirnar buðu upp
á eitthvað af vörum á lægra verði
en aðrar og eins var hæsta verð á
einstökum vörum að finna í
öllum verslunum fimm.
Verkalýðsfélögin í Húnaþingi
hyggjast halda áfram að gera
verðkannanir af þessu tági í
samvinnu við Verðlagsstofnun
öðru hverju á næstunni.
(mó)
feykjur.
lauk með árshátíð nemendanna,
sem haidnar voru í hverium
skóla fyrir sig á föstudags-
kvöldið fyrir pálmasunnudag.
Blaðamaður Feykis var á
árshátíðinni hjá nemendum
Húnavallaskóla og var það hin
besta skemmtun. M.a. sýndu
nemendurnir í níunda bekk
atriði úr leikritinu vinsæla,
Fúsa froskagleypi, við mikinn
fögnuð áhorfenda.
Loðdýrabú á Blönduósi
Tveir Blönduósingar eru nú
að atliuga með það að setja upp
loðdýrabú á Blönduósi. Stefna
þeir að því að hafa um 400
læður. Samningar standa yfir
við hreppsnefnd Blönduós-
hrepps um land undir búið og
verið er að afla tilskilinna leyfa
fyrir þessari starfssemi.
Misritun
I síðasta tölublaði Feykis
var m.a. fjallað um aðalfund
Ferðafélags Skagafjarðar. í
lok fréttarinnar misritaðist
nafn þess er sýndi litskyggnur,
en hann heitir Jón Friðbjörns-
son.
BÍIALEIGA
mefl útlbú allt I krlngum landlfl. gera þér
mogulegt it leigja bll i elnum stat og
skila honum i flflrum.
Afgreiðsla á
Sauðárkróki
Sími 95-5969/5913
interRent
TRAUSTIR HLEKKIR I KRINGUM LANDIO
FEYKffi spyr á
Sauðárkróki
Afhverju lést þú ferma þig?
Stefán Vagn Stefánsson:
„Ég var að staðfesta skírnina.”
Skúli Hermann Bragason:
„Til að komast í fullorðinna
manna tölu”.
Steingrímur Steingrímsson:
„Til að staðfesta skírnina”.
Hólmfríður Sveinsdóttir:
„Til að komast í kristinna
manna tölu”.
Róbert Baldvinsson:
„Til að trúa á Guð”.