Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 7/1986
Sæluvíka Skagfirðinga
„Sýslufundarvikan, sem síðan var nefnd Sæluvika, var eins og
nafnið bendir til, ávallt tengd sýslufundi. Valdsvið sýslunefndar var þá
með nokkuð öðrum hætti en síðar varð, störf hennar höfðu beinni áhrif
á líf einstaklingsins. Fólk vildi fylgjast með ýmsum ákvörðunum
nefndarinnar, ekki hvað sízt útsvarskærum, en hún hafði þá æðsta
úrskurð í þeim málum. Sókn og vörn vakti mikla ánægju viðstaddra.
Sýslunefndarfundur var eina héraðssamkoman, sem aldrci mátti
farast fyrir. Það var því ekki óeðlilegt, að efnt væri til skemmtana þá
og annarra fundarhalda, láta eina ferð koma í stað margra”. (Saga
Sauðárkróks, fyrra bindi bls. 396).
Ohætt er að segja að mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan
Sýslufundarvikan var og hét. Allar aðstæður hafa breyst gífurlega og
Sýslufundarvikan/Sæluvikan hefur í gegnum tíðina tekið á sig nýjar
myndir. Skemmtanir og samkomuhald, sem áður var vandgæfur
viðburður, er orðið svo daglegt brauð á öldum Ijósvakans að það er jafn
hversdagslegt og að spjara sig eða snæða. F.n Skagfirðingar halda
áfram, þrátt fyrir breyttan tíma, og Sæluvikan er árlegur viðburður,
frekar tvær en ein núorðið. Hefðin, orðin eldri en mannsaldur, er
greypt í sögu Sauðárkróks og Skagafjarðar.
Og framundan er nú Sæluvika Skagfirðinga. Feykir fór á stúfana og
kynnti sér hvað í boði er að þessu sinni. Kennir þar ýmissa grasa að
vanda. Þessi opna verður helguð Sæluvikunni, en eins og gefur að skilja
er seint hægt að gera slíkum viðburði sem Sæluvikan er, tæmandi skil.
Bifröst:
Mekka skemmtanalífsins
Frá því félagsheimilið Bifröst
var reist hefur það verið
miðpunktur Sæluvikunnar, en
þar fara flest atriði Sæluvikunnar
fram. Skagfirðingum verður
gefmn forsmekkur að Sælu-
vikunni n.k. föstudagskvöld
með Forsæludansleik, en þaðer
hljómsveitin Fást sem spilar.
Fást hefur starfað í vetur og nú
fyrir páska fór hljómsveitin í
hljóðver og tók upp átta
frumsamin lög á snældur.
Hljómsveitin spilar svo á
barnaballi og unglingadansleik
daginn eftir. Hin eiginlega
sæluvika hefst á sunnudaginn
með guðþjónustu í Sauðárkróks-
kirkju. Um kvöldið verður
frumsýnt leikritið Spanskflugan
í flutningi Leikfélags Sauðárkróks.
Leikfélagið verður með fimm
sýningar í vikunni. Á þriðjudag
verður sýnt leikritið Rauðhóla
Ransý. Tvær sýningar verða
þann daginn og sömuleiðis
daginn eftir, miðvikudag. Á
þriðjudagskvöldið frumsýnir Leik-
hópur Fjölbrautaskólans leikritið
Sjö stelpur, en það verður sýnt
aftur föstudag í Sæluviku. Eftir
leikinn verða dansaðir gömlu
dansarnir og þar leikur hin
kunna hljómsveit Geirmundar
fyrir dansi. Hljómsveit Geirmundar
spilar einnig á lokadansleik
Sæluvikunnar sem verður laugar-
dagskvöldið 12. apríl. Verður
píanó í Græna salnum að vanda
og söngurinn ómar sennilega
fram undir morgun á þeim bæ.
Fyrr um daginn sýnir Leikfélag
Hofsóss söngleikinn Saumastofuna
eftir Kjartan Ragnarsson. Leik-
stjóri er Rósa Þorsteinsdóttir og
undirleikari er Sigurgeir Angantýs-
son. Rósa sagði í samtali við
Feyki að níu manns leiki í
söngleiknum, en alls taka átján
þátt í uppfærslunni. Vildi hún
koma á framfæri þökkum til
allra er lagt hafa hönd á plóginn,
ekki síst til Hilmars Sverris-
sonar sem hjálpaði þeim af stað
með sönginn. Sunnudaginn 13.
apríl lokar Jazzklúbbur Skaga-
fjarðar sæluvikudagskránni með
djasskvöldi í Bifröst og hefst það
kl. 21.00. Djassistarnir Friðrik
Karlsson og Gunnlaugur Briem
spila ásamt heimamönnum.
Alla daga Sæluvikunnar verða
bíósýningar í gangi í Bifröst.
Sérstök Sæluvikudagskrá hefur
verið gefln út og þar er hægt að
fá allar nánari upplýsingar um
dagskráratriði Sæluvikunnar sem
tengjast Bifröst.
Hótel Mælifell og Sælkerahúsið
ætla ekki að láta Sæluvikuna
fram hjá sér fara og bjóða upp á
ýmsa skemmtun.
Á hótelinu verður um næstu
helgi leikin lifandi tónlist. Á efri
hæð hússins verður Júlíus
Kristjánsson með gítarinn, en á
neðri hæðinni ætla Hanna
Sigurgeirsdóttir og Óskar Páll
Sveinsson að leika dansmúsík.
Á sunnudagsdvöldið verður
djasskvöld, en ekki var búið að
ákveða hvaða hljóðfæraleikarar
yrðu þegar Feykir hafði sam-
band við hótelið. Unglinga-
diskótek verður í vikunni og
Djellysystur ætla að slá botn í
Sæluvikuna á Hótel Mælifelli.
Sælkerahúsið býður upp á
sérstakan „Sæluvikumatseðil”
auk þess sem uppákomur verða
alla vikuna. Sælkerahúsið tekur
þátt í djasskvöldi því sem er í
Bifröst og ætla hljóðfæraleikararnir
sem þar verða, að leika
djassmúsík í Sælkerahúsinu í
vikunni.
Rétt er að taka fram í lokin að
Fjölbrautaskólanemendur verða
með uppákomur alla vikuna og
verða þær auglýstar í útvarpi,
sem þeir ætla að reka, og
dagblaði, sem gefið verður út í
vikunni.
Leikhópur Fjölbrautaskólans
sýnir Sjö stelpur
Óskar Pétursson syngur einsöng með Skagfirsku söngsveitinni.
Skagfirska
söngsveitin
í Síðumúla 35 er félagsheimili
Skagfirðingafélagsins í Reykja-
vík og heitir það Drangey. Þar
hafa að undanförnu staðið yfir
æfingar hjá SkagFtrsku söng-
sveitinni á efnisskrá sem flutt
verður á tvennum tónleikum í
Sæluviku. Söngsveitina skipa
um 50 manns og er Björgvin Þ.
Valdimarsson stjórnandi og
undirleikari er Ólafur Vignir
Albertsson. Með í förinni verður
Óskar Pétursson frá Álftagerði
og mun hann syngjaeinsöng. Þá
mun Halla Jónasdóttir einnig
syngja einsöng með söng-
sveitinni.
Þegar tíðindamaður Feykis
leit inn á eina æfingu hjá
Söngsveitinni í Drangey, var
verið að æfa verk eftir Þorkel
verða þeir í félagi með
Karlakómum Heimi og Rökkur-
kórnum. Á undan tónleikunum
bjóða heimamenn Söngsveitinni
til kvöldverðar, og því má segja
að sannkölluð söngveisla verði í
Miðgarði það kvöldið.
í för með Skagfirsku söng-
sveitinni verður tuttugu manna
kór sem heitir Söngfélagið
Drangey. Söngfélag þetta saman-
stendur af eldri félögum Skag-
firsku söngsveitarinnar og kór-
inn ætlar að syngja með
Söngsveitinni og einnig að
heimsækja Sjúkrahús Skagfirð-
inga og syngja þar. Á efnisskrá
hjá þeim eru mest lög eftir
skagfirska höfunda.
Skagfirska söngsveitin er
deild innan Skagfirðingafélags-
Söngfélagið Drangey.
Frá leikæfingu Leikhópsins.
I Fjölbrautaskólanum á Sauð-
árkróki er starfandi félagsskapur
um leiklist og kallast Leikhópur
F.á S. Hópur þessi er búinn að
starfa nokkuð lengi og hefur sett
upp tvö stór verk, „Fyrsta
öngstræti til hægri” og „Um-
hverfis jöiðina á áttatíu dögum”,
svo og nokkra einþáttunga.
Leikhópurinn hefur að undan-
förnu verið að æfa leikrit til
sýningar í Sæluviku. Það heitir
„Sjö stelpur” og er eftir sænska
höfundinn Erik Thorstenson,en
þýtt af Sigmundi Erni Arngríms-
syni.
„Sjö steljsur” var fyrst
frumsýnt á Islandi árið 1972 í
Þjóðleikhúsinu. Alls taka 12
nemendur þátt í leiknum en
leikstjóri er Geirlaugur Magnús-
son. Geirlaugur er kennari við
ins í Reykjavík og er Steinunn
Ingimarsdóttir formaður deildar-
innar. Formaður Skagfirðinga-
félagsins í Reykjavík er Gestur
Pálsson. Rétt er að geta þess í
lokin að félagið verður fimmtíu
ára á þessu ári, nánar tiltekið í
desember.
að velta því fyrir sér hvað vakir
fyrir okkur, þegar við erum að
hjálpa öðrum, hvað hægt er að
ganga langt í þeim efnum
o.s.frv.” Geirlaugur sagði að
áhorfandanum gæfist kostur á
að velta þessum spurningum
fyrir sér frekar en að leikritið
leiddi til lokaniðurstöðu. Að
lokum vildi Geirlaugur koma á
framfæri þakklæti til Leikfélags
Sauðárkróks fyrir þeirra aðstoð
við uppfærsluna.
Leikhópurinn ætlar að frum-
sýna „Sjö stelpur” þriðjudaginn
8. apríl í Bifröst. Eftir Sæluviku
stendur jafnvel til að Leik-
hópurinn fari í leikferð um
kjördæmið.
Fjölbrautaskólann og hefur að
mestu leyti leikstýrt fyrri
uppfærslum Leikhópsins. Hann
var spurður um hvað leikritið
„Sjö stelpur” fjallaði:
„Það gerist á skólaheimili og
gengur út á ýmiss unglinga-
vandamál. Höfundurinn hélt
dagbók þegar hann vann á slíkri
stofnun og byggði síðan leikritið
að miklu leyti á dagbókinni.
Vistmenn heimilisins eru á
aldrinum 15-18 ára og hafa lent
Sigurbjörnsson. Var verkið
sérstaklega samið fyrir Skag-
firsku Söngsveitina til að
frumflytja hér norðan heiða.
Fyrri tónleikarnir verða föstu-
dagskvöldið 11. apríl í íþrótta-
húsinu á Sauðárkróki. Seinni
tónleikarnir verða í Miðgarði
laugardagskvöldið 12. apríl og
á villigötum; eiturlyfjum, áfengi
og öðru slíku. Höfundurinn er
Geirlaugur Magnússon, leikstjóri.