Feykir


Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 7

Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 7
7/1986 FEYKIR 7 Leikfélag Sauðárkróks sýnir Spanskíhiguna leikarar í þeim leikritum sem við höfum tekið fyrir, en í þetta skiptið eru tólf leikarar. En dæmið gekk upp og við höfum fengið til liðs við okkur leikara sem ekki hafa leikið í langan tíma”. Hvernig er staðan hjá L.S. í dag? „Þegar við sýndum leikritið „Húrra krakki”sl. voreignaðist L.S. fyrst peninga í langan tíma. Aðsóknin var mjög mikil, hefur ekki verið jafn mikil síðan Islandsklukkan var sýnd, eða um 2000 manns. Þar með er talið 500 á Blönduósi. I haust sem leið sýndum við leikritið „Illur fengur”. Aðsóknin var mjög dræm og við töpuðum á því. Til þess að reyna að laga það tökum við fyrir farsa sem þennan, og vonandi verður sú aðsókn sem við búumst við. Draumurinn er að geta sett upp eitthvert stórt verk, jafnvel íslenskt, sem margir kalla þjóðlegt- eða landbúnaðarstykki. Þetta bygg- ist á því að hafa næga peninga til að starta þessu og fjölda leikara”. Björgvin vildi að lokum koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra sem komið hafa nálægt Spanskflugunni á einn eða annan máta. Ekki síst Jóni Ormari og konu hans Eddu Guðmunds- dóttur, en hún sviðsetti söngvana og danssporin. Myndir og texti: hás Málverkasýning í Safnahúsinu í Safnahúsinu á Sauðárkróki verður málverkasýning í gangi. Hefst hún n.k. laugardag og verður opin alla daga vikunnar. Að þessu sinni er það Kári Sigurðsson frá Húsavík sem sýnir, en að sýningunni standa Safnahúsið og Listasafn Skag- firðinga. Þessir aðilar hafa staðið fyrir málverkasýningum undanfarnar Sæluvikur, auk annarra sýninga. Það eru eflaust ekki margir sem þekkja til Listasafns Skagfirðinga. Árið 1968 barst stjórn Bóka- og skjalasafns Skagfirðinga bréf frá stjórn Sparisjóðs Sauðárkróks þess efnis að sjóðurinn hefði ákveðið að veita 270.000 króna framlag til stofnunar listasafns. Með þessu framlagi var kominn grunnur að Listasafni Skag- firðinga. Fyrsta málverkið var síðan keypt ári seinna, en það heitir „Við Gönguskarðsá” og er eftir Elías B. Halldórsson. í dag á safnið 82 myndverk, sem hafa ýmist verið keypt eða gefin safninu. Þau eru geymd í húsakynnum Safnahússins á Sauðárkróki og hafa öðru hverju verið almenningi til sýnis. Engin skipulagsskrá er til fyrir safnið, en staðið hefur til að gera slíka skrá og lýtur því Listasafn Skagfirðinga stjórn Safnahúss- ins. Haukur Þorsteinsson og Bragi Haraldsson. frábærlega vel saman sett. Það er best að segja sem minnst um söguþráðinn, heldur gefa fólki kost á að verða vitni að honum sjálft. Þetta er mjög fyndið leikrit og það verðurenginn fyrir vonbrigðum með það. Erfiðlega gekk að manna það og sérstaklega gekk illa að fá karlmenn til að leika. Venjulega hafa verið á bilinu sex til átta Ólafur Antonsson og Sigríður Sigmundsdóttir. Óli Antons sló í gegn í „Húrra krakki” Hvað gerir hann nú? Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Spanskfluguna” eftir Arnold og Bach. Leikstjóri að þessu sinni er Jón Ormar Ormsson. „Spanskflugan” er að hluta til söngleikur, þar sem í því eru sungnir átta söngvar og taka leikendur dansspor jafnhliða söngvunum. Söngvarnir eru samdir af Guðrúnu Ásmunds- dóttur, en Hilmar Sverrisson stjórnar þeim og leikur undir. Um páskahelgina fór tíðinda- maður Feykis á.æfingu hjá L.S. og hitti þar fyrir Björgvin Sveinsson, formann L.S. Hann var beðinn um að segja örlítið frá leikritinu og hvernig gengið hafði að manna það: „Leikritið er eftir einhverja frægustu skopleikjahöfunda sem uppi hafa verið og t.d. var „Húrra krakki”, sem við sýndum fyrir ári, eftir þá. Þetta leikrit er svolítið ólíkt öðrum försum að því leyti að ekki er um endalausa hurðaskelli að ræða og hlaup fram og til baka. Húmorinn og misskilningurinn felst í samtölum sem eru alveg KYNNING KEBAB - Hvað er það? Ævaforn aðferð við matreiðslu á kjöti, upprunnin í Grikklandi. Nú þekkt um víða veröld. í KEBAB grillofni má matreiða ýmsar tegundir af kjöti. Föstudaginn 11. apríl frá kl. 15.00, kynnum við þessa frábæru „nýung" með dilka og nautakjöti frá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga. Komið og bragðið nýmatreittúrvalskjöt um leið og þið gerið sæluvikuhelgarinnkaupin. Nautakjöt á tilboðsverði á meðan kynningin stendur. Mikið úrval af ferðatöskum nýkomið. Verð frá kr. 802,00. Einnig skjalatöskur og íþróttatöskur. FÓTBOLTASKÓRNIR ERU KOMNIR Nýjar vörur koma í hverri viku í herra-, dömu- og barnadeild. ÚR SNYRTIVÖRUDEILD INVITE naglalökk og varalitir Ódýru ensku GALLERY snyrtivörurnar Nýju vorlitirnir komnir Hinir vinsælu hárlitir og skol frá LOR’EAL og BELLADY Það er ódýrara að versla á Sauðárkróki en víða annarsstaðar SÆLUVIKUGESTIR! í veitingastofu Skagfirðingabúðar bjóðastfjölbreyttarog ódýrarveitingar. Réttur dagsins í hádeginu aukfjöldasmárétta: Miðdagskaffi eðasúkkulaði með margskonar meðlæti. Njótið góðra veitinga í fallegu umhverfi íkagfíriHngabút) Þú þarft ekki annað!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.