Feykir


Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 9

Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 9
7/1986 FEYKIR 9 Leikfélag Blönduóss: Vígsluvottorðið frumsýnt Leikfélag Blönduóss frum- sýndi gamanleikritið Vígslu- vottorðið eftir Efraim Kishon á Blönduósi laugardaginn 22. mars. Aðsókn var sæmileg og undirtektir áhorfenda góðar. Aðalhlutverkin leika Sturla Þórðarson og Guðrún Páls- dóttir, gamalreyndir leikarar hjá Leikfélagi Blönduóss, en alls eru hlutverk í leikritinu 6. Leikstjóri var Carmen Bonitch úr Borgarnesi. í leikslok færði Benedikt Blöndal Lárusson form. Leikfélagsins leikstjóra og leikurum blóm. Höfundurinn er fæddur í Búdapest en fluttist til ísraels 1949. Hann hefur skrifað mikið tungu - hebresku. Þetta samfélag er frjór jarðvegur fyrir gaman— skáld og sögur, pistlar og leikrit Kishons hafa orðið vinsæl víða um heim. Vígsluvottorðið fjallar um hefðbundnar hjúskaparraunir ungs fólks, sem blandast saman við þá staðreynd að kærastinn er úr strangtrúaðri fjölskyldu, sem verður að hafa öll formsatriði á hreinu, en Brozowskihjónin, foreldrar stúlkunnar, vita varla hvort þau eru gift eða ekki. Af slíkum smámunum hafa þau ekki haft áhyggjur, enda áttu þau sín æskuár á samyrkjubúi, þar sem algengt var að formlegar hjónavígslur og önnur Brozowski hjónin og dóttir þeirra. Guðrún Pálsdóttir, Sturla Þórðarson og Jenný Gunnbjörnsdóttir í hlutverkum sínum. um það samfélag sem hefur orðið til í ísrael á síðustu 40 árum. Þar hefur öllu ægt saman - strangtrúarmönnum og guð- lausum sósíalistum, hámenntuðum Evrópugyðingum og hálfgerðu miðaldafólki úr einangruðum samfélögum hér og þar í Austurlöndum nær, öllum þjóð- tungum og nýumskapaðri forn- rabbíaverk sætu á hakanum fyrir öðrum meir aðkallandi verkum í dagsins önn. „Leikfélag Blönduóss er all- fjölmennt og sterkt félag sem hefur unnið sig upp úr því að sýna í vöruhúsi eða salthúsi, upp í það að eiga hlut í og sýna í þessu stóra og glæsilega félags- heimili”, sagir Njáll Þórðarson í SERHflHNfiÐ FYRIRMG M Einingahús frá Samtaki hafa sannað ágæti sitt. í fyrra reistum við hús við Hólatún 14, 12, 10, 6 og 4 á Sauðárkróki. Væri nú ekki upplagt að fara næsta sunnudagsbíltúr upp í Hólatún að skoða húsin. - Framleiðum einnig sumarbústaði. Hringið og pantið bækling Umboösmaður á Sauöárkróki: Agnar Hermannsson, Hólavegi 28 - Sími 5441 SAMTAKHR HUSEININGARI—I CAGNKEIÐ41 • BOO5ELFOSSI- SÍMI99-2U3 leikskrá. Þar kemur fram að þetta er 60. starfsár leiklistar á Blönduósi. Mörg verk hafa verið sett á svið á þessu tímabili. Reynt er að vera til skiptis með þjóðleg leikverk, alvarleg verk og gamanleiki. Að þessu sinni er boðið upp á nýtt verk, sem aðeins einu sinni hefur verið sett á svið hér á landi áður. Ahugaleikfélög landsbyggðar- innar eru merkur þáttur í okkar menningarsamfélagi. Mikil ersú vinna, sem félagar í þeim leggja af mörkum til þess að leikrit komist á svið. Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu. An þessa starfs væri líf okkar fábreyttara. En á tímum harðnandi samkeppni, t.d. frá sjónvarpi og mynd- böndum, gerist það æ oftar að þessi verk eru sýnd fyrir hálftómu húsi. Fátt er jafn niðurbrjótandi fyrir leikara og aðra aðstandendur sýninganna, eftir alla þá vinnu, sem í æfingar hefur verið lögð. Um þetta ættum við að hugsa, þegar við erum í vafa hvort við eigum að nenna að sjá sýningu hjá þessum ágætu áhugafélögum. Leikfélag Blönduóss áformar leikferðir í nágrannabyggðir, en síðan verður verkið sýnt á Húnavöku, sem að venju hefst síðasta vertardag. (mó) BÚVÉLAR UM ALLT LAND BÆNDUR! MUNIÐ FUNDINA: Hótel Blönduósi 8. apríl kl. 13.30 Miðgarði 10. apríl kl. 13.30 Höfðaborg Hofsósi 11. apríl kl. 13.30 Dráttarvélar Plógar Herfi Jarðtætarar Mykjudælur Haugsugur Mykjudreifarar Áburðardreifarar Ávinnsluherfi Sláttuþyrlur Sláttutætarar Heyþyrlur Múgavélar Heykvislar Heybindivélar Rúllubindivélar Heyhleðsluvagnar Baggafæribönd Heyblásarar Heydreifikerfi og matarar Súgþurrkunar- blásarar Fí- -I- 4- ■ - Fóðurturnar Votheysskerar Hjólkvíslar Kjarnfóðurvagnar Flórsköfur Mjaltatæki Mjólkurkælitankar OPIÐHUS OG ÞETTA ER AÐEINS HLUTI AF ÚRVALINU

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.