Feykir


Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 1

Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 1
13/1986 ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA Blönduós: Kirkjan senn fokheld Nú er unnið af fullum krafti að kirkjubyggingu á Blönduósi. I þessum áfanga verður kirkjan steypt upp og gerð fokheld. Því verki á að vera lokið fyrir áramót. „Síðan má búast viðað frekari framkvæmdir stoppi um sinn meðan verið er að rétta úr kútnum eftir þennan áfanga”, eins og Guðmundur Ingi Leifsson formaður sóknar- -4* #»«* var búið að leggja verulegt fé í kirkjubygginguna þegarsökklar og kjallari voru steypt upp. í kjallara er um 200 m2 salur og verður þar m.a. safnaðarheimili. Aðalsalur kirkjunnar verður 370 m2 og tekur kirkjan um 300 manns í sæti i aðalsal. Það var sumarið 1981, sem fyrsta skóflustungan var tekin að kirkjubyggingunni en á I Stefán Friðriksson skipstjóri á Lundey Sk-10 hefur nú hafið tilraunaveiðar á kröbbum í Skagafirði. Sem kunnugt er, hefur krabbaveiði verið stunduð frá Akranesi í liðlega eitt ár og er þar og rekin krabbavinnsla. Feykir hafði samband við Stefán, þar sem hér er um að ræða áhugaverða nýung. Stefán kveðst hafa fengið lánaðar 10 krabbagildrur frá Hafrannsóknar- stofnun til þessarra hluta. Sennilega verður leitað til Akurnesinga um vinnslu á þeim krabba sem veiðist, en matvæla- vinnslan á Skagaströnd er einnig inni í myndinni. Stefán segir að þónokkuð hafið orðið vart við krabba í skeljaplóga og grásleppunet hér á firðinum, en hvort krabbinn er veiðanlegur í stórunl stíl, það verður tíminn að leiða í ljós. Ef nóg er af krabba er komin góð uppfylling fyrirsmærri báta yfir vetrarmánuðina, þar sem þessar veiðar fara fram inn- fjarðar. Eins kemur þar til að krabbinn er lífseigur og drepst ekki þó vitjanir eigi sér ekki stað daglega, t.d. vegna veðurs, sagði Stefán að lokum. (ivj) Líkan af Blönduósskirkju nefndar orðaði það í samtali við blaðamann. Guðmundur sagði að það væri stórt skref í kirkjubyggingunni að ná þessum áfanga. Kostnaður við hann var áætlaður tæparsex millj. kr. í ágúst í fyrra, en áður - ■■ -...........................................................................-■’ - ... ■ ; ....., jl* -• >*> - - ....... ' ■■■ ■•■■ ■■•■ ' . ■ ' SkagaJjörður: Tilraimaveiðar á krabba árunum 1982 og 1983 var kjallarinn steyptur. Verktaki við þann áfanga, sem nú er unnið að, er Stígandi hf. en arkitekt byggingarinnar er Maggi Jónsson frá Kagaðar- hóli. (mó) Sauðárkrókur: Hágæðaframleiðsla hjá Skildi Hafnarbætur á Skagaströnd framkvæmdanna, en einnig verður fé varið til ýmissa smærri endurbóta. T.d. verður bætt aðstaða fyrir smábátaútgerðina o.fl. Af öðrum framkvæmdum , sem í sumar verður unnið að á vegum sveitarfélagsins má nefna að leikskólinn verður stækkaður og lokið verður við þær endurbætur, sem undanfarin ár hafa staðið yfir við sundlaugina. r (mó) gott laxveiðiár Dýpkunarskipið Hákur er nú að störfum í höfninni á Skagaströnd, Alls er áætlað að dæla 12-15 þúsund rúmmetrum upp úr höfninni, en hún var orðin vandræðalega grunn. Alls er veitt af fjárlögum ríkisins 5,5 rnillj. kr. til hafnarmála á Skagaströnd í suma.r. Einnig leggur sveitar- félagið nokkurt fé til fram- kvæmdanna. Stærsti hluti af upphæðinni fer til dýpkunar- Nýverið fékk hraðfrystihúsið Skjöldur á Sauðárkróki sérstök verðlaun frá Coldwater Seafood Corporation fyrir sérstaka vöruvöndun á tímabilinu maí 1985 til apríl 1986. Þess skal getið að sex af rúmlega sjötíu húsum sem skipta við Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna fengu þennan gæðastimpil í ár. Haraldur Arnason stjórnar- formaður Skjaldar og fram- kvæmdastjóri í fjarveru Árna Guðmundssonar, vildi fyrst og fremst þakka verkstjóranum þennan árangur. Hann sagði Skjöld hafa skotist upp á meðal sex efstu húsa á landinu undir stjóm Jóns Þorsteinssonar verk- stjóra. Blaðamanni Feykis þótti tilhlýðilegt að taka Jón Þorsteins- son verkstjóra tali á þessum tímamótum og spyrja hverju hann þakkaði þennan góða árangur. Jón sagðist fyrst og fremst þakka þetta góðu samstarfs- fólki, sem tekið hefði virkan þátt í að auka vöruvöndun. „Eg fór fram á það við starfsfólkið á sínum tíma að vinnsluþáttum yrði breytt, og í ljós hefur komið að það bar ríkulegan árangur. Starfsfólkið á miklar þakkir skyldar og ekki hvað síst skoðunarfólkið og framkvæmda- stjórinn, en samstarf við þessa aðila hefur gengið mjög vel. Þetta hús var í þrítugasta til fertugasta sæti í vöruvöndun fyrir nokkrum árum. Nú er það komið í hóp þeirra sex bestu af húsum Sölumiðstöðvarinnar. Ég vil fullyrða að við hér á Skildi megum vera fullkomlega ánægð með þennan árangur, þar sem það er ekki á hverju ári sem hús eins og þetta fær viðurkenningu við jafn erfiðar aðstæður og hér eru. Það stendur þó til bóta þar sem byggja á húsið upp og bæta á næstu tveim til þremur árum”. (ivj) Húnaþing: Stefnir í Laxveiði byrjaði mjög vel í Húnaþingi í ár. Á annað hundrað laxar eru nú komnir á land úr a.m.k. þremur ám, allt góðir fiskar og raunar berast þær fréttir úr öllum ánum að veiðin sé mun betri en í upphafi veiðitímans í fyrra. „Þetta verður gott veiði- sumar, en ekki metár” sagði Tumi Tómasson fiskifræðingur í samtali við blaðamann. „Það verður mun jafnari veiði nú en í fyrra, fyrrihluta sumars verður mikið af vænum laxi í ánum og síðsumars veiðist jafnmikið eða meira en í fyrra af smálaxi” bætti hann við. Um framtíðina sagði Tumi að næstu ár haldist góð veiði og færi líkjega vaxandi. Þessi spá á við allar stærri árnar í Húnaþingi. Af veiði í einstökum ám það sem af er sumri, er það að frétta, að í Miðfjarðará eru komnir 108 laxar á land, sá vænsti er 17 pund, en allt er þetta vænn fiskur. Ur Víðidalsá eru komnir rúmlega 70 laxar, sá stærsti 21 pund. I ána kom góð ganga á fimmtudaginn var og veiddust 11 laxar síðdegis þann dag og 16 morguninn eftir. í Vatnsdalsá hafa rúmlega 40 laxar veiðst. Þar eru komnir tveir fiskar 21 pund hvor og yfirleitt er allur laxinn þar mjög vænn. Mikil leysing og mórauð á hefur háð veiðimönnum við Vatnsdalsá. I Laxá á Ásum hafa veiðst um 120 laxar en þar er aðeins veitt á tvær stangir. I Blöndu eru veiddir að minnsta kosti 140 laxar en hugsanlega er einhver veiði enn óskráð. Allar þessart tölur eru miðaðar við síðastliðinn sunnu- dag en þá var ágætt veiðiverður og gott hljóð í fólki við veiðiárnar. (mó) Frá vinstri: Katrín Jóelsdóttir skoðunarm., Jón Þorsteinsson verkstjóri með viðurkenninguna frá Coldwater og Haraldur Árnason skrifstofustjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.