Feykir


Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 6

Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 13/1986 Danmeriiurreisa skagfirskra kvenna r I maflok lögðu 22 kvenfélagskonur úr Skagafírði land undir fót og ferðuðust um Danmörku og lítið eitt til annarra Norðurlanda í hálfan mánuð. Hér á eftir fylgir spjall sem tekið var við Sólveigu Arnórsdóttur í Útvík, formann Sambands skagfírskra kvenna um ferðina og tildrög hennar. „Ferð þessi er búin að eiga sér töluverðan aðdraganda. Fyrir all nokkrum árum ræddu Guðrún Asgeirsdóttir sem þá var á Mælifelli og Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Grund um ferð af svipuðu tagi og þessa. Ekkert varð af ferðinni þá og Guðrún fluttist til Kaupmanna- hafnar. Hún kom í heimsókn hingað fyrir um ári síðan og var þá tekið til við að ræða þessa utanlandsferð að nýju. A formannafundi skagfirskra kvenfélaga á síðasta hausti lagði ég fram lauslega ferðaáætlun, sem unnin var í samráði við Guðrúnu. Var þá ákveðið að stofna ferðanefnd sem í sátu auk mín þær Margrét Gunnarsdóttir í Hátúni og Margrét Jónsdóttir á Löngumýri”. Hvenær var síðan lagt upp? „Við lögðum af stað þann þrítugasta maí til Danmerkur og heim komum við þrettánda júní. Ferðina fórum viðá vegum Samvinnuferða - Landsýn og fengum til umráða sumarhús í Karlslunde rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, en þar var síðan okkar fasti punktur í ferðinni. Þarna vorum við ákaflega vel staðsettar og ekki tók nema rétt um hálftíma að komast niður í miðborg Kaupmannahafnar með vagni og lest. Fyrstu dagana fórum við um Kaupmannahöfn og skoðuðum ýmis söfn og Fyrsta daginn á Jótlandi skoðuðum við dómkirkjuna í Viborg og kl. fimm þann dag vorum við komnar til þorps í grenndinni sem heitir Hald, en þar búa þau Pálmi og Hanna, sem voru í Garðhúsum. Þau tóku á móti hópnum og slógu upp heljarmikilli veislu okkur til heiðurs. Hjá þeim gisti hluti okkar en hinar hjá kvenfélagskonum í þorpinu. I Thisted á Jótlandi tók á móti okkur Þjóðdansa- og „spille- mannaflokkur”, sem hingað Sólveig Arnórsdóttir. Einn fyrstu daganna fórum við til vinabæjar Sauðárkróks, Köge. Þar tók borgarstjórinn Jörgen Jörgensen á móti okkur ásamt nokkrum kvenfélags- konum í Köge. Okkur var þar boðið í kaffi og síðan sýnd borgin. Leið okkar lá svo einn dag yfir Sundið til Svíþjóðar þar sem við skoðuðum m.a. dóm- kirkjuna í Lundi. Síðan kemur að því sem kanski má kalla hápunkt ferðarinnar, en það var fjögurra daga ferð í rútu um Jótland. Með okkur í Jótlandsferðinni var Guðrún Ásgeirsdóttir sem og oftast nær, en hún var okkar stoð og stytta hvar sem við fórum. Þessi ferð um Jótland var ævintýri líkust fyrir okkur allar. Rétt er að geta þess hér að níu af okkur höfðu aldrei farið utan áður. Og til frekarj kom á Sumarsæluviku fyrir tveimur árum. Þetta fólk hélt okkur veislu í litlu félagsheimili. Þar var stemmningin ekki ólík því sem gerist á þorrablótum hér heima. Hver hjón komu með matinn með sér og allt lagt í púkk. Síðan voru dansaðir þjóð- dansar frameftir kvöldi og við sungum mikið af íslenskum lögum. Hjá þessu ágæta fólki í Thisted gistum við, og var okkur skipt tveim og tveim niður á hverja fjölskyldu. Þarna hittum við mikið af fólki sem við höfðum tekið á móti fyrir tveimur árum. Á þriðja degi Jótlands- ferðarinnar fórum við til Viuf. Þar tók á móti okkur Anton Sörensen sem verið hafði vetrarmaður í Vík í Skagafirði fyrir 51 ári síðan. Hann í heimsókn hjá Sörensen hjónunum. WH Hópurinn í Hald hjá Pálma og Hönnu frá Garðhúsum. hlustuðum meðal annars á kór Fjölbrautaskólans á Selfossi sem hélt tónleika á þessum tíma í Sankti Pálskirkjunni í Kaup- mannahöfn. Tvisvar var okkur boðið í kaffi í Jónshúsi og fengum við þar einkar góðar viðtökur. fróðleiks þá vorum við á aldrinum frá þrítugu til áttræðs, en Helga á Krithóli var aldursforsetinn og hana kusum við sem ferðafélaga númer eitt. Helga stóð sig einkar vel og var með í öllu rétt eins og ung stúlka. endurnýjaði kunningsskapinn fyrir sjö árum, eftir að ekkert hafði heyrst frá honum til fjölda ára. Anton þessi hafði verið hér á íslandi i þrjú ár og mest hjá Vigfúsi Helgasyni, sem þá var í Varmahlíð. Hann bauð öllum hópnum til kvöldverðar á krá einni í Viuf. Heima hjá honum var síðan haldin Islandskvöldvaka. Hjá Antoni Sörensen gistum við allar, því hann hafði verið með sveitagistingu og húsrými því nægt. Þessarri þjónustu er hann hættur nú, en meðal annars hafði hann átt fjórar hyttur (kofa) til þessara nota. Þrjár þeirra var hann búinn að selja en hélt einni eftir til að geta hýst okkur. Morguninn eftir héldum við yfir til Fjóns, og í Oðinsvé hittum við Ragnheiði Steinbjöms- dóttur og hennar mann. Hjá þeim fengum við stórkostlegar móttökur. Þau hjón höfðu bæði tekið sér frí til að halda okkur veislu, sem fór fram úti í garði vegna þess hve veðrið var einstaklega gott. Þar var sungið af hjartans list og hvert ættjarðarlagið af öðru tekið. í Oðinsvé skoðuðum við H.C. Andersen safnið og vörðum til þess miklum tíma. Leið okkar lá síðan yfir Stóra- Belti og komum við til íslensks bónda er býr nærri Slagelsi á þeirri leið. Hann heitir Ásgeir Grant og er ættaður úr EyjaFirðinum. Hann og hans kona sem er dönsk buðu okkur í kaffi. Þar gengum við um akra og skoðuðum bústofninn sem meðal annars telur íslenska hesta. Þar dvaldist okkur lengi því mikið þurfti að ræða um hesta og hestamennsku. Þessi hjón búa í rúmlega hundrað ára húsi með gömlu dönsku sniði, mjög snyrtilegu og vel við- höldnu. Þarna er mjög vel búið og gaman að koma. Loks að kvöldi þessa dags komum við aftur til Karlslunde. I þessari ferð skoðuðum við margar kirkjur og höfðum fyrir vana að syngja einn sálm í hverri þeirra. Morguninn eftir að við komum frá Jótlandi fóru fjórtán konur í hópum til Oslóar og skoðuðu borgina. Þar hittu þær meðal annars þau Friðbjörn og Björk sem voru kennarar í Varmahlíð fyrir nokkrum árum. Dögunum eftir þetta vörðum við til að skoða Kaupmanna- höfn. Síðasta kvöldið borðuðum við saman í skemmtigarði sem heitir Dyrehavsbakken. Síðasta daginn buðu þau Guðrún dóttir Sigurðar, sem hér var sýslumaður og Jens Urup hennar maður, okkur í kaffi. Jens þessi er listamaður og gerði meðal annars gluggana í Sauðárkrókskirkju. Þau búa skammt fyrir utan Kaupmanna- höfn á einkar fallegum stað. Guðrún hafði einmitt leiðbeint okkur um Kaupmannahöfn á ýmsa merkisstaði. Að kvöldi hins þrettanda júní fórum við svo heim. Á leiðinni frá Karlslunde útá Kastrup Sankti Pálskirkjan í Kaupmanna- höfn sem meðal annars þjónar islenska söfnuðinum. flugvöll sást ekki hræða og einungis þrír bílar á ferli á götum stórborgarinnar. Orsökin mun hafa verið leikur Dana og V-Þjóðverja. Guðrún og Ágúst komu ekki fyrr en á síðustu stundu til að kveðja okkur vegna þess að í millitíðinni þyrptust allir sem vettlingi gátu valdið útá götur til að fagna sigri. Það var það síðasta sem við höfðum af Danmörku að segja í þetta sinn. Við sem fórum þessa ferð eigum Guðrúnu Ásgeirsdóttur og sr. Ágústi Sigurðssyni mikið að þakka, því þau leiðbeindu okkur hvert sem farið var, og undirbúningur Guðrúnar réð úrslitum um að ferðin varð að raunveruleika”. Hvemig var ferðin fjár- mögnuð? „Hún var eingöngu fjár- mögnuð úr eigin vasa þeirra sem fóru”. Nú eru kvenfélögin þekkt fyrir fjársafnanir til líknarmála. Hvert er eðli og tilgangur þeirra? „Tilgangur kvenfélaga er margþættur. Við látum okkur eitt og annað varða, og auðvitað starfa þau þrettán kvenfélög sem eru í Skagafirði á misjafnan hátt. Kvenfélögin starfa við mjög misjafnar aðstæður og eru mjög misstór. Minnsta kven- félagið telur einungis sjö félaga, þannig að þar er um að ræða félagsskap sem ekki er stærri en meðal saumaklúbbur. Kven- félögin hafa ákveðin sameigin- leg verkefni, t.d. heimsóknirnar á Sjúkrahúsið. Á aðalfundi Sambands skagfirskra kvenna eru ákveðin sameiginleg verkefni og hvað skuli taka fyrir á hverju ári. Þess utan starfa kvenfélögin mjög sjálfstætt” sagði Sólveig að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.