Feykir


Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 12

Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 12
25. júní 1986 Feykir 13. tbl. - 6. árg. Auglýsendur athugið Feykir mun í sumar liggja frammi á öllum hótelum á Norðurlandi vestra. Auglýsingasími Feykis er 95-5757 Gatnagerð á Hvammstanga Skagafjörður: Fjölbreytnin eykst Enn á ný bryddar Mjólkur- samlag Skagfirðinga upp á nýjungum, því nýlega kom á markaðinn ný tegund af' súr- mjólk. Er hún með hnetu- og karamellubragði, en eins og kunnugt er kom jarðarberja- súrmjólk á markaðinn fyrr á þessu ári. Að sögn Snörra Evertssonar samlagsstjóra var jarðarberja- súrmjólkinni strax mjög vel tekið og hefur salan verið um þriðjungi meiri en áætlað var í upphafi eða um 2700 I á mánuði. Reynsla er hins vegar ekki komin á nýju súrmjólkina. Þá kom fram hjá Snorra að nú er fyrirhuguð kynning á þessum súrmjólkurtegundum, og e.t.v. þeirri þriðju, á næstunni í Varmahlíð, Ketilási og á Sauðárkróki eða á dreifingar- svæði samlagsins. Snorri sagði ennfremur að áhugi væri hjá Samlaginu að koma súrmjólk- inni í sölu víðar um land og væri það nú í undirbúningi. (jgj) Um eða upp úr næstu mánaðamótum verður byrjað að leggja út malbik á götur á Elvammstanga. Ráðgert er að leggja malbik á um eða yfir 15 þúsund fermetra í sumar og er það verulegur áfangi í því gatnagerðarátaki, sem undan- farin ár hefur staðið yfir á Hvammstanga. Eftir þessa fram- kvæmd er talið að 41% af gatnakerfi þorpsins hafi verið lagt bundnu slitlagi. Þess ber þó að geta að þegar þessi tala er fundin út eru taldir með vegirnir upp í Kirkjuhvamm og út á sorphauga, þannig að í raun er búið að leggja bundið slitlag á mun stærri hluta af götunum í þorpinu sjálfu. Það er Króksverk hf. á Sauðárkróki, sem í sumar rekur malbikunarstöð er sveitarfélög á Norðurlandi vestra keyptu fyrir nokkru. A Hvammstanga verður einnig unnið að því að steypa gangstéttir í sumar en fram að þessu hefur fremur lítið verið gert af gangstéttum í þorpinu. Þá verða nokkrar götur undir- byggðar undir bundið slitlag en á þær lagt síðar. (mó) Viðurkenning fyrir umgengni Á Jónsmessuhátíð Búnaðar- sambands A-Húnvetninga sem haldin var síðastliðinn föstudag, var að venju veitt viðurkenning fyrir snyrtilega umgengni á bændabýli. Það er Búnaðar- sambandið og Kvenfélaga- samband sýslunnar, sem standa að þessari verðlaunaveitingu og hlutu hana ábúendur og eigendur bæjarins Ártún í Bólstaðarhlíðarhreppi að þessu sinni. (mó) Hvammstangi: Bætt aðstaða fyrir smábáta Skagaströnd skal það vera Jafnhliða kosningum á síðustu, árum hefur nafnið Skagaströnd fór fram skoðana- Skagaströnd átt vaxandi fylgi að könnun meðal hreppsbúa um fagna og hefur þetta valdið nafn staðarins, þ.e. hvort halda ýmisskonar misskilningi. bæri nafninu Höfðakaupstaður Mikill meirihluti íbúanna eða taka upp nafnið Skaga- kaus að nafnið Skagaströnd yrði strönd tekið upp sem nafn staðarins, Kauptúnið heitir frá f'ornu eða 211 af þeim 301, sem fari Höfðakaupstaður, en á greiddu atkvæði. Sauðárkrókur: Dögun kaupír Rækjuvinnslan Dögun hf á Sauðárkróki hefur nú nýverið keypt 152 lesta bát frá Grindavík. Skipið nefnist nú Röst Sk-17 og var kaupverð þess tilbúið til rækjuveiða um 27 milljónir króna. Garðar Sveinn Árnason fram- kvæmdastjóri Dögunar var inntur nánar eftir þessum kaupum. „Við muntim einvörðOngu nýta skiþið til rækjuveiða, en því fylgir fyrir næsta ár 600 tonna bolfiskkvóti, þar af um 400 tonn af þorski og 500 tonna síldarkvóti”. Að sögn Garðars verður reynt I að semja við fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki hérástaðnum um að þau skip sem hér eru á sóknarkvóta nýti kvóta Rastar, en veiði þess í stað rækju fyrir Dögun. Þetta ætti að koma öllum aðilum til góða, þar sem það styttir þann tíma sem skip útgerðarinnar liggja og myndi auka hráefni hjá Dögun. Hið nýja skip Dögunar, Röst Sk-17 er fyrst og fremst ætlað til úthafsrækjuveiða. Forráðamenn Dögunar binda miklar vonir við að Röst muni gjörbreyta rekstrargrundvelli fyrirtækisins þar sem um miklu jafnari vinnu verður að ræða. í venjulegu Um miðjan júlí er áætlað að dýpkunarskipið Hákur komi til Hvammstanga til þess að dæla skíp árferði á þetta skip að gefa möguleika á úthaldi allt árið, þó reikna verði með veðri og hafisárum sem hindrað gætu veiðar. Hingað til hefur Dögun verið algerlega háð því að fá báta hér úr firðinum og annarsstaðar að áf landinu til að veiða rækju og leggja upp hjá fyrirtækinu. Þrátt fyrir tilkomu Rastar verður því haldið áfram. Af þessu leiðir að mögulegt verður að vinna á tvískiptum vöktum, sem þýðir tvöföldun á fjölda starfsmanna. Að lokum sagði Garðar rekstrarstöðu fyrirtækisins erfiða þar sem vinnsla hefur ekki átt sér stað frá því í janúarlok og fram í maí, vegna þess að öll rækja hvarf úr firðinum. Skuldir Dögunar eru á bilinu 10-12 milljónir fyrir utan skipa- kaupin. í sambandi við þau var hlutafé aukið úr 5 milljónum í tíu. Tryggingamat eigna segir Garðar langt umfram eignir og Dögun alls ekki á leiðinni á hausinn. (ivj) upp úr höfninni þar. Áætlað er að dæla um 11 þúsund rúmmetrum úr höfninni en enn er ekki fyllilega ákveðið hvað gert verður við efnið. Hugsanlegt er að því verði dælt út á sjó. Áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er 3-4 millj. kr. og fer það nokkuð eftir því hvað gert verður við efnið. Þá er búið að smíða tvær flotbryggjur sem komið verður upp í höfninni og með því bætt aðstaða fyrir smábátaútgerð sem er mjög vaxandi frá Hvammstanga eins og öðrum þorpum við Húnaflóa. (mó) iii lesenda Innheimta áskriftargjalda stendur nú yfir eins og lesendum er efalaust kunnugt um. í þéttbýli á Norðurlandi vestra er gengið í hús, en aðrir áskrifendur fá sendar bréfapóstkröfur. Þeim sem þegar hafa brugðist skjótt við og greitt áskriftina, eru færðar þakkir. Það eru vinsamleg tilmæli til annarra að þeir dragi það ekki úr hófi að greiða, því fjárhagsgrundvöllur blaðsins stendur og fellur að verulegu leyti með áskrifendum og mjög kostnaðar- samt er að fara út í ítrekaðar innheimtuaðgerðir. Þá skal bent á að bréfapóst- kröfur er einungis hægt að greiða á pósthúsi (ekki í banka). Með fyrirfram þökk ritstjóri Feykir spyr fólk í þjónustu á Sauðárkróki: Er ferðamannavertíðin hafin? Ólafur Jónsson: „Já, í fluginu hef ég orðið var við það að ferðafólk er farið að tínast hingað”. Brynjar Pálsson: „Nei. Ekki nokkurn hlut byrjuð og vantar allan ferðamanna- straum í bæinn sem endranær”. Baldur Heiðdal: „Já. Aðeins merkjanlegt að hún er byrjuð”. Hrönn Pálmadóttir: „Já. Hún er byrjuð en fer hægt af stað”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.