Feykir


Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 7

Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 7
13/1986 FEYKIR 7 Ferðaþjónusta bænda - vaxandi aukabúgrein Ferðaþjónusta bænda er nú vaxandi aukabúgrein. Hér verður nú getið þeirra staða á Norðurlandi vestra sem bjóða feiðamönnum uppá þessa þjónustu. Þeir aðilar sem hlut eiga að þessu máli hér á landi hafa gefíð út mjög vandaðan litprentaðan upplýsingabækling á ensku. Nú munu vera um 70 bændur á landinu sem bjóða ferða- mönnum þjónustu, þar af tólf hér í fjórðungnum. Að Staðarskála í Hrútafirði er boðið uppá gistiaðstöðu fyrir tólf manns og tjaldstæði auk þeirrar þjónustu sem veitt er í söluskálanum sjálfum. I næsta nágrenni er hið forna prestssetur Melstaður. Til stóð að byggja þar hátt og reisulegt hús, en frá því var horfið og þess í stað útbúin aðstaða fyrir ferðafólk. Þar er boðið uppá gistingu, eldunaraðstöðu, silungs- veiði og útsýnisferðir. Að Brekkukoti í Miðfirði gefst mönnum kostur á fæði og gistingu auk viku til níu daga ferðalaga á hestum uppá hálendið. Þegar Miðfirði sleppir tekur næst við á austurleið, Víðigerði í Víðidal, þar sem gist geta allt að tólf manns. Þarerog tjaldstæði, silungsveiði og bílaþjónusta. Að Hnausum í Húnaþingi er boðin gistiaðstaða hvort sem er heima á bænum eða í skálum við Hnausatjörn, en þar hafa gestir afnot af árabát og rétt til veiði. Skoðunarferðir eru og í boði. Á Stóru-Giljá á Ásum er íbúð til afnota með öllu tilheyrandi. Tjaldstæði, bensínafgreiðsla og skoðunarferðir eru einnig í boði. I Langadal er bærinn Geita- skarð. Gistirými er þar fyrir átta til tíu manns, skoðunarferðir hvort sem er gangandi eða á hestum auk veiði. Ohætt er að segja að Húnvetningar hafi tekið vel við sér í þessum efnum. I Skagafirði eru fimm bændur Niðjamót Sigríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson. Niðjamót hjónanna Sigríðar Hallgrímsdóttur (1872-1953) og Óskars Þorsteinssonar (1873- 1967) var haldið í skólahúsinu í Varmahlíð 7.-8. júní sl. Þau hjónin eignuðust 12 börn og eru 8 þeirra enn á lífi, en afkomendur þeirra munu vera um 170. Mótið sóttu um 180 manns. Upp úr hádegi á laugardag var ekið að Hamarsgerði, þar sem þau hjón bjuggu í 17 ár og öll börn þeirra utan tvö þau elstu fæddust. Um kl. 18 hófst sameiginlegur kvöldverður og var Hróðmar Margeirsson veislu- stjóri. Óskar Jónsson og Hlaut ferð til Sauðárkróks þessa vann hann í verðlauna- samkeppni um hagræðingu og sparnað í rekstri bæjarfélags, en hann er húsvörður sundhallar á vetrum og umsjónarmaður íþróttavalla á sumrin í Kristianstad. Norrænafélagið á Sauðárkróki skipulagði dvöl hans hér á Sauðárkróki. Var m.a. farið með hann í útsýnisflug um Skaga- fjörð undir leiðsögn Aðalheiðar Arnórsdóttur og Matthíasar Viktorssonar, og var það að sögn Eriks hápunktur ferðar- innar. Þá vakti hitaveitan mikla athygli hans. Um ferðina í heild sinni sagði Erik, er hann leit inn á skirfstofu Feykis skömmu fyrir brottför, að hún hefði verið eitt ævintýri frá upphafi til enda og ætti það jafnt við um fólkið sem hann hefði kynnst og hinnar íslensku náttúru. „Þetta var ferð sem ég mun seint gleyma”. Erik Malm (t.v.) færir Vaigeiri Kárasyni form. Norrænafélagsins vinarvott í ferðalok. Dagana 8.-12. júní sl. dvaldi hér á Sauðárkróki Erik nokkur Malm frá Kristianstad, vinabæ Sauðárkróks í Svíþjóð. Ferð sem reka ferðamannaþjónustu. Að Varmalæk í Tungusveitgefst kostur á gistingu, eldunar- aðstöðu og allt að viku ferðalögum á hestum auk styttri ferða. Afnot eru af einka- sundlaug. Steinsstaðaskóli í Tungusveit er nýttur á sumrin til ferða- mannaþjónustu. Þar er gisti- pláss fyrir 50 manns og sundlaug. Boðið er uppá skoðunarferðir og afnot af hestum í samvinnu við Varma- læk. Á Fagranesi á Reykjaströnd er ferðafólki boðið uppá gistingu, skoðunarferðir á hestum, Drang- eyjarferðir og veiði. Að Vatni á Höfðaströnd eru tvö vel búin og vistleg sumarhús til afnota, hestar, skoðunar- ferðir og veiði í Höfðavatni. Einnig er boðið uppá þjónustu yfir veturinn, m.a. veiði í gegnum ís á Höfðavatni. Loks er að nefna Haun í Fljótum. Þar er gistiaðstaða, skoðunarferðir, veiði og afnot af hestum fyrir gesti. Hér hefur verið stiklað á því stærsta sem boðið er uppá og mætti lengi telja áfram að ógleymdri gestrisni Norðlend- ing3. (ivj) Margrét Margeirsdóttir leiddu almennan söng. Þá fluttu m.a. ræður; Guttormur Óskarsson, sr. Gunnar Gíslason, Sigurjón Björnsson, Friðrik Margeirsson og Sigurður Jónsson. Enn- fremur lék ungt listafólk, afkomendur þeirra hjóna, á hljóðfæri; Guðrún Óskarsdóttir á píanó, Ragnheiður Þorsteins- dóttir á fiðlu og Þórólfur Stefánsson á gítar. Á eftir var síðan dansað undir harmoníku- spili Kristjáns Stefánssonar. Mótinu lauk með guðþjónustu á sunnudag í Glaumbæjar- kirkju. Sóknarpresturinn sr. Gísli Gunnarsson predikaði. Föstudaginn 27. júní Kynning á Sesam og Polo súkkulaðikexi frá Frón Kynningarverð: Sesam kex kr. 29.90 S5í@5 Polo kex kr. 54.10 6§r©0 Allt í ferðalagið Tjöld Svefnpokar Bakpokar Göngutjöld Tjalddýnur Tjaldhúsgögn Gassuðutæki Kælitöskur Pottasett Mataráhöld Vatnsbrúsar Fyrir hestamenn Allt í garðinn: Reiðbuxur Reiðstígvél Hnakkar Beisli Taumar Mél og stangir Reiðmúlar Hófhlífar Skeifur Hóffjaðrir Járningaráhöld Garðhúsgögn Útigrill Grillkol Grilláhöld Garðsláttuvélar Garðklippur Garðslöngur og tengi Skóflur og hvíslar Ný sending af barna- og dömuskóm. íþróttaskór og sportskór. Pantier sportskórnir með franska lásnum fyrir alla fjölskylduna. Skólökk í tískulitum. Skóáburður. s&' sntnvíHMH SOUJBOÐ frá 24. júní til 9. júlí OTA Hafrafras 375 gr.101.60 kr. Pally súkkulaðikex . 47.50 kr. Pally vanillukex.......... 47.50 kr. Cantolan mintellikex . 55.20 kr. Frygg Ýfa þvottaduft 2,3 kg. 199.75 kr. Frigg ífa þvottaduft 2,3 kg. . 199.75 kr. Frigg Þvol þvottalögur 0,5 I. . 43.10 kr. Dún mýkingarefni 2 1. 109.20 kr. SkagMingabúb Þú þarft ekki annað!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.