Feykir


Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 2

Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 13/1986 Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra IWKIR ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón Gauti Jónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Ingi V. Jónasson, Magnús Ólafsson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 45 krónur hvert tölublað; í lausasölu 50 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 140 krónurhver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern mið- vikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf., Sauðárkróki. leiöari — Um ferðamál Ný ferðamannavertíð er að ganga í garð. Tiltölulega stutt er síðan hægt var að tala um vertíð í þessu sambandi, vart meira en aldarfjórðungur. Á þessum stutta tíma hefur fjölgun þess fólks, sem kýs að eyða sumarleyfinu í ferðalög um ísland orðið mjög mikil. Er t.d. búist við að í sumar sæki okkur heim yfir hundrað þúsund útlendingar auk þeirra tugþúsunda Islendinga, sem leggja munu land undir fót. í fyrstu Iá leið ferðafólks á fáa staði. Einungis nokkir staðir hér á landi þóttu skoðunarverðir. Með auknum ferðalögum og bættum samgöngum verða þeir sífellt fleiri, sem farnir eru að átta sig á að allsstaðar á landinu er eitthvað skoðunarvert að finna, hvort sem það er náttúran, sagan eða mannlífið eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Ennfremur getur góð þjónusta og ýmsir afþreyingarmöguleikar vegið þungt á metunum þegar áningarstaður er valinn. Sífellt fleiri gera sér nú grein fyrir þeirri staðreynd að með ákveðnum aðgerðum megi laða að ferðafólk til nær allra staða landsins og að þar skilji það eftir sig fjármagn. Á það jafnt við um bæjar- og sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga. Það hefur hins vegar stundum viljað brenna við að ekki sé farið rétt að, þegar hafist er handa um að byggja upp ferðamannastað, jafnvel byrjað á öfugum enda. Sú leið sem eðlilegust og réttust hlýtur að vera, er að huga fyrst að umhverfisþáttunum, tryggja það sem best að ferðalangurinn komi að aðlaðandi og snyrtilegu umhverfi þar sem öllum umhverfislýtum og mengun hefur verið komið fyriri kattarnef. Þessu næst er að huga að því sem laða á að, og uppbyggingu á þeirri þjónustu og/eða afþreyingarmöguleikum, sem í boði eiga að vera. í því sambandi hlýturað vera nauðsynlegt að líta út fyrir sitt nánasta umhverfi og taka mið af því sem þar er. Slík uppbygging dugar hins vegar skammt ef ekki kemur samhliða henni til jákvætt hugarfar í garð ferðamannsins og hlýlegt viðmót þegar hann birtist. Þetta er atriði, sem hingað til hefur verið alltof lítið hugsað um, en kannanir sýna að geti skipt sköpum um það hvernig til tekst að byggja upp ferðamannastað. Samhliða þessu öllu og í kjölfarið kemur síðan sjálf upplýsingamiðlunin, það að kynna viðkomandi stað þannig að ferðafólk viti af honum og leggi þangað leið sína. Allir þessir þættir krefjast mikillar skipulagsvinnu og samstillts átaks allra þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt eiga þar hagsmuna að gæta. í öllum landshlutum hafa nú verið stofnuð samtök til að vinna að ferðamálum, en því miður hafa þau verið of vanmáttug til þessa. Sjálfsagt má að einhverju leyti kenna þar um takmörkuðum fjárráðum, en væri ekki ansi mikið unnið, ef hægt væri betur en nú, að samstilla kraftana, leggja innbyrðis samkeppni um smámálin til hliðar um sinn, og fara með jákvæðu hugarfari að vinna sameiginlega að uppbyggingu ferðamannaþjónustu á einstökum landssvæðum eða landshlutum í heild. Ggj) -----------------------------bragamál umsjón: Ingi V. Jónasson í Bragamálum tökum við nú upp þráðinn þar sem frá var horfið, og lítum á botnana sem bárust. Þó að ei sé gatan greið, geng ég léttum sporum. Megi þína lýsa leið, ljós í heimi vorum. I.S. Rölti áfram rétta leið, rofar í huga vorum. Skagi Öllum markað æviskeið, er í heimi vorum. Valnastakkur Öll við finnum einhvern seið, á náttleysu vorum. Egill Þegar ástin þreytir mig, þá er skást að sofa. Enga sást sem elskar þig, einn mátt þjást í kofa. I.S. Víst þér brást að vara þig, veikur lást með dofa. Skagi Menn sem hugsa mest um sig, meyiar ekki lofa. Egill Valnastakkur vill hafa enda- skipti á sínu framlagi ogláta það hljóða svo: Aldrei brást um ævistig, að þér dást og lofa. Þegar ástin þreytir mig, þá er best að sofa. I síðustu Bragamálum urðu leið mistök í brag sem H.G. sendi okkur. Þar í enda fyrstu hendingar, fyrstu vísu á að standa „log” í stað „lag”. Bragamálum hafa borist tvö bréf og er annað þeirra frá Valnastakki. Inniheldur það svo hljóðandi þakkir til H.G.: í Bragamálum hlýt ég hér, hefja þakkar vöku, því að H.G. miðlar mér, margri góðri stöku. Hagmælsku á hróðrar vog, hlýtur mig að bresta, hef því varla herðar og, höfuð yfir flesta. Þó að rósin þyki fín, þegnum nokkurs virði, andans rótin er þó mín, öll úr Skagafirði. Ríms og stuðla rækta ber, reynslunnar í skarði, arfaklónum eyða réð, í þeim blómagarði. Illgresinu verst ég vart, veldur norðan rokið, að mér sækir af því margt, yfir heiðar fokið. Eg gróðurset á góðum stað, gjöf frá vinum mínum, hlýt ég þar að hlúa að, hugarrósum þínum. Kær kveðja og þakklæti Valnastakkur Hitt bréfið skrifar Egill undir, en það hljóðar svo: „I níunda tbl. sendir Valna- stakkur, góður og vinsæll vísnasmiður, formhátta- og höfuðstafaunnandi mér kveðju og gagnlegar ábendingar. Áð hans áliti unglingnum og viðvaning í braglistinni”. Hér vil ég þakka fyrir það með þessum orðum þó seint sé. Með hróðrarsnarl mitt fer á flakk, fráleitt neinn þó pretta. Við vísnajarlinn Valnastakk, vil ég segja þetta. Ævibraut ég áfram renn, ábending þigg kæra. Tel mig líka ungling enn, og alltaf vera að læra. Skáldaleyfi skapa enn, skima og nýju að leita. Enda mega allir menn, út af hefðum breyta. Vísu um land, sem víða berst, vel hefur marga orta. Valnastakki víst því ferst, vissulega að gorta. Egill Bragamálum barst ein vísa með sunnan golunni um atburð Iíðandi stundar. Svo hljóðar hún og fjallar um aðförina að „Jakanum”. Slefandi hýenur slóðina rekjandi, stórmennið „Jaka” frá mannorði hrekjandi, með tvíræðri oiðmælgi tortryggni vekjandi, taðkögglum innyfla götuna þekjandi. Loks barst Bragamálum fyrir- spurn um, hver hefði ort eftirfarandi vísu og af hvaða tilefni. Gleði veldur, lund fær létt, lifnar heldur grínið. Hryssu geldri á harða sprett, hleypir keldusvínið. Mörg svör bárust við hinni velþekktu vísu um atómskáldin og hina, en því miður verða þær að bíða næstu Bragamála vegna plássleysis. En hér koma fyrripartarnir til að botna fyrir næsta blað. Vísu er göfgar vora sál, við skulum stuðla snöggir. Syrtir að norðan sýnist mér, sólskinsmorð ég eygi. Lesendur eru beðnir aðsenda inn fyrriparta. Og sem fyrr má senda efni skriflcga til Feykis, Aðalgötu 2, Sauðárkróki eða í síma 5757. Botnarogfyrripartar verða að hafa borist fyrir föstudag 4. júlí. Áskriftarsími Feykis er 5757

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.