Feykir - 25.06.1986, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 13/1986
umsjón:
Korl Jónsson
KS-TindastólI 6-4
Það má segja að þessi leikur
hafi verið fjörugur frá fyrstu
mínútu til hinnar síðustu.
Strax á fyrstu mínútu fengu
bæði liðin dauðafæri þar sem
ekki munaði miklu að mörk
yrðu skoruð. KS-ingar fengu
fyrra færið þegar Hafþór
Kolbeinsson komst inn í
sendingu til Gísla markvarðar
en Gísli varði vel.
Strax og Gísli var búinn að
spyrna boltanum fram barst
hann til Guðbrands sem „vippaði”
boltanum yfir markvörð KS-
inga en hann Gubbi átti svo
annað skot mínútu síðar en
boltinn fór rétt framhjá. Á 7.
mín. fengu Tindastólsmenn
aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
Eiríkur þjálfi tók spyrnuna en
KS-ingar björguðu á linu. Á 23.
mín. var Eyjólfur felldur
grófiega rétt við vítateiginn og
fékk sá hinn sami og gerði það
að líta gula spjaldið hjá
dómaranum. Eiki þjálfi tók
spyrnuna og skaut föstu skoti í
þversiá KS-marksins. Á 29. mín
fékk Hemmi gult kort fyrir að
fella Gústaf Björns. Á 36.
mínútu skoruðu KS-ingar sitt
fyrsta mark. Hafþór Kolbeins
fékk boltann einn innfyrir og
renndi boltanum framhjá Gísla
og í markið. 1-0 fyrir KS.
Strax eftir miðju skaut Gubbi
á markið en rétt yfir. Fátt
markvert skeði það sem eftir var
hálfieiksins. Staðan sem sagt 1-0
í hálfieik.
Seinni hálfieikur byrjaði frekar
rólega en á 15. mín. lenti Björn
Sverris í veseni við gæslumann
sinn Jakob Kárason en þeir
skildu glaðir og ánægðir eftir að
dómarinn hafði sagt nokkur
töfraorð við þá.
Á sömu mínútu áttu KS-menn
skot en það fór yfir markið.
Mínútu síðar skaut Hafþór
föstu skoti á markið en Gísli var
rétt staðsettur og greip boltann
örugglega. Á 22. mín. fengu svo
KS-ingar vítaspyrnu. Baldur
Benónýsson tók spyrnuna en
hæfði ekki markið. Á 23. mín.
komst KS-ingur innfyrir en
Gísli bjargaði með góðu út-
hlaupi. Hemmi prjónaði sig í
gegn á 30. mín. og skaut á
markið en rétt yfir. Mínútu síðar
bjargaði Gísli af sinni alkunnu
snilld með góðu úthlaupi er KS-
ingur slapp innfyrir. Á 35. mín.
skallaði Sverrir rétt ^fir eftir
fyrirgjöf frá Hólmari. Á 37. mín.
skoraði Eyjólfur jöfnunarmark
Tindastóls með góðu skoti sem
hafnaði í bláhorninu hægra
megin eftir viðkomu á brjóst-
kassa varnarmanns KS.
Ekkert markvert skeði það
sem eftir lifði seinni hálfieiks.
Grípa þurfti þá til fram-
lengingar til að skera úr um
sigurvegara í þessum leik.
Tindastólsmenn áttu mun
meira í framlengingunni en KS,
en samt skiptust færin nokkuð
jafnt á milli liðanna. Þegar
aðeins ein og hálf nínúta var
eftir af framlengingunni skoraði
Jón Kr. Gísla annað mark KS-
inga eftir að hann komst einn
innfyrir vörn Tindastóls. Flestir
héldu nú að KS-ingar væru nú
búnir að vinna leikinn. En Björn
Sverrisson var nú á öðru máli.
Hann fékk boltann strax eftir
miðju, lék inn í vítateig KS-inga
og var brugðið þar og
umsvifalaust var vítaspyrna
dæmd. Úr henni skoraði Bjössi
sjálfur og staðan orðin 2-2. KS-
ingum gafst ekki tími til frekari
aðgerða því framlengingin varð
öll strax eftir miðju. Nú varð að
skera úr um sigurliðið í
vítaspyrnukeppni. 5 spyrnur á
hvort lið.
Trefjar bæta
brauðin, jógúrtina
og hellumar
frá okkur
Veldu þér BÆJARHELLUR í
garðinn og bílaplanið.
Þær eru styrktar með trefjum
sem gera þær léttari en sterkari.
40x40 cm 88 kr./stk.
20x40 cm 47 kr./stk.
sexkantur 55 kr./stk.
Einnig litaðar: rauðar - gular - hvítar
BÆJARHELLAN SF
Borgarflöt 5 - Sími 5001 - Sauðárkróki
ípróttir
Fyrstu spyrnuna tóku KS-
ingar og var það Hafþór sem
spyrnti. Gísli Sig. markvörður
og rafvirki hjá KS (þ.e.
Kaupfélagi Skagfirðinga) gerði
sér lítið fyrir og varði spyrnuna.
Næst var það Eyjólfur sem
reyndi sig í fyrstu spyrnu
Tindastóls. Hann skoraði af
öryggi og staðan l-0. Næstu
spyrnu fyrir KS tók Baldur
Benónýs og skoraði hann úr
henni. Næst var það Hólmar
sem skaut fyrir Stólinn. Mark-
vörður KS varði hana meistara-
lega. Tómas Kárason skoraði
fyrir KS úr næstu og staðan
orðin 2-1. Hemmi Þóris var
næstur fyririr T.stól en mark-
vörður KS varði aftur. Geiri
skoraði fyrir KS og staðan orðin
3-1. Sverrir minnkaði munin
fyrir T.stól en Jón Kr. skoraði
sigurmark KS-inga úr síðustu
spyrnu þeirra. Sem sagt 6-4 fyrir
KS í fjörugum leik. KS-ingar
mæta Leiftri frá Ólafsfirði (sem
slógu KA-inga út) á Ólafsfirði í
kvöld miðvikudag.
Magni-Tindastóll 1-2
Þessi leikur var fjörugur og
mikið um færi á báða bóga sem
nýttust illa.
Það helsta markverða í fyrri
hálfieik var það að á 10. mín.
björguðu Magna-menn á línu
eftir þrumuskalla frá Hólmari
og á 32. mín. skauteinn Magni í
þverslá T.stóls marksins.
I seinni hálfieik voru mörg
dauðafæri sem illa tókstað nýta.
Á 52. mín. skaut Eiki Þorsteins á
mark Magna en markvörður
þeirra varði boltann í þverslá og
í horn. Á 60. mín. skoraði
Guðbrandur fallegt mark fyrir
T. stól, skaut boltanum upp í
vinkilinn hægramegin.
6 mín. síðar var Guðbrandur
aftur á ferðinni er hann skoraði
með föstu skoti í bláhornið,
annað mark T.stóls. Aðeins
tveimur mín. síðar minnkuðu
Magnamenn muninn er einn
þeirra „vippaði” boltanum
skemmtilega yfir Gísla og í
markið. Á 70. mín var Rúnar
kominn að hliðarlínu markteigs
Magna op skaut en það var varið
í horn. Á 88. mín. átti Sverrir
skot en það var bjargað á línu og
Tindastólsmenn fengu hornsem
Guðbrandur var nálægt því að
skora úr, skallaði í stöng og útaf.
Fleiri mörk voru ekki gerð og T.
stóll sigraði því 2-1.
Sunnudaginn 15. júní fóru
yngri fiokkar Tindastóls í
knattspyrnu til Siglufjarðar til
að etja kappj við KS í
Islandsmótinu. Úrslit urðu þessi:
5. flokkur:
KS-UMFT 2-1 Sigurpáll Sveins-
son skoraði mark Tindastóls.
4. flokkur:
KS-UMFT 1-0.
3. flokkur:
KS-UMFT 2-3 Hjalti Árnason
sem betur er þekktur fyrir
varnarleik spilaði frammi og
skoraði tvö af mörkum Tinda-
stóls með einu snertingum
sínum við boltann að eigin sögn.
Héðinn Sigurðsson gerði eitt
mark.
Leiftur-Tindastóll 1-1
Þessi leikur var dæmigerður
toppslagur því leikmenn voru
taugaspenntir og mikið um
misheppnaðar sendingar.
Fyrstu mínútumar voru jafnar
og áttu bæði liðin færi en
Tindastóll þó heldur fieiri m.a.
átti Eyjólfur skot í þverslá
snemma í leiknum. Eyjólfur
skoraði svo mark Tindastóls á
26. mín. Birgir Rafns tók
aukaspyrnu rétt við miðjuna.
Hann þrumaði boltanum inní
vítateig Leifturs, þar stökk
Eyjóldur manna hæst og
skallaði boltann afturfyrirsig og
í markið. Liðin skiptust nú á að
sækja og komu oft hættuleg færi
sem ekkert varð úr fyrr en á 42.
mín. þegar Leiftur jafnaði.
Langur bolti kom fram og
mistókst þremur Tindastóls-
Golf
Golfvertíðin á Sauðárkróki er
hafin eins og víðast annars-
staðar.
Tvö mót hafa þegar verið
haldin. Einnar kylfu keppni þ.
31. maí og Drangeyjarmótið þ.
14.júní.
I einnar kylfu keppninni voru
17 þátttakendur og urðu úrslit
þessi:
Án forgjafar:
Steinar Skarph. 90 högg
Haraldur Friðriks 95 högg
Sigfús Sigfússon 97 högg
Með forgjöf:
Guðm. Gunnars 65 högg
Hreinn Jóns 68 högg
Sigurgeir Angantýs 73 högg
í Drangeyjarmótinu voru 19
þátttakendur og urðu úrslit
þessi:
Án forgjafar:
Steinar Skarph. 82 högg
Stefán Pedersen 89 högg
Magnús Rögnvalds 92 högg
Magnús var með betra skor en
Haraldur F. sem var líka með 92
högg.
Með forgjöf:
Steinar S. 82 högg
Stefán P. 89 högg
Magnús R. 92 högg
Næstur holu á 6. braut var
Steinar: 6,1 m.
mönnum að hreinsa og Óskar
Ingimundarson komst innfyrir
og skaut föstu skoti í þverslá og
inn.
Síðari hálfieikur var betur
leikinn en sá fyrri, einkum hjá
Tindastólsmönnum. Leiftursmenn
gerðu harða hríða að marki
Tindastóls fyrstu 15 mínúturnar
en áttu þó aðeins tvö marktækifæri
í seinni hálfleiknum; Gott skot
frá Hafsteini Jakobssyni sem fór
framhjá og svo komst einn
Leiftursmaður innfyrir en Gísli
varði.
Tindastóll átti nokkur ágæt
færi m.a. átti Hemmi skot frá
vítateigshorni vinstramegin en
boltinn í þverslá og yfir. Hólmar
átti svo skalla yfir eftir
hornspyrnu.
Þessi leikur var nokkuð
fjörugur en ekki mikil kantt-
Það voru um 160 krakkar 14
ára og yngri, sem dvöldu á
Hvammstanga 6.-9. júní sl. við
sundæfingar og keppni. Auk V-
Húnvetninga voru þar ísfirðingar,
Flateyringar og Borgfirðingar.
Þetta er þriðja árið í röð, sem
krakkar frá þessum stöðum
koma þar saman til keppni og
njóta þessi mót sívaxandi
vinsælda. Þau eru haldin til
skiptis á stöðunum og að sögn
Flemmings Jenssonar íþrótta-
kennara á Hvammstanga hefur
þetta orðið til þess að stórauka
sundáhuga yngstu aldursflokkanna
á öllum þessum stöðum.
Mótið hófst á föstudags-
spyrna og voru Leiftursmenn
yfirleitt undan á boltann fram í
miðjan síðari hálfleik en þá
komu Tindastólsmenn meira
inn í leikinn.
Þrjú efstu liðin í riðlinum eru:
Leiftur með 11 stig eftir 5 leiki.
Tindastóll með 11 stig eftir 5
leiki.
Þróttur N. með9stigeftir51eiki.
Næstu leikur Tindastóls er í
svokölluðu Brautamóti B-liða á
Norðurlandi en auk B-liðs
Tindastóls eru einnig KA, Þór,
Völsungur og KS með. Tindastóll
keppir við Þór í kvöld
(miðvikudag). Vill umsjónar-
maður þessa þáttar hvetja alla til
að koma á völlinn og hvetja
okkar menn í þessu kærkomna
og skemmtilega móti. Næsti
leikur A-liðs í deildinni er á
Neskaupstað á næsta laugardag.
kvöldið 6. júní og voru æfingar
það kvöld og laugardaginn, en
sjálf keppnin fór fram á
sunnudag. Það var keppt í
þremur aldursfiokkum; 10 ára
og yngri, 11 og 12 ára og 13 til 14
ára, og var bæði keppt í stelpna-
og strákafiokkum.
Mótsstjóri var Flemming
Jessen en verðlaun til keppninnar
gaf saumastofan Drífa á
Hvammstanga. Margt fólk kom
til að fylgjast með þessum
atburði og ríkti gleði og
stemmning við sundlaugina á
Hvammstanga þennan sunnu-
dag.
(mó)
Keppendur og starfslið á Jónsmessumóti Golfklúbbs S.krókssl. fostudag.
Á Siglufirði er völlurinn mót og verður nánar skýrt frá
nýkominn undan snjó og fyrsta því í næsta blaði svo og frá
mótið er svokallað Jónsmessu- Golfklúbbnum Ós á Blönduósi.
Sundmót á Hvammstanga