Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Page 3

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Page 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti sameininguna - mestur stuðningur í Suðureyrarhreppi en minnstur í Þingeyrarhreppi - minnst kjörsókn í ísafjarðarkaupstað en mest í sveitahreppunum tveimur Þrír af hverjum fjórum studdu sameininguna Af 1600 gildum atkvæðum voru 1.204 með sameiningu en 396 á móti, þannig að þrír fjórðu voru fylgjandi en einn fjórði á móti. 16" PIZZA með þrem áleggstegundum og frí 16" margaríta eða hvítlauksbrauð með á kr. 1.450 íbúar sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta í almennum kosningum á laugardaginn að þau skyldu sameinuð í eitt. Þessi sveitarfélög eru Þingeyrarhreppur, Mýra- hreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur, Suður- eyrarhreppur og Isafjarðar- kaupstaður. Sameiningin tekur gildi næsta vor. einast ísafjarðarkaupstað. Þarna til viðbótar er svo Sléttuhreppur, þrettánda sveit- arfélagið, en hann er löngu mannlaus og orðinn að friðlandi. Það landsvæði verður í framtíðinni hluti af lögsagn- arumdæmi Isafjarðarkaupstað- ar - eða með öðrum orðum, hins nýja sveitarfélags. Stórfelld fækkun sveitar- félaga á skömmum tíma Innan skamms verða þvf að- eins þrjú sveitarfélög á norðan- verðum Vestfjörðum, þ.e. Súðavíkurhreppur og Bolung- arvíkurkaupstaður auk hins nýja sameinaða sveitarfélags, en voru tólf til skamms tíma og þrettán þó. Kjörsókn afar misjöfn Kjörsóknin var mjög mis- jöfn eftir sveitarfélögum. I heildina var hún mjög lítil miðað við það sem tíðkast í kosningum til Alþingis og sveitarstjóma eða aðeins 52,6%. Minnst var hún á Isa- firði (47,7%) en mest í Mýra- hreppi (83,0%) og Mosvalla- hreppi (81,0%). Fylgið við sameininguna var mest í Suðureyrarhreppi (90,3%) en minnst í Þingeyr- arhreppi (64,7%). Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi töflu. Málflutningur sameining- arnefndarinnar komst til skila „Þetta em afskaplega á- nægjuleg úrslit. Þau staðfesta hugmyndir nefndarinnar um mikilvægi þessa máls sem við höfum verið að reyna að vinna fylgi", sagði Þorsteinn læknir Jóhannesson, formaður sam- HEIMSENDING 18" PIZZA með tveim áleggstegundum og 12" hvítlauksbrauði og 2L kók á kr. 1.800 Eyþór Einarsson, Kristjana Sigurðardóttir, Björn Jóhannes- son og Sigurður R. Ólafsson við talninguna. Sameining koifelld fyrir tveimur árum Fyrir tveimur árum, eða í nóvember 1993, var kosið um sameiningu tólf sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum í eitt. Þá var sameining felld í átta sveitarfélögum en sam- Úrslit kosninganna Sveitarfélag Á kiör- skrá Atkv. greiddu Já sögðu (%) Nei sögðu (%) Auðir/ ógildir Kjör- sókn % Þingeyrarhreppur 289 207 130 (64,7) 71 (35,3) 6 71,6 Mýrahreppur 53 44 35 (79,5) 9 (20,5) 0 83,0 Mosvallahreppur 42 34 28 (84,8) 5 (15,2) 1 81,0 Flateyrarhreppur 231 125 97 (77,6) 28 (22,4) 0 54,1 Suðureyrarhreppur 194 126 112 (90,3) 12 (9,7) 2 65,0 ísafjarðarkaupstaður 2281 1088 802 (74,7) 271 (25,3) 15 47,7 Alls 3090 1624 1204 (75.25) 396 (24,75) 24 52,6 Asgerður Annasdóttir, Guðmundur Marinósson, Óðinn Baldursson, Karitas Pálsdóttir og Guðrún Á. Stefánsdóttir við lok talningarinnar á ísafirði, sem tók aðeins stundarfjórðung. starfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og formaður bæjarráðs Isafjarðar, eftir að úrslitin lágu fyrir. Gagn- rýnendur hafa legið nefndinni á hálsi fyrir að hafa staðið slæ- lega að kynningu á málinu. Þorsteinn telur úrslitin á hinn bóginn sýna að málflutningur hennar hafi komist til skila eins og að var stefnt. „Niðurstaðan bendir til þess. En hugsanlega hefur fólk einfaldlega líka verið að gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi sameiningar. Allir sjá hvernig mál hafa þró- ast hér á undanförnum árum og vita að þannig getur það ekki gengið lengur“, sagði Þor- steinn. Kjördagur væntanlega 11. maí nk. Stefnt er að því að ný sveit- arstjórn verði kosin 11. maí í vor og líklegt er að þá verði einnig kosið um nafn á sveitar- félagið. Samstarfsnefndin, sem er þverpólitískur hópur fólks úr öllum sveitarfélögunum sex, hefur samið drög að bæjar- málasamþykkt, þar sem gert er ráð fyrir 11 bæjarfulltrúum og 5 manna bæjarráði. Reiknað er með því að skrifstofur hins nýja bæjarfélags verði á Isafirði en sérstakir þjónustufulltrúar verði starfandi á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Sparnaður í yfirstjórn talinn verða allt að 20 millj. á ári Spamaður í yfirstjórn hins nýja sveitarfélags er talinn geta orðið allt að 20 millj. króna á ári þegar frá líður en meðal annars hverfa þrír sveitarstjórar úr sögunni við breytinguna. I- búafjöldinn verður væntanlega um 4.800 en íbúar Isafjarðar- kaupstaðar eru nú liðlega 3.500. þykkt í fjórum. Síðan hefur það gerst að Ögurhreppur og Reykjafjarðarhreppur hafa sameinast Súðavíkurhreppi, Nauteyrarhreppur hefur sam- einast Hólmavíkurhreppi og Snæfjallahreppur hefur sam- Björn Jóhannesson lögmaöur og formaöur yfirkjörstjórnar í þann veginn aö hella úr einum kjörkassanna á tainingarboröiö. TILB0Ð1 ef þú sækir eða kaupir í sal 12" PIZZA með tveim áleggstegundum og 1/2 lítra af kók Á AÐEINS KR. 1.000 TILBOÐ 2 ef þú sækir eða kaupir í sal OSTBORGARI, franskar og 1/2 lítri af kók Á AÐEINS KR. 600 ATHUGIÐ! Tilboð 1 og 2 gilda föstudag, laugardag og sunnudag

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.