Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 11
Svanhildur Óskarsdóttir
Hetjusögur ur Gyðingalandi: Biblíuþýðingar í
íslenskum miðaldahandritum
Enda þótt meira en þúsund ár séu frá því að kristni var lögtekin hér á landi,
er sitthvað enn á huldu um sögu biblíuþýðinga okkar fram eftir öldum.
Þær þýðingar sem gerðar voru íyrir tilkomu prentverksins hafa ekki allar
verið gefnar út, og þær útgáfur á biblíuþýðingum íyrir siðbreytingu sem þó
eru til, eru margar gamlar og ófullkomnar. Auk þess er ekki fyrir það að
synja að enn eigi eftir að finnast í handritum einhverjar þýðingar eða brot
úr þýðingum sem hingað til hefur verið ókunnugt um. í þessari grein ætla
ég engu að síður að freista þess að draga saman það helsta sem vitað er um
eldri biblíuþýðingar, og jafnframt að fjalla um not þeirra - en það er efni
sem ekki er alltaf gefinn ýkja mikill gaumur.
Stjórn — hvað er nd það?
Elsta vitnisburð um íslenskt biblíumál er að finna í biblíutilvitnunum í elstu
trúarbókmenntum okkar, svo sem hómilíum og heilagra manna sögum, en
þessum tilvitnunum safnaði Bretinn Ian Kirby saman og hefur rannsakað
manna mest.1 Flestar tilvitnanirnar eru í Davíðssálma, guðspjöllin og
Postulasöguna og Kirby taldi líklegt að þessi rit hefðu verið til í norrænum
þýðingum þegar á 12. öld en engar sjálfstæðar leifar þeirra eru tiltækar.2
Elstu samfelldu þýðingarnar sem varðveist hafa á norrænu hafa að lík-
indum orðið til á 13. öld. Þess háttar þýðingar eru okkur einkum kunnar í
útgáfu C.R. Ungers á því verki sem hefur verið kallað Stjórn.3 Sú nafngift
1 Ian J. Kirby, Biblical quotation in Old Icelandic-Norwegian religious literature I-II (Reykjavík:
Siofnun Arna Magnússonar, 1976-80).
2 Ian J. Kirby, Bible translation in Old Norse (Genéve: Librairie Droz, 1986), 101.
3 C.R. Unger (ritstj.), Stjorn. Gammelnorsk bibelhistorie fra verdens skabelse til det babylonske
fangenskab (Christiania: Feilberg & Landmarks forlag, 1862). Hér eftir verður vitnað til útgáfunnar
með blaðsíðutali í meginmáli og stafsetning færð til nútímahorfs.
9