Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 86

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 86
hinu yfirnáttúrulega og opinberun þess almennt.28 Á fyrrgreindum stað (og víðar) hefur höfundur eins og fram er komið notað heitið nýrétttrúnaður um þessa stefnu. Vegna fram kominnar gagnrýni Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín sem lagt hefur mest af mörkum á síðari árum við könnun á guðfræði Tómasar skal viðurkennt að heppilegra væri í því tilliti að tala um nýrétttrúnað 19. aldar til aðgreiningar frá guðfræðihræringum á 20. öld sem hlotið hafa sama heiti.29 í þessari margnefndu stefnu runnu saman áhrif frá hinum eldra rétttrún- aði eða lúthersku orþódoxíunni og píetismanum en einnig frá rómantíkinni. Eins og heitið nýrétttrúnaður vísar til fól hún í sér afturhvarf til kenninga lútherska rétttrúnaðarins sem var við lýði frá lokum siðaskiptatímans til upphafs upplýsingar.30 í forskeytinu (ný-) felst þó að hér var ekki um endurvakningu hins forna rétttrúnaðar að ræða heldur bar stefnan eigin einkenni til dæmis sterkari einstaklingshyggju og þar með áherslu á trúar- sannfæringu, trúarupplifun og trúartilfinningu einstaklingsins en gætt hafði í hinum eldra rétttrúnaði.31 Er þar einkum um áhrif frá einstaklingshyggju upplýsingartímans að ræða. Má þó benda á að í lútherska rétttrúnaðinum rúmaðist ekki aðeins vitsmunaleg áhersla á trúarkenninguna heldur einnig dulhyggja (mystik) og þar með einstaklingshyggja.32 Hér á landi var rétttrún- aðurinn jafnvel heldur ekki eins heimspekilegur og víða erlendis. Einnig litu fylgismenn nýrétttrúnaðarins svo á að trúarleg þekking væri sérstaks eðlis og það krefðist opinberunar að komast til „fulls“ innsæis og skilnings á hin yfirnáttúrulegu sannindi (þar af heitið supranaturalismus). Þar nægði ekki skynsamleg ígrundun ein og sér. Þá einkenndist stefnan af biblíufastari túlk- unum á kenningararfi kristninnar en viðhöfð var á upplýsingartímanum. Þjóðverjinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) prófessor í Berlín átti mestan þátt í að þróa þessa stefnu áfram inn í 19. öldina með því að leggja áherslu á séreðli trúarlegrar þekkingar við hlið skynsemi og siðrænnar vitundar. Fyrir daga hans leituðust menn aftur á móti við að tjá veruleika trúarinnar einvörðungu með hjálp tveggja síðarnefndu þekking- 28 Hágglund 1975: 330-331. Sjá Theologisches Fach- und Fremdwörterbuch 1969 :160. 29 Sjá t.d. Pétur Pétursson 2000: 398. 30 Loftur Guttormsson 2000: 115-116. Einar Sigurbjörnsson 2000: 117-120. 31 Hjalti Hugason 1990: 124. 32 Einar Sigurbjörnsson 2000: 120. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.