Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 64
Þrátt fyrir hina guðfræðilegu merkingu orðsins monogenes eða eingetinn fór
fólk að skilja orðið eingetinn sem tilvísun til meyjarfæðingarinnar. Ég held
jafnvel að það hafi stundum í viðræðum fólks verið talinn frekari prófsteinn
á rétttrúnað hvort einhver tryði á meyjarfæðinguna en að hann tryði á eilífan
guðdóm Jesú Krists.
Það er hins vegar frá fornu fari höfúðjátning kristinna manna að Jesús
Kristur er annars vegar einkasonur Guðs, fæddur af honum frá eilífð, og
hins vegar sannur maður, fæddur af Maríu mey.
Sigurður Pálsson benti í grein sinni á að orðið monogenes sé í Nýja
testamentinu ekki eingöngu notað um Jesú, son Guðs, heldur einnig um
ísak, son Abrahams í Hebreabréfi 11.17, um son ekkjunnar frá Nain í Lúk
7.12, og síðan um dóttur Jairusar í Lúk 8.42.
Oddur Gottskálksson þýddi Heb 11.17 ,,fram gaf hinn eingetna“,
Lúk 7.12 „einkasonur sinnar mæður“, Lúk 8.42 „hann átti sér einkadótt-
ur“. Oddur fylgdi Lúther sem notar í Lúk einziger Sohn, einzige Tochter en
í Heb eingeborener. í Viðeyjarbiblíu 1841 er Heb 11.17 breytt í einkason
og í báðum versum Lúkasarguðspjalls er notað einbirni. I þýðingunum
1866-2007 er í Lúkasartextunum fylgt orðalagi Odds. Monogenes vísar því
ekki til meyjarfæðingarinnar heldur til einingar Guðs föður og Guðs sonar.
Fæðing Jesú af Maríu mey vísar til annars trúaratriðis sem á sér rætur í
frásögunni af því að hann hafi í lífi móður sinnar verið getinn af heilögum
anda.
Sigurður styðst í umfjöllun sinni við erlendar þýðingar og þýðendur og
segir síðan (s. 35):
Það er því ljóst að niðurstaða íslensku þýðingarnefndarinnar er hvorki röng
þýðing, afneitun á meyjarfæðingunni né tilraun til blekkingar, heldur studd
niðurstöðum færustu biblíu- og grískusérfræðinga. Þýðingin einkasonur
kemur betur til skila því sem guðspjallamaðurinn vildi sagt hafa um samband
Guðs föður og Guðs sonar, með áherslu á það kærleiksverk Guðs að gefa
heiminum einkason sinn.
11.3 Malakoi og arsenokoites
Þegar eftir að kynningarheftið með textum Nýja testamentisins kom út
2005 birtust athugasemdir frá Jóni Axel Harðarsyni í Lesbók Morgunblaðsins
þar sem hann gagnrýnir harðlega tillögu þýðingarnefndar á lKor 6.9: „þeir
sem leita á drengi eða eru í slagtogi við þá“ og telur ranglega þýtt. Jón
62