Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 64

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 64
Þrátt fyrir hina guðfræðilegu merkingu orðsins monogenes eða eingetinn fór fólk að skilja orðið eingetinn sem tilvísun til meyjarfæðingarinnar. Ég held jafnvel að það hafi stundum í viðræðum fólks verið talinn frekari prófsteinn á rétttrúnað hvort einhver tryði á meyjarfæðinguna en að hann tryði á eilífan guðdóm Jesú Krists. Það er hins vegar frá fornu fari höfúðjátning kristinna manna að Jesús Kristur er annars vegar einkasonur Guðs, fæddur af honum frá eilífð, og hins vegar sannur maður, fæddur af Maríu mey. Sigurður Pálsson benti í grein sinni á að orðið monogenes sé í Nýja testamentinu ekki eingöngu notað um Jesú, son Guðs, heldur einnig um ísak, son Abrahams í Hebreabréfi 11.17, um son ekkjunnar frá Nain í Lúk 7.12, og síðan um dóttur Jairusar í Lúk 8.42. Oddur Gottskálksson þýddi Heb 11.17 ,,fram gaf hinn eingetna“, Lúk 7.12 „einkasonur sinnar mæður“, Lúk 8.42 „hann átti sér einkadótt- ur“. Oddur fylgdi Lúther sem notar í Lúk einziger Sohn, einzige Tochter en í Heb eingeborener. í Viðeyjarbiblíu 1841 er Heb 11.17 breytt í einkason og í báðum versum Lúkasarguðspjalls er notað einbirni. I þýðingunum 1866-2007 er í Lúkasartextunum fylgt orðalagi Odds. Monogenes vísar því ekki til meyjarfæðingarinnar heldur til einingar Guðs föður og Guðs sonar. Fæðing Jesú af Maríu mey vísar til annars trúaratriðis sem á sér rætur í frásögunni af því að hann hafi í lífi móður sinnar verið getinn af heilögum anda. Sigurður styðst í umfjöllun sinni við erlendar þýðingar og þýðendur og segir síðan (s. 35): Það er því ljóst að niðurstaða íslensku þýðingarnefndarinnar er hvorki röng þýðing, afneitun á meyjarfæðingunni né tilraun til blekkingar, heldur studd niðurstöðum færustu biblíu- og grískusérfræðinga. Þýðingin einkasonur kemur betur til skila því sem guðspjallamaðurinn vildi sagt hafa um samband Guðs föður og Guðs sonar, með áherslu á það kærleiksverk Guðs að gefa heiminum einkason sinn. 11.3 Malakoi og arsenokoites Þegar eftir að kynningarheftið með textum Nýja testamentisins kom út 2005 birtust athugasemdir frá Jóni Axel Harðarsyni í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann gagnrýnir harðlega tillögu þýðingarnefndar á lKor 6.9: „þeir sem leita á drengi eða eru í slagtogi við þá“ og telur ranglega þýtt. Jón 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.