Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 106
refsing fyrir framlag hennar til fallsins. Líkt og skrifað stendur þar: „En
við konuna sagði hann: „Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú verður
barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða og þó hafa löngun til manns
þíns, en hann skal drottna yfir þér“ (1M 3:16 ).
Þessi forni texti segir okkur mikið um kynjamuninn og hvernig litið
er á þjáningu sem syndagjöld. Það sem eftir stendur og er sístætt er þessi
tenging á milli ófullkomleika mennskunnar og þjáningarinnar. Það er að
segja vegna þess að við erum manneskjur er okkur eiginlegt að þjást. Það
ásamt öðru er gjaldið sem við greiðum fyrir það að vera til og er m.a. reitt
fram í fæðingu og í dauða. I þessari sömu sköpunarfrásögn er sagt frá því
þegar konan er mynduð af rifjum mannsins. Gamall prestur sem þjónaði
um árabil afskekktum sóknum túlkaði þennan texta á afar persónulegan
hátt. Þar á ég við heimsborgarann Kára Valsson, sem var tékkneskur að ætt
og uppruna þótt lífsstarf hans væri prestskapur hér við ysta haf. Kári sagðist
hafa fengið nýjan skilning á þessum forna og að því er flestir myndu telja
úrelta og kvenfjandsamlega texta. „Merkingin laukst upp fyrir mér, þegar ég
missti konuna mína sagði hann. Þá leið mér eins og það væri tekið innan
úr mér og ég minntist hins fornkveðna þar sem segir af rifinu úr mannsins
/>r <í
siðu .
Það er eftirtektarvert að þegar Kristur hinn þjáði krossberi uppörvar
hnuggna vini sína og býr þá undir atburði föstudagsins langa þá fer hann
í smiðju til konunnar og vitnar til lífsreynslu hennar í fæðingunni. Hann
segir: „Þér munuð gráta og kveina, en heimurinn mun fagna. Þér munuð
verða hryggir en hryggð yðar mun snúast í fögnuð. Þegar konan fæðir, er
hún í nauð, því stund hennar er komin. Þegar hún hefur alið barnið, minn-
ist hún ekki framar þrauta sinna af fögnuði yfir því að maður er í heiminn
borinn. Eins eruð þér nú hryggir, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar
mun fagna og enginn tekur fögnuð yðar frá yður“ ( Jh 16:20-22 ). Hér er
leitað að merkingu fyrir þjáninguna og hún fundin í lausn upprisunnar og
fæðingin er myndin sem Kristur notar til þess. Þetta er einskonar andsvar
eða andhverfa og fylling á hinni fornu sköpunarsögu þar sem þjáningin
er talin refsing. Ef til vill er það af ómeðvitaðri sektarkennd sem heyra má
karlmenn líkja kvölunum af nýrnasteinum við þrautir fæðingarinnar. Lengra
náum við ekki. Gamall héraðslæknir vestur á fjörðum sagði frá því, þegar
104