Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 135
Björn Jónsson
Sálmaskáld ur alþýðustétt
á siðbótartímanum
Þegar Guðbrandur Þorláksson biskup gaf út sína fyrstu sálmabók, sem
venjulega er nefnd Hólabókin, prentuð að Hólum í Hjaltadal árið 1589, var
sálmakveðskapur í lútherskum sið enn á lágu stigi hér á landi. Aður höfðu
tveir eða þrír biskupar látið prenta lítil sálmakver, með nokkrum þýddum
sálmum, sem voru harla fátæklegir hvað búning snerti og fjölbreytni lítil í
sálmavali (Marteinssálmar. Khöfn 1555, Gíslakver. Khöfn 1558 ogSálmakver
Olafs Hjaltasonar, hafi það verið prentað, en af þeirri bók þekkist ekkert
eintak).
Tilgangur sálmabókarútgáfu Guðbrands var umfram allt sá, að efla og
rótfesta í landinu kristna trú samkvæmt kenningu Lúthers. I gagnmerkum
formála setur hann upp í sex liðum, hvað fyrir sér vaki: „Islands innbyggj-
urum til gagns og góða sem það vilja þiggja.“
Meginhlutinn af sálmunum í Hólabók eru þýddir, en aðeins fáir þeirra
frumsamdir. Alls eru þeir 328 talsins. Ekki hefir það verið kannað svo
nokkru nemi, hverjir eru höfundar eða þýðendur sálma í Hólabók og
þeirra annarra sálma, sem Guðbrandur biskup hafði umsjón með eftir að
Hólabókin kom út, (þ.e. 1. og 2. útgáfu Grallarans og 2. útgáfu Hólabókar
1619). í formála sínum í Hólabók 1589 nefnir Guðbrandur aðeins einn,
síra Ólaf Guðmundsson á Sauðanesi, vin sinn og skólabróður. Fullyrða má
um mörg fleiri skáld, sem þar áttu hlut að máli, þótt ekki sé ástæða til að
telja upp nöfn þeirra hér. En athyglisvert er, að öll eru skáldin prestar eða
guðfræðilega menntaðir menn, að því er best verður séð. Þar hafa engir
alþýðumenn fengið inni með kveðskap sinn og auðvitað engin kona! Hvers
vegna ólærðir menn úr alþýðustétt, sem sjálfsagt hafa verið skáldmæltir
margir hverjir þá eins og þeir löngum hafa verið, fengu þar ekki inni, er
ekki gott að segja. Vera má, að þeim hafi ekki verið treyst nógu vel til þess
133