Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 91
hans hugskots og fær hann herleiddan undir sindina.“49 Má hér skynja
enduróm af orðum Páls í 7. kap. Rómverjabréfsins (7. v.). Þá minna orðin
einnig á ritningarversin alkunnu: „Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið
vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.“50
Þegar sýnt hafði verið fram á þessa tvíbentu stöðu mannsins brýndi
Tómas áheyrendur sína:
Þad þarf hreisti til ad gjeta heiminn sigrad; himininn er hátt upphafinn, ifir
jordina og madurinn þarf ad leggja hart á sig, til ad gjeta komist hinn bratta
veiginn, sem þángað liggur; því taki hann af ervidleik vegarins þá leidina,
sem hægri er, afþví hún liggur nidur á móti, lendir hann í ófærum og tínir
ad lokunum sálu sinni. Þetta er brautin sem liggur til daudans.51
Hér virðist boðskapurinn vera hliðstæður því sem víða er að finna í
pistlum Páls er hann hvetur söfnuði sína, sem og í orðum Krists sjálfs er
hann segir:
Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem
liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið
og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.52
Tómas virðist í þessu efni standa föstum fótum í biblíulegri kenningu.
Þegar Tómas ræddi um raust sem kalli manninn til Guðs átti hann
meðal annars við það að Guð tali til mannsins í „dásemdum skopunar-
innar“ sem blasi hvarvetna við í náttúrunni, jörðinni skrýddri öllu skrauti
sínu í sumarblíðu, himninum settum ótölulegum ljósum á vetrarkvöldi,
eða hinu ómælanlega hafi hvort sem það er tært og slétt eða ókyrrt og upp-
vægt í stormi.53 Það er í fullu samræmi við kristna trúarhefð að líta svo á
að Guð mæli til mannsins í sköpun sinni enda vísaði Tómas til orða 104.
Davíðssálms (v. 24) er hann sagði í þessu sambandi: „[Djrottinn! hvursu
morg og mikil eru verk þín! oll hefur þú þau með speki tilsett og jordin er
49 Tómas Sæmundsson 1841: 1.
50 Rm 7. 19.
51 Tómas Sæmundsson 1841: 2.
52 Mt 7. 13-14.
53 Tómas Sæmundsson 1841: 2-3.
89