Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 137
og styrking trúarinnar,“ er í öllum sálmabókum kirkjunnar til þessa dags.
Um þennan sálm kemst próf. Páll Eggert Ólason svo að orði: „sálmurinn, 7
erindi, hefir verið eignaður Bjarna Borgfirðingaskáldi og talinn einn hinna
hjartnæmustu íslenskra sálma, enda snjallt kveðinn og gallalaus að gerð,
þótt dýr sé háttur. Er þetta einn hinna örfáu sálma, frá þessum tíma, þeirra
sem enn lifa í íslenskum kirkjusöng, að vísu með lítils háttar breytingum.“
í 17. og 18. aldar sálmabókum er hann óbreyttur frá því hann birtist íyrst,
árið 1619. I sálmabókum 1801-1866, Aldamótabókinni, er hann nr. 146,
lítt breyttur, en fellt niður 5. erindið. I sálmabókum 1871-1884 er hann
nr. 210, samhljóða texta Aldamótabókarinnar, en 5. erindið tekið upp á
ný I sálmabók sem fyrst kom út 1886 og var endurútgefin 19 sinnum,
síðast 1929, var 5. versinu sleppt að nýju og fáeinar breytingar gerðar.
Þær breytingar munu runnar firá sr. Páli Jónssyni í Víðvík, en hann var í
sálmabókarnefndinni sem skipuð var 1886. I útgáfunum frá 1886-1929 var
hinn umræddi sálmur nr. 265. I næstu útgáfum, frá 1945-1964 er hann nr.
276 og í síðustu útgáfum frá 1972 er hann nr. 320, alltaf óbreyttur texti
frá 1886.
Enn í dag má hiklaust telja þennan sálm eina af dýrustu perlum í sálma-
bók íslensku Þjóðkirkjunnar.
Hér fara á eftir, sem sýnishorn, breytingar þær sem gerðar hafa verið í
fyrsta og síðasta versi sálmsins:
Sálmabækur 1619-1772 Sálmabækur 1801-1886
Sálmabækur frá 1886
Heyr mín hljóð
himna Guð
hjartað mitt,
hrópar fljótt
harmi mótt
á hjálpráð þitt.
Við bernskuæði brjóst gjör kvitt,
Svo barni þínu verði fritt.
Fyrir herrann Jesúm hrelling stytt.
Heyr mín hljóð,
himna Guð,
hjartað mitt
hrópar ótt,
af harmi mótt
á hjálpráð þitt.
Við brot og syndir brjóst gjör kvitt
svo barni þínu verði fritt.
Fyrir herrann Jesúm Krist
Heyr mín hljóð
himna Guð
hjartað mitt,
harmar þjá
hrópa' eg á
hjálpráð þitt.
Gjör við brotin brjóstið kvitt,
barni þínu' að verði fritt.
Fyrir son þinn sorgin stytt.
135