Jökull - 01.12.1958, Page 10
6. mynd. Á Svíahnúk
vestri, séð til austurs. —
View from W-Sviahnúkur
towards E. — Ljósm. S.
Þórarinsson, 12. septem-
ber 1958.
við bláberjatínslu ofarlega í Tungunum, en þar
voru bláberjabreiður meiri en flestir höfðu aug-
um' litið og höfðu þar engir áður tínt nema
heiðagæsir. Voru berin með öllu ófrosin (það
voru þau raunar fram í október). Kl. 23,25 var
komið í Landmannalaugar og var þar fyrir
Carl Eiríksson verkfræðingur, einn í jeppa, bún-
urn sendi- og móttökutækjum og hafði Guð-
mundur Jónasson haft það til dundurs þennan
dag og daginn áður að fjarstýra Carli og jeppa
hans gegnum talstöð sína yfir fjalllendið vestur
og suðvestur af Langasjó.
Mánudaginn 15. september. — Veður var enn
gott og var fyrrihluta dagsins varið til að
kanna Ljótapoll og róta í moldarbörðum. í gíg-
barmi Ljótapolls efst er líparítmöl, sem komin
er úr gígnum sjálfum. Á meðan gígbarmurinn
var kannaður dró Magnús Jóhannsson á
skammri stund 3 silunga úr pollinum og myndu
þó fáir telja það vatn líklegt til veiði, en það
hefur áður sýnt sig, að silungar eru bráðfeigir
í návist Magnúsar.
Ekki skal hér farið mikið út í eldfjallafræði,
en þar sem sá, er þetta ritar, hefur þráfaldlega
tafið mjög fyrir ferðafélögum sínum í Vatna-
jökulsferðum vegna ásækni i moldarbörð, en
þeir sýnt furðu mikinn skilning og áhuga á
þessari sýslan, skal þess getið, að öskulagaathug-
anirnar hafa þegar gefið nokkrar upplýsingar
um aldur eldstöðva á þessum slóðum. Svo dæmi
séu nefnd má öruggt telja, að Laugahraunið sé
runnið fyrir landnámsöld, en vart er það meit
en 1200—1300 ára gamalt. Námshraunið er
yngra og líklegt að það sé til orðið eftir að land
byggðist, en þó ekki löngu eftir það. Sama er
að segja um „Stút“, gíginn reglulega, sem blasir
við er kemur upp á hrygginn sunnan Frosta-
staðavatns. Sprengigígurinn í Tjörvafelli er á
mörkum þess að vera til orðinn eftir að land
byggðist og líklega svipað að segja um Ljóta-
poll, þótt ekki sé það nægilega kannað enn.
Á sömu sprungulínu, eða því sem næst, og
Ljótipollur og Stútur, er gígaröð sú, er klýfur
suðvestanverð Ljósufjöll og sker sundur Veiði-
vatnasvæðið nær að endilöngu. Þessi gígaröð,
sem nefna mætti Vatnaborgir, er ein af lengstu
gígaröðum landsins, um 26 km, og er þá ekki
meðtalin sú sprunga, sem klýfur meginhrygg
Ljósuf jalla og nær nokkuð norðaustur fyrir þau,
en hún virðist geta verið mynduð samtímis
hinni, þótt líklegra sé, að liún sé eldri. Hvergi
hafa enn fundizt í jarðvegi á Vatnaborgum eða
hrauni frá þeim öskulög, er benda til að þessi
gígaröð sé eldri en landnám Islands og því lík-
legt, að hún sé yngri.
Eftir þennan útúrdúr er því einu við að
bæta, að laust fyrir miðnætti þ. 15. september
rann leiðangursbíllinn heim í Þverholtið í
Reykjavlk og lauk þar með leiðöngrum Jökla-
rannsóknafélags Islands á því veðursæla ári
1958. Þökk þeirn öllum, sem þar voru með í
ferðum.
8