Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 33

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 33
VI. Langjökull 1957/58 Fúlakvísl (Þjófad.) 1956/1958 -r- 70 (2ár) VII. Hrútafell Miðjökull 1951/1958 -- 77 (7 ár) Vesturjökull 1951/1958 45 (7 ár) Norðvesturjökull 1951/1958 -- 70 (7 ár) VIII. Kerlingarfjöll Loðmimdarjökull (innri) ............................ IX. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull .................................... -f- 16 Tungnahryggsjökull, austan ár (E-side) 1952/28 .... 107 (6 ár) — vestan ár (W-side) 1952/28 .... ~ 71 (6 ár) 2 6 ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. Kaldalón. Um jökulinn í Kaldalóni er sér- staklega rætt á öðrum stað. — I bréfi dags. 17. nóv. 1958 segir Aðalsteinn bóndi Jóhannsson á Skjaldfönn m. a.: „Hér fram úr Skjaldfannar- dalnum hefur jökullinn hörfað geysimikið síð- astliðin tvö sumur og þó einkum í sumar. Má nú allt heita autt land þangað, sem nyrztu sker voru áður. Þá hefur mér verið sagt af mönnum, sem leituðu hér inn á heiðum og sáu vel til Drangajökuls sunnan frá, að nú hafi skotið upp auðum hrygg suður frá Hrolleifsborg. Skjaldfönnin. Hana þraut að þessu sinni 1. sept., og hélt hún svona lengi velli vegna þess, hvað ágúst var fádæma kaldur. Þó að frostnætur væru fáar, hálfféll hér kartöflugras. Snjó tók allan upp hér úr brúnum í sumar nema í Högg- unum. Þar var eftir dálítill skafl núna urn dag- inn, þegar kólnaði. Síðasti vetur var veðramild- ur og alveg óvenjulega snjóléttur hér, að vísu allharður og nokkuð langur frostakafli eftir ára- mót. Fé stóð inni í 17 daga milli 15. janúar og 23. marz. Vorið var með öllu úrkomulaust, hvorki snjór né regn, að visu tvær skúrir í júní, svo að vökn- aði á steinum, en ekki í rót. — 1 maí voru 19 frostnætur í röð, frá 4.-24., og ol't frost á dag- inn llka, svo að gróður kom enginn í þeim mán- uði. Fé var ekki sleppt af húsi fyrr en í maílok. Svo var þá sumarið líkt og vorið, sólskin nótt og dag, svo allt þornaði og skrælnaði, þar til í september. Þá kom gróðrarveðrátta. .. . Túnið hér hefur vfst ekki verið jafnilla sprottið síðan 1918. Helmingur af því svo brunninn, að raun- ar var ekkert vit í að slá það. .. . Haustveðrátta hefur verið ágæt, að vísu nokkuð vætusöm, en mjög sjaldan frost, ekki komið nema svona fimm sinnum snjóhrafl, sem þegar hefur tekið upp aftur.“ Úr Reykjarfirði á Ströndum skrifar Guðfinn- ur Jakobsson 24. okt.: „Jökullinn hér hefur stytzt aðeins um 15 m frá því í fyrra. . . . Sumarið var heldur kalt, og ekki sá til sólar í sex vikur samfleytt, frá því um 20. júlí þar til í byrjun september. Ekki kom þó frostnótt í byggð fyrr en 21. september." Gigjökull norðan í Eyjafjallajökli. Umhverfis jökulsporðinn eru feiknamiklir kambar af svip- aðri gerð og við Kvíárjökul í Oræfum. Nyrzt er skarð milli kambanna, og þar kemur Jökulsá út um. Arið 1930 náði jökull alveg út að skarði þessu, og kom Jökulsá þar fram í tveimur kvísl- um, sitt hvorum megin við grjóthól nokkurn, sem enn er þar. Nú er eystri kvísl Jökulsár horfin með öllu. Gígjökullinn 1930. The Crater Glacier about 1930. Ljósm. Ing. Isólfsson. 31

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.