Jökull


Jökull - 01.12.1963, Page 25

Jökull - 01.12.1963, Page 25
Efst: Brúarjökull vestan Kverkárness 16. nóvember 1963. Mugguveður. — Ljósm. M. Jóhannsson. The advancing front of Iirúarjökull icest of Kvsrkárnes Novernber 16th 1963. því 1 Kringilsá.---„Auðsætt er, að jökullinn hefur hörfað um 300 faðma [570 m] aftur á bak á öllu þessu svæði. Er hann aurborinn langt upp á jaðarinn, sem nú er þarna mjög lágur móts við það, sem hann var fyrir 60 árum.“ (Ferðabók S. P. 385. bls.) Arið 1810 hljóp jökullinn fram og myndaði jökulýtur, sem Hraungarðar nefndust, á Kring- ilsárrana. Greru þær fljótt og vel, svo að þar þótti haglendi bezt á Brúaröræfum. Frá 1860—1890 hafði jökullinn hörfað all- langt inn fyrir Hraungarða og talsvert hag- lendi myndazt þar. Þegar jökullinn hljóp 1890 fór jökulbrúnin undir Hraungarðana, fletti þeim upp og ók þeim lengra norður á bóginn. Sðan hafa Hraun- garðar gengið urulir nafninu Hraukar og klæðzt töðugresi á nýjan leik. Þegar þetta er ritað, er ekki útséð, hvort jök- ullinn muni hrófla við töðugróðri Hraukanna. Þess her loks að geta, að 18. nóv. 1963 til- kynnti Hannes bóndi á Núpsstað, að Djúpá og Brunná væru kolmórauðar, án þess að um vatnavexti væri að ræða. Síðar kom í ljós, að Síðujökull var mjög sprunginn og nokkuð geng- inn fram allt frá austustu upptökum Skaftár austur í Djúpárbotna. SUMMARY: According to the Geodœtisk Institute general map 8 (surveyed 1935) the lobe-shaped margin of Brúarjökull measured about 45 km from Kverkfjöll in West to t.he Snœfell ridge in East. After a sudden advance of some 10 Itm in 1890 it had generally been ihinning and retreating until October last tuhen it suddenly began to move forwards. On March 10 (1964) the eastern half of the margin had advanced about 9 km from the 1956 position while the western half had hardly moved over 3 km. JOKULL 1963 21

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.