Jökull


Jökull - 01.12.1963, Side 26

Jökull - 01.12.1963, Side 26
VatnajökulsleiSangur 1963 The Vatnajökull Expedition June 1963 Lagt var upp frá Lakjarkoti Guðmundar Jónassonar laugardaginn 1. júní kl. 16.00. Far- arstjórar voru þeir Stefán Bjarnason og Magnús Eyjólfsson, Er eftirfarandi skýrsla rituð eftir dagbókum þeirra. Ferðin var gerð til- þess að mæla vetrarsnjó á Vatnajökli og bæta ofan á snjómöstrin hjá Pálsfjalli og Grímsvötnum, mæla yfirborðshæð Grímsvatna miðað við Depil og dytta að skál- anum á Grímsfjalli. Til þessara starfa fóru auk fararstjóranna: Elalldór Gíslason Sigurður Waage Margrét Sigþórsdóttir Elaukur Elafliðason Ólafur Friðfinnsson Magnús Elallgrímsson Grímur Þ. Sveinsson Gegndi hinn síðastnefndi störfum póstmeist- ara á Grímsfjalli eins og að undanförnu. Átta Ármenningar höfðu samflot með leið- angrinum. Fararstjóri þeirra var Árni Kjartans- son, en farartæki Gusi. Leiðangursmenn höfðu báða vísla Jöklarann- sóknafélagsins til fararinnar. Færi var blautt og þungt inn með Ljósufjöll- um, og var ekki kornið í Jökulheima fyrr en kl. 0330 um nóttina eftir því nær 12 klst. ferðalag. Sunnudagur 2. júní. Þótt liðið væri á nótt, var þegar gengið í að koma snjóbílunum, far- angri og 800 1. af benzíni inn á jökul. Var því lokið kl. 1030, eri síðan sofið til kl. 1500. Þá var tekið til að setja eldhús á sleða, ganga frá farangri, setja upp veðurathugunartæki í Jökul- heimum og bora fyrir tveimur stöngum til leysingamælinga á Tungnárjökli, 500 m og 2500 m frá jökuljaðri. Þá var sett talstöð í annan vísil- inn. Öllu þessu var lokið á níunda tímanum, og var þá gengið til náða, en fótaferð ákveðin um fjögurleytið. Mánudagur 3 júni. Lagt var upp frá Jökul- heimum kl. 05 og farið sunnan undir Nýja- felli á jökul. Nyrðri leiðin má heita ófær, og vantar ekki nema herzlumun til þess, að jökul- laust verði allt í kringum Nýjafell, hvaða áhrif sem það kann að hafa á farveg Tungnár þar efra. Kl. 2030 uni kvöldið var komið að mastr- inu norðan Pálsfjalls. í sama mund bilaði Jök- ull II, hafði brætt úr sér. Var þá „tjaldað og gengið til hvílu eftir tæplega sólarhrings basl í hnédjúpum krapasnjó og slæmu færi. Veður gott, hiti 6—8 st., logn og skyggni 150—200 m. Snjór gljúpur, förin eftir bílana 8 cm djúp.“ Þriðjudagur 4 júní. KI. 1320 var haldið áleið- is til Grímsvatna. Var stýrt eftir áttavita, því að skyggni var mjög slæmt. „Kl. 2145 komum við upp úr þokunni í réttri stefnu á Vestur- hnjúk Grímsfjalls. Blasti þá við okkur dýrlegt útsýni suður á Oræfajökul og norður til Kverk- fjalla. — Að skála var komið um miðnætti.“ Miðvikudagur 5. júní. Árla morguns var hald- ið ofan að Grímsvatnamastri til snjómælinga. Frá toppi að snjó voru 376 cm, en voru 780 cm vorið áður. Ákoma því 404 cm. Vatnsgildi var frá 0,49—0,65 gr/cm3, meðaltal 0,52, og saman- lagt vatnsgildi ársákomu 2100 millimetrar. Þá var ekið vestur yfir Grímsvötn í stefnu á Depil og lesinn hæðarmælir með 1000 m milli- bili. Hæðarmunur á sléttunni og Depli mældust 49 m og Litlamósa 9,8 m. Hafði yfirborð „Vatn- anna“ því hækkað um 14 m síðan vorið áður eða 3,8 cm á sólarhring. Miðja vegu á Grímsvötnum var boruð hola, 520 cm djúp. Neðstu 30 cm voru íshröngl, og auk þess var ryklag í 500 cm dýpi. Meðalvatns- gildi var 0,62 og vatnsgildi vetrarákomu 3100 mm. Var þessu öllu lokið kl. 2320 og ekið sem hraðast heim í skála. Veður og færi með ágætum. Fimmtudagur 6. júni. Dagurinn rann upp hjá flestum undir hádegisbil. Uti var SA-strekking- ur, 1,5° liiti, skýjað og lélegt skyggni. Var ákveð- ið að halda kyrru fyrir til miðnættis, en aka þá til Öræfajökuls. Um daginn var farið ofan í is- hellana og gekk allt að óskum. Um kvöldið var veður og hitastig óbreytt og færi slæmt. Var því haldið kyrru fyrir. Föstudag 7. júní vakti Grímur póstur okkur JÖKULL 196 3 22

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.