Jökull


Jökull - 01.12.1963, Blaðsíða 24

Jökull - 01.12.1963, Blaðsíða 24
séð varð suður eftir og jökulbrúnin vestan Kverkárness snarbrött og 20—50 m há að minnsta kosti. Var þá vitað, að allur jökullinn væri hlaupinn. Náði Magnús furðugóðum myndum af jöklinum á þessu svæði. Síðan tókst ekki að fljúga yfir Brúarjökul fyrr en eftir áramót. Þ. 24. nóv. lagði Steinþór Eiríksson upp við fjórða mann til þess að setja merki við Brúar- jökul og athuga hann — samkvæmt ósk Jökla- rannsóknafélagsins. Að Brú á Jökuldal bilaði belti á snjóbíl, og liurfu þeir þá aftur. Rétt eftir áramótin var annar leiðangur gerð- ur að Brúarjökli Tókst hann giftusamlega, eins og eftirfarandi skvrsla Steinþórs Eiríkssonar ber með sér: „Hinn 2. janúar 1964 kl. 19 var lagt upp frá Egilsstöðum að athuga framskrið Brúarjök- uls. Farið var á vörubíl, sem Hrafn Sveinbjarn- arson á, með snjóbílinn U-16 á palli. í förinni voru Ingimar Þórðarson, Egilsstöðum, Hrafn Sveinbjarnarson, Elallormsst., og Sigvarður Hall- dórsson frá Brú, sem er kunnugur á heiðunum. Fyrst var haldið að Gilsá á Jökuldal. Þar var vörubíllinn skilinn eftir og lagt á heiðina á snjóbílnum. Staðnæmzt vestan Lönguhlíðar og sofið um nóttina. Næsta dag, 3. janúar, var hald- ið inn heiðar. Færð þyngdist er innar dró. Náð á Sauðafellsháls um kvöldið og dvalið þar um nóttina. Að morgni, 4. janiiar, var ekið að kvísl Jökuls- ár vestan við Hreinatungur, og var hún auð. Jökulröndin var þarna mjög liá, ekki undir 20 —30 m. Isinn var allur sprunginn lóðrétt í nokk- urs konar risakristalla. Þarna var sett upp merkjalína út frá jöklinum 1 stefnu á hnjúka. G 1 ... 550 m frá jökli G 2 ... . 1.550 - - - G 3 ... . 2565 G 4 ... . 3950 Lengd milli merkja óregluleg vegna landslags. Merkin eru þrífætur með málm-merkjaplöt- um. Síðan var ekið að upptökum Kringilsár og sett merkjalína 500—600 metrum austan árinn- ar, stefna línunnar nál. NA tekin eftir áttavita. XI .... 500 m frá jökli X2 .... 1000 - - - X3 .... 2000 - - - X4 .... 3000 --------- Skollið var á myrkur áður en gengið var frá sðasta þrífætinum. Hinn 5. janúar var ekið að Kverká og sett lína út frá jökli, stefna aðeins austan við norður. A1 .... 500 m frá jökli A2 .... 1000 - - - A3 .... 2000 - - - A4 .... 3000 - - - Merkingu lokið á hádegi. Komið að Brú kl. 20. Við G (Hreinatungur) rennur jökullinn yfir snjólítið svæði og virðist ekki plægja teljandi. Við X (austan Kringilsár) ekur jökullinn 2—3 metra þykkri snjó- dyngju. Við A (hjá Kverká) er hreyfing jökulsins óregluleg vegna áhrifa frá hæðunum austast í Kverkár- nesinu og brúnin heldur lægri en austar. Hávaði er mikill og margvíslegur í jiiklinum, lieyrðist 2—3 krn að. Skriðhraði virtist nál. 1 metra á klukkustund, mældur við G. Athugun- artími var stuttur, svo mæling er ekki nákvæm. Hreyfingin er ekki jöfn heldur í smákippum með nál. 1 sekúndu millibili, sem mátti finna, sjá og heyra. Virtist jörðin titra í takt við hreyfingu jökulsins. Jökulísinn virtist blátær og ekki greinast 1 sýnilega kristalla, þegar hann var brotinn i sundur." Síðari athugunin (12. jan. og 11. marz 1964) leiddi í Ijós, að Brúarjökull var sprunginn suður á háhrygg jökulsins norðan Esjufjalla og vestan frá Kverkfjöllum austur að upptökum Jökul- kvíslar. Þ. 10. marz vantaði hann 2—3 km til þess að ná út að Hraukum á Kringilsárrana. Mun Brúarjökli verða gerð ýtarlegri skil í næsta hefti Jökuls, og ber að líta á þetta sem greinagerð til btáðabirgða. Brúarjökull hefur oft verið ókyrr, en svo virðist sem 80—100 ár séu milli stórkippa hans. Arið 1625 kom stórflóð í Jökulsá. Vatnsborð hennar hækkaði um 20 álnir (12,5 m), og té)k af gamla trébrú 25 álna langa. Þá var mikil ókyrrð í Klofajökli og fleiri Austurjöklum, seg- ir í Ferðabók Eggerts og Bjarna (II bls. 127). Árið 1794 hefur Sveinn Pálsson það eftir Pétri Brynjólfssyni og bændum á Héraði, að malarhólar liggi meðfram jökulröndinni á Kringilsárrana. Innan við þá er stöðuvatn, er nær inn undir jökulinn, og rennur smáá úr 20 JOKULL 1963
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.