Jökull - 01.12.1963, Page 24
séð varð suður eftir og jökulbrúnin vestan
Kverkárness snarbrött og 20—50 m há að minnsta
kosti. Var þá vitað, að allur jökullinn væri
hlaupinn. Náði Magnús furðugóðum myndum
af jöklinum á þessu svæði.
Síðan tókst ekki að fljúga yfir Brúarjökul
fyrr en eftir áramót.
Þ. 24. nóv. lagði Steinþór Eiríksson upp við
fjórða mann til þess að setja merki við Brúar-
jökul og athuga hann — samkvæmt ósk Jökla-
rannsóknafélagsins. Að Brú á Jökuldal bilaði
belti á snjóbíl, og liurfu þeir þá aftur.
Rétt eftir áramótin var annar leiðangur gerð-
ur að Brúarjökli Tókst hann giftusamlega, eins
og eftirfarandi skvrsla Steinþórs Eiríkssonar ber
með sér:
„Hinn 2. janúar 1964 kl. 19 var lagt upp
frá Egilsstöðum að athuga framskrið Brúarjök-
uls. Farið var á vörubíl, sem Hrafn Sveinbjarn-
arson á, með snjóbílinn U-16 á palli. í förinni
voru Ingimar Þórðarson, Egilsstöðum, Hrafn
Sveinbjarnarson, Elallormsst., og Sigvarður Hall-
dórsson frá Brú, sem er kunnugur á heiðunum.
Fyrst var haldið að Gilsá á Jökuldal. Þar var
vörubíllinn skilinn eftir og lagt á heiðina á
snjóbílnum. Staðnæmzt vestan Lönguhlíðar og
sofið um nóttina. Næsta dag, 3. janúar, var hald-
ið inn heiðar. Færð þyngdist er innar dró. Náð
á Sauðafellsháls um kvöldið og dvalið þar um
nóttina.
Að morgni, 4. janiiar, var ekið að kvísl Jökuls-
ár vestan við Hreinatungur, og var hún auð.
Jökulröndin var þarna mjög liá, ekki undir 20
—30 m. Isinn var allur sprunginn lóðrétt í nokk-
urs konar risakristalla. Þarna var sett upp
merkjalína út frá jöklinum 1 stefnu á
hnjúka.
G 1 ... 550 m frá jökli
G 2 ... . 1.550 - - -
G 3 ... . 2565
G 4 ... . 3950
Lengd milli merkja óregluleg vegna landslags.
Merkin eru þrífætur með málm-merkjaplöt-
um.
Síðan var ekið að upptökum Kringilsár og
sett merkjalína 500—600 metrum austan árinn-
ar, stefna línunnar nál. NA tekin eftir áttavita.
XI .... 500 m frá jökli
X2 .... 1000 - - -
X3 .... 2000 - - -
X4 .... 3000 ---------
Skollið var á myrkur áður en gengið var frá
sðasta þrífætinum.
Hinn 5. janúar var ekið að Kverká og sett
lína út frá jökli, stefna aðeins austan við norður.
A1 .... 500 m frá jökli
A2 .... 1000 - - -
A3 .... 2000 - - -
A4 .... 3000 - - -
Merkingu lokið á hádegi. Komið að Brú kl.
20.
Við G (Hreinatungur)
rennur jökullinn yfir snjólítið svæði og
virðist ekki plægja teljandi.
Við X (austan Kringilsár)
ekur jökullinn 2—3 metra þykkri snjó-
dyngju.
Við A (hjá Kverká)
er hreyfing jökulsins óregluleg vegna
áhrifa frá hæðunum austast í Kverkár-
nesinu og brúnin heldur lægri en austar.
Hávaði er mikill og margvíslegur í jiiklinum,
lieyrðist 2—3 krn að. Skriðhraði virtist nál. 1
metra á klukkustund, mældur við G. Athugun-
artími var stuttur, svo mæling er ekki nákvæm.
Hreyfingin er ekki jöfn heldur í smákippum
með nál. 1 sekúndu millibili, sem mátti finna,
sjá og heyra. Virtist jörðin titra í takt við
hreyfingu jökulsins. Jökulísinn virtist blátær og
ekki greinast 1 sýnilega kristalla, þegar hann var
brotinn i sundur."
Síðari athugunin (12. jan. og 11. marz 1964)
leiddi í Ijós, að Brúarjökull var sprunginn suður
á háhrygg jökulsins norðan Esjufjalla og vestan
frá Kverkfjöllum austur að upptökum Jökul-
kvíslar. Þ. 10. marz vantaði hann 2—3 km til
þess að ná út að Hraukum á Kringilsárrana.
Mun Brúarjökli verða gerð ýtarlegri skil í
næsta hefti Jökuls, og ber að líta á þetta sem
greinagerð til btáðabirgða.
Brúarjökull hefur oft verið ókyrr, en svo
virðist sem 80—100 ár séu milli stórkippa hans.
Arið 1625 kom stórflóð í Jökulsá. Vatnsborð
hennar hækkaði um 20 álnir (12,5 m), og té)k
af gamla trébrú 25 álna langa. Þá var mikil
ókyrrð í Klofajökli og fleiri Austurjöklum, seg-
ir í Ferðabók Eggerts og Bjarna (II bls. 127).
Árið 1794 hefur Sveinn Pálsson það eftir
Pétri Brynjólfssyni og bændum á Héraði, að
malarhólar liggi meðfram jökulröndinni á
Kringilsárrana. Innan við þá er stöðuvatn, er
nær inn undir jökulinn, og rennur smáá úr
20
JOKULL 1963