Jökull


Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 66

Jökull - 01.12.1980, Blaðsíða 66
ÁGRIP SPRUNGUÞYRPINGIN VIÐ VOGA A REYKJANESSKAGA I þessari grein er lýst sprungusvæðinu við Voga á Reykjanesskaga og raett um niyndun sprungnanna. Af ýmsum ástæðum er þessi sprunguþyrping sú hentugasta á skaganum til nákvæmra mælinga. I fyrsta lagi liggur hún nær öll í sama 10000 ára gamla hraunlaginu, sem er eitt elsta nútímahraunið á Reykjanes- skaga. í öðru lagi er þetta stærsta sprungu- þyrping skagans, sem ekki er hulin yngri hraunum. I þriðja lagi hefur Eysteinn Tryggvason gert nákvæmar mælingar á lóð- réttri hreyfingu á svæðinu, mörg undanfarin ár. Þannig gefst nú tækifæri til að bera saman lárétta og lóðrétta hreyfingu á þessu svæði. I fjórða lagi er hrauriið, sem þyrpingin liggur í, það gamalt, og tekur yfir svö stórt svæði, að mæld gliðnun á þessu svæði ætti að vera góður mælikvarði á heildargliðnun Reykjanesskag- ans síðustu 10000 árin. Megin niðurstöður mælinganna á sprunguþyrpingunni eru eftirfarandi: Á kort- lagða svæðinu, sem tekur yfir um 80 km2, er 141 sprunga, og af þessum liggja 120 alveg innan kortsins. Auk ofangreindra er fjöldi smásprungna á svæðinu (Mynd 10), en þær eru svo litlar, að þær skipta ekki máli við mat á gliðnun svæðisins, og er því sleppt. Aðeins um fjórðungur sprungnanna er misgengi, og misgengin virðast öll vera s. k. siggengi. Þrátt fyrir það eru þau flest lóðrétt, og jafn- vel hallar sumum nokkrar gráður í öfuga átt við halla venjulegra siggengja (Mynd 12). Að auki er meirihluti misgengjanna lok- aður við yfirborðið (Mynd 11). Lóðrétta færslan á öllurn misgengjunum er að meðaltali 2.3 m, en mesta færslan á einrii sprungu er 20 m. Meðalstefnan á öllum sprungum þyrping- arinnar er 54°, og þá miðað við áttarhorn. Stefnudreifingin fylgir vel normalkúrfunni, og staðalfrávikið er aðeins 17°. Engin marktæk breyting í stefnu sprungnanna eftir sprungu- svæðinu á sér stað. Meðallengd sprungnanna 120, sem liggja alveg innán kortlagða svæðis- ins, er 611 m. Nokkur fylgni er milli lengdar og mestu gliðnunar á sprungu: þar er línulegi fylgnistuðullinn r = Ö.65. Þetta þýðir, að um 40% af mestu gliðnun á sprungu er unnt að skýra með lengd hennar. Einnig er nokkur fylgni milli lengdar og mestu lóðréttrar færslu (r=0.64), en að öðru leyti eru lítil tengsl milli lengdar óg anriarra mælistærða. Alls voru mældir 1076 punktar á sprungum þyrpingar- innar. Meðalbreiddin í öllum mælipunktun- um reyndist vera 0.6 m, en mesta breidd í einum punkti — þ. e. mesta gliðnun á einni sprungu — er 7.5 m (Mynd 8). Mesta vídd sprungu hefur nokkra fylgni við mestu lóð- rétta færslu (r = 0.62). Heildargliðnunin á sprungusvæðinu mældist mest í sniði 4 og sniði 6 (Mýnd 3) 15 m. Heildargliðnun í öðr- um sniðum er gefiri í Töflu 3. Eins og þar sést, er gliðnuriin mest nálægt miðri spruriguþyrp- ingunni og minnkar til beggja enda. Allar sprurigurnar enda í smásprungum, sem deyja út við bláendana. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram til að skýra sprungúþyrpingarnar á Reykjaries- skaga, Sem þá eiga að sjálfsögðu einnig við spruriguþyrpinguna við Voga. Eg hef prófað þessar tilgátur í ljósi gagna frá Vogasvæðinu, og komist að þeirri niðurstöðu, að á þeim séu verulegir annmarkar. Því hef ég sett fram nýja skýringu: kvikuinnskot, eitt eða fleiri. Tvö líkön eru könnuð allrækilega: (1) Lóðréttur gangur eða gangar, og (2) lárétt silla (lag- garigur) eða sillur. Hváð fyrra líkanið varðar, þá virðist gangaþyrping líklegasta skýringin. Þó virðist halli misgengjanna mæla gegn þessari skýringu, en þau rök eru þó ekki nægi- lega sterk til að fella hana. I síðara tilfellinu er sú tilgáta, að eiri silla hafi valdið sprungu- mynduninni á Vogasvæðinu, könnuð ræki- lega. Komist er að þeifri niðurstöðu, að silla með mestu þykkt 9.5 m, og á 2ja km dýpi, gæti skýrt gliðnunina á svæðinu. Engu að síður er hér, eins og í fyrra tilfellinu, erfitt að skýra halla misgengjarina með þessu líkani. Loka- riiðurstaðan er sú, að mörg innskot, af breyti- legri gerð, sé líkleg skýring á Sprunguþyrping- unni við Voga á Reykjanesskaga. 64 JÖKULL 30. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.