Jökull


Jökull - 01.12.1980, Síða 67

Jökull - 01.12.1980, Síða 67
Langleiðir gjósku úr þremur Kötlugosum SIGURÐUR ÞÓRARINSSON Jarðfrœðahúsi Háskólans, 101 Reykjavík I mörgum gjóskugosum og blandgosum ( = gjósku- og hraungosum), er orðið hafa á Is- landi, hefur meira eða minna af gjósku borist út fyrir landsteinana. En Island er það ein- angrað úti í reginhafi, að meiriháttar gjósku- gos, eða gjóskuhrinur blandgosa, þarf að jafn- aði til að gjóska berist til annarra landa. Skráðar frásagnir af gjósku utan af íslandi, sem fallið hefur á Önnur lönd eða skip í nálægð þeirra, er að finna bæði hérlendis og erlendis. En þessar frásagnir eru mjög á víð og dreif og ærið tímafrekt að leita þær uppi. Eg hefi skráð hjá mér það, sem ég hef fundið af slíkum frá- sögnum, þegar ég hef verið að grúska í íslenskri eldfjallasögu. Hér verður birt það, sem ég hefi fundið i þessu efni varðandi Kötlugos. Það eru þrjú Kötlugos, sem hér um ræðir, og raunar kemur eitt gos, sem að öllum líkindum er Grímsvatnagos, einnig við sögu. KÖTLUGOS 2. SEPT. 1625. GRÍMS- VATNA(?)GOS SÍÐAST IJÚLÍ 1619 I annál sínum, Annalium in Islandia farrago, getur Gísli biskup Oddsson þess um árið 1619, að „hinn 29. júlí sást víðsvegar að afarmikið eldgos i austurfjöllum“ (H. Hermannsson 1917, bls. 22). Þorvaldur Thoroddsen telur þetta hafa verið Heklugos og fer þar eftir Skarðsárannál og árbókum Espólíns. En þótt það sé einnig kennt við Heklu í Vatnsfjarðarannál hinum elsta (Ann. 1400—1800, III, bls. 56) má öruggt telja, að ekki var hér um Heklugos að ræða, enda hefði Gísli Oddsson, sem þá var klerkur i Skálholti, vart kallað það gos í austurfjöllum. Arngrímur lærði skrifar í bréfi til Balthasars Meisners, dagsettu 15. ág. 1620, að aska úr þessu gosi hafi borist til Norðurlands og að það hafi verið „í fjöllum á Suðurlandi, eða í stöðuvötnum milli fjalla" (J. Benediktsson 1943 bls. 497) og hefur þar líklega Grímsvötn í huga, enda má öruggt telja, að um gos undir jökli hafi verið að ræða og ártalið kemur vel heim við það, að Grímsvötn gusu bæði 1629 og 1638, þar eð oft liðu um 10 ár milli Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. I bókunum Heklueldar (bls. 81) og Vötnin stríð (bls. 50) er þess getið, að þetta muni hafa verið allmikið öskugos, þar eð askan hafi borist til Noregs og Færeyja. Upplýsingarnar um dreifingu gjóskunnar utan íslands eru teknar úr ritum Þorvalds Thoroddsens, Landfræðis- sögu íslands (II. bls. 114) og Die Geschichte der islándischen Vulkane (bls. 153). Þorvaldur hefur þetta úr Islandslýsingu Þorláks biskups Skúlasonar, sem brátt verður að vikið. En rangt er það, sem ég hafði eftir Þorvaldi, að það gjóskufall, sem Þorlákur biskup greinir frá, hafi verið úr gosinu 1619. Þorvaldur mun hafa dregið þessa ályktun af því, að Þorlákur skrifar 1647, að þetta hafi gerst „fyrir um 30 árum“ og „það ár (1619) kom Þorlákur biskup Skúlason í fyrsta sinn út hingað frá háskólan- um“ (Lfrs. II. bls. 114). Nánari athugun á frásögn Þorláks biskups, sem er á latínu, leiðir þó í ljós, að hér er örugglega um að ræða það Kötlugos, sem hófst 2. sept. 1625, en það ár fór Þorlákur utan til að sækja viði til smíði dóm- kirkju að Hólum. Hefði mér verið nær að líta í eigið rit, doktorsrit mitt frá 1944, í stað þess að treysta þarna á Þorvald, því þar hefi ég komist að þessari niðurstöðu (S. Þórarinsson, 1944, bls. 118), eftir að hafa gluggað í frásögn Þor- láks, en þessu var ég satt að segja búinn að gleyma, þegar ég ritaði Hekluelda og Vötnin stríð. En lítum nú nánar á frásögn Þorláks bisk- ups í fslandslýsingu hans, Responsio subitanea 5 JÖKULL 30. ÁR 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.