Jökull


Jökull - 01.12.1980, Side 69

Jökull - 01.12.1980, Side 69
1588, d. 1654, talinn faðir danskrar fornleifa- fræði. Hann skrifaði meðal annars rit um það fræga gullhorn, er fannst við Gallehus í Slésvík 1639 (annað svipað fannst þar 1734, en báðum var stolið og þau brædd árið 1802). Ole Worm skrifaðist á við marga menn, þar á meðal all- marga íslendinga, svo sem Arngrím lærða og áðurnefnda biskupa, enda áhugi hans á ís- lenskum fornbókmenntum mikill og hann lét sig einnig náttúrufræði talsvert varða og kom sér upp náttúrugripasafni, sem frægt varð. I bréfi til landfræðingsins Jan de Laét í Leyden í Hollandi, sem byrjað var á 8. okt. 1642, svarar Ole Worm bréfi Hollendingsins frá 29. ág. sama árs. I því bréfi segist de Laét hafa fengið skrá yfir náttúrugripasafn Worms og rekist þar á það, sem Worm kalli skánska og íslenska furðujörð [„terra miraculorum“], sé sér for- vitni á að vita, hvað þetta sé. Þessu svarar Worm þannig (þýðing mín) í bréfi sínu: „Um þessa skánsku furðujörð [jarðveg], en ég sendi þér helminginn af því sem ég á af henni, er þetta að segja. Árið 1619, er sá siður var farinn að tíðkast hjá oss, að lita léreft í krögum ogöðru klæðaskrauti bláum lit og kirkjunnar þjónar höfðu oftsinnis átalið þetta prjál í prédikunum sínum, lét guð almáttugur í ljós á aðskiljanlegum stöðum á Skáni viðbjóð sinn á þessum lesti. Hann sendi regn og úr því féll þessi bláa jörð og ataði marga flík. Það sýni af henni, sem ég á, hefur tengdafaðir minn ágætur, Dr. Thomas Fincke, opinber prófessor í læknavísindum við þennan háskóla, fært mér, en hann stundaði aðalsmann á Skáni er þetta skeði. Varðandi það íslenska sýni, sem ég sendi þér dálítið af á seglpjötlu, er eftirfarandi að segja: Árið 1625 er sú íslenska Hekla, sem nefnist Mödals Jöckel, brann með óskap- Myndir 1—3: Bráða- birgðakort af þykkt og útbreiðslu Kötlugjósku- laganna K 1625, K 1660 og K 1775 nærri eld- stöðvunum. Gerð eftir mælingum G. Larsen og S. Þórarinssonar. Þykkt í cm (Ur Larsen 1978). — Figs. 1—3: Preliminary isopach maps of the proxi- mal parts of the Katla tephra layers K 1625, K 1660 and K 1755. Based on measurements by G. Larsen and S. Thorarinsson. Thickness in cm. (From Larsen 1978). JÖKULL 30. ÁR 67

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.