Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 71

Jökull - 01.12.1980, Page 71
sem féll með regni á aðskiljanlega staði á Skáni árið 1619, hafi verið mjög fínkorna aska. Gosið 1619 virðist hafa verið allmikið gjóskugos. Skarðsárannáll hefur eftirfarandi um það að segja: „Eldur í Heklufjalli. Sást norður um landið eldurinn um marga daga, síðan kom vind- ur af landsuðri og lagði þá norður myrkur og mistur, svo furða þótti að; þetta var á þeim 6 seinustu dögum Júlímánaðar; heyrðust og skjálftar, item undirgangur. Sandfall kom svo mikið í Bárðardal og víðar (að) þar var ekki slegið í viku fyrir sandinum“ (Ann. 1400— 1800 I, bls. 211). Espólín tekur þetta upp eftir Skarðsárannál í árbókum sinum (Espólín VI, bls. 6). KÖTLUGOS 3. NÓVEMBER 1660 1 ritlingi á latínu um Norðurlönd eftir Christian Reitherus, sem út kom í Kaup- mannahöfn 1664, er þess getið, að Hekla hafi gosið stórgosi fyrir 3 árum, og er Heklugosi hér ruglað saman við Kötlugosið 1660 (2. mynd), er hófst 3. nóvember og varaði fram yfir næstu áramót. Reitherus skrifar í sambandi við þetta gos, að einn vel metinn Hafnarbúi, Henricus Jani, hafi 1660 verið á siglingu sunnan við Færeyjar á leið til Danmerkur er hann varð þess var á miðri nóttu, að seglin, þilfarið og menn um borð lituðust af svertu eða þéttu sóti (Lfrs. IV, bls. 260). KÖTLUGOS 17. OKTÖBER 1755 Það Kötlugos, er hófst 17. október 1755 og varaði fram í miðjan febrúar árið eftir, er nær vafalaust mesta gjóskugos Kötlu eftir að fs-

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.