Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 76

Jökull - 01.12.1980, Page 76
Enn um Skeiðarárhlaup An old letter on Skeiðarárhlaup Á Þjóðskjalasafni íslands er bréf til von Levetzov stiftamtmanns, dagsett að Skafta- felli þ. 10. febrúar 1786, með eftirfarandi undirritun: „Hans Háeðla Hávelbyrðigheita Hr. Stift- amtmannsins í djúpustu undirgefni auð- mjúkir þénarar, Jón Einarsson, Eiríkur Einarsson.“ í þessu bréfi stendur m. a.: ,,En árið 1784, þann 5ta Aprilis, kom stórt vatnshlaup hér fram með miklum ódaun og bráðri pest, svo það, sem þá lifði af hrosspeningi, dó hér allt, svo vér áttum ekkert eftir, og fé mestallt. Hefur svo þessi plága ekki aldeilis burt horfið, og næstliðið ár, 1785, þann 17. Nóvember, kom enn mikið vatnshlaup hér fram með sama ódaun svo sem það, er kom árið 1784, þann 5ta Aprilis." Fyrra hlaupið, sem hér er nefnt, er hið sama hlaup í Skeiðará og Jón Steingrímsson getur um í skrifi sínu um Síðueld, án þess að nefna dagsetningu. Hann ræðir þar aðallega um vatnskast í Súlu, er kom fram 8. apríl með mikilli ýldu og ólykt (sjá Vötnin stríð, bls. 61—62). Hér hefur það skeð, sem oft síðar, að hlaup kemur fram í Súlu nokkrum dögum síðar en í Skeiðará. Séra Jón getur einnig um mikið vatnshlaup úr Núpsvötnum í maí 1785 (Vötnin stríð, bls. 62), en ekki var mér áður kunnugt um hlaup í Skeiðará 17. nóv. sama ár. Er það einsdæmi, að Skeiðará hlaupi með aðeins lVá árs millibili. Ég þakka Aðalgeiri Kristjánssyni skjalaverði fyrir að hafa bent mér á ofangreint bréf. Við endurlestur á ævisögu Jóns Stein- grímssonar fyrir nokkrum árum rakst ég á eft- irfarandi klausu um árið 1789: „Eldur var hér lengi uppi fyrir páskana norðanvert í Skeiðarárjökli og leiddi af því stór vatnsköst í Núpsvötnum og Skeiðarár- jökli. Sandfall af þeim eldi skaðaði þó ekk- ert“ (Sögurit X, bls. 260). Þess er hér að lokum að geta í sambandi við það Skeiðarárhlaup, er hófst 15. júní 1816 (Vötnin stríð, bls. 69), að í Dagbókum Sveins Pálssonar segir, að hann fór frá Skaftafelli út- yfir Skeiðarársand um nón þ. 25. og kom um sólaruppkomu þ. 26. að Núpsstað. Hefur hlaupinu því verið lokið þ. 25. júní. ó1. Þ. 74 JÖKULL 30. ÁR

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.